Vertu tilbúinn að upplifa endalausan mannfjölda, skerandi hávaða á götunum, sterkri lykt sem hangir í loftinu og að allt sé ólíkt því sem þú þekkir heiman frá. Í stuttu máli; vertu viðbúinn fyrir óreiðu og glundroða. En ef þú leyfir þér að missa þig í undrun og heillun yfir öllu því sem þetta furðulega land hefur upp á að bjóða þá átt þú eftir að njóta þess til hins ýtrasta. Stígðu út fyrir þægindarammann og skelltu þér til Kína!
Hvað er hægt að gera í Kína?
Ef þig langar að upplifa mikilfengleika Kína og sjá hið stórbrotna fjallasvæði "The Three Gorges" sem umkringir Yangtze ána, þá er tilvalið að fara í bátsferð um þessa stærstu á Kína. Útsýnið er magnað og svona ferð er frábær afslöppun. Ef þú færð nóg af náttúruskoðun um borð þá geturðu alltaf skellt þér í kínverskt karókí.
Í Kína eru fimm heilög fjöll sem eru dreifð um landið og við mælum með að þú notir 1-2 daga í að skoða hvern tind. Þú getur ferðast upp með lyftu en við mælum frekar með að klífa stigana sem eru skornir í fjöllin. Það er miklu erfiðara, en mun meira spennandi en að taka lyftuna!
Ef ferð þín heldur svo áfram til suður Kína er ómissandi að koma við í Yangshuo. Farðu í bátsferð á Lí Jiang eða slappaðu af í einu af nærliggjandi þorpunum og njóttu stórbrotsins fjalla-útsýnisins.
Það er tilvalið að heimsækja vesturhluta Kína ef annasamar og háværar göturnar þreyta þig. Ferðastu með lest til þessa landshluta og skoðaðu í leiðinni hina frægu silkileið sem liggur við hlið járnbrautateinanna.
Á leið þinni ættir þú að sjá sögufrægustu minjar Kína: Terracotta herinn í Xi'an. Í Xi'an mælum við með að þú klífir borgarmúrinn og röltir um múslímska hlutann þar sem þú getur heimsótt gömlu moskuna eða tapað þér á mörkuðum borgarinnar.
Ef þú fylgir svo silkileiðinni lengra vestur skaltu koma við í borgunum Urumqi og Turpan. Það mun koma þér á óvart hversu hreint og rólegt er í þessum borgum og þær búa yfir mörgum áhugaverðum stöðum til að fanga athygli þína í nokkra daga. Þú munt sjá hina frægu Potala höll þegar þú nálgast Lhasa og svo máttu alls ekki missa af fjölbreyttu lífinu í grennd við Jokhang Hofið.
Heimsfrægu Pöndurnar er svo að finna í Sichuan, Shaanxi og Gansu héruðunum.
Borgir Kína - Peking og Shanghai
Þú getur byrjað ferð þína um Kína í Peking. Gefðu þér nægan tíma til að skoða hin fjölmörgu áhrifamiklu mannvirki borgarinnar, t.d. Himnahofið og Forboðnu borgina sem var valdamiðstöð Kína í yfir 500 ár. Þú ættir einnig að skoða Tiananmen torgið og Sumarhöllina. Enginn alvöru bakpokaferðalangur má svo láta fram hjá sér fara að ganga á Kínamúrnum frá Jinshanling til Simatai.
Það er tilvalið að heimsækja Shanghai sem er ólík öllum öðrum borgum landsins. Hér mætast Vestrið og Austrið. Þú færð góða tilfinningu fyrir borginni með því að ganga meðfram fljótinu "The Bund" á fallegum degi; öðru megin við fljótið standa gamlar, virðulegar byggingar í frönskum nýlendustíl og hinumegin stendur Pudon hverfið sem hefur nýlega verið endurreist og hýsir nýtískulega skýjakljúfa sem margir eru þess virði að heimsækja.
Nálægt fljótinu finnur þú eina fjölförnustu verslunargötu veraldar Nanijing Lu sem er upplýst af neonljósum og gefur góða mynd af hinum ört vaxandi kínverska kapítalisma. Ekki gleyma að heimsækja einn af fjölmörgu mörkuðum svæðisins, mundu að prútta! Ef þú vilt slaka á getur þú farið í garðana í Hangzhou og Suzhou sem eru tilvalin tilbreyting frá ysi stórborgarinnar. Hápunktarnir hér eru án efa hið fræga West Lake og te akrarnir í Hangzhou.