3 orð lýsa Singapore vel: hagnaður, þróun og tækni. Saman gerir þetta Singapore að einni auðugustu og nútímalegustu borg Asíu. Við hjá mælum með að þú gefir þér nokkra daga í þessari mögnuðu stórborg ef þú hefur tækifæri til.
Að versla og skoða sig um í Singapore
Besti staðurinn til að versla í Singapore er Orchard Road þar sem nóg er af nýtískulegum verslunarmiðstöðvum og búðum. Ódýr raftæki er að finna út um allt en varaðu þig á eftirlíkingum, skoðaðu vel allar vörur áður en þú kaupir og reyndu að versla í stærstu verslununum. Svo er nauðsynlegt að fara í einn dag á Sentosa Island, en þar er ótal margt að sjá. Þú getur t.d. kíkt í dýragarðinn, legið á ströndinni eða heimsótt virkið Fort Siloso sem búið er að breyta í safn. Við mælum einnig með að þú gefir þér tíma í að labba um miðbæinn, Kínahverfið og 'Litla Indland' bæði að degi og kvöldi til. Þar er nóg af kósý veitingastöðum, götumörkuðum, búðum og görðum sem gaman er að heimsækja.
Samgöngur í Singapore
Auðveldasta og skilvirkasta leiðin til að koma sér á milli staða í Singapore er með því að nota MRT, hið nútímalega neðanjarðarlestarkefi borgarinnar. Reglulegar brottfarir, margar stoppustöðvar út um alla borg og stundvísar lestir gerir þetta besta mögulega samgöngumátann í Singapore. Þú getur ferðast á milli meginlandsins og eyjanna með ferjum og til annara áfangastaða Malasíu ganga bæði lestir og rútur. Svo mælum við eindregið með að þú heimsækir hina fallegu eyju Tioman Island, en þangað ganga bátar frá Singapore.
Matur í Singapore
Í Singapore er að finna allar tegundir af asískum mat sem og mikið úrval alþjóðlegra veitingahúsa. Mest spennandi matarupplifunin er að fara á veitingastaðina þar sem heimamennirnir borða! Asíubúar vilja mikil gæði svo tómur veitingastaður þýðir einfaldlega vondur matur. Ef þú vilt prófa nokkra af þjóðarréttunum mælum við með chili-krabba, laksa (núðlusúpa með kókos, eggi, rækjum og krækling), og rojak (ávextir og grænmeti blandað við rækjur og hnetur).
Að gista í Singapore
Í Singapore er að finna mikið úrval gistimöguleika sem spanna allann verðskalann. The Raffles er eitt þekktasta og flottasta hótel borgarinnar þar sem drykkurinn Singapore Sling var fundinn upp. Ef þú hefur ekki efni á að leigja herbergi skaltu láta heimsókn á barinn nægja. En í Singapore er einnig nóg af ódýrum hótelum og hostelum.+
Ferðaráð
Forðastu allar tegundir fíkniefna! Ekki snerta, nota eða bera á þér neitt sem tengist fíkniefnum, það gæti leitt til dauðarefsingar!
Farðu eftir ströngum löggjöfum borgarinnar að öllu leyti (t.d. hvað varðar áfengi, reykingar og rusl) því sektirnar eru háar og þeir hika ekki við að nota þær!