{{ section.name }} Þjónustuver

Við fundum eftirfarandi {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} og {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} fyrir '{{ searchTerm }}'

0 Results found

{{ section.name }} Þjónustuver
Leitaðu að áfangastöðum eða að því sem þú vilt gera...

Við fundum eftirfarandi {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} og {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} fyrir '{{ searchTerm }}'

0 Results found

Finnur þú ekki það sem þú ert að leita að?

Við höfum ferðast um allan heimin og erum því sérfræðingar þegar kemur að ferðalögum. Hafðu samband við okkur og við aðstoðum þig við að skipuleggja draumaferðina þína.
Náttúran sem þú getur skoðað í ferð til Kanada
Borg sem þú getur skoðað í ferð til Kanada

Ferðir til Kanada

Margir ferðamenn koma til Kanada í þeim tilgangi einum að skoða þjóðgarðana í héruðunum British Columbia og Alberta. Þar eru fallegir þjóðgarðar eins og Banff, Jasper, Kootenau og Glacier, sem eru staðsettir í hjarta Rocky Mountains. Snjólögð fjöll með góðum skíðasvæðum, stórkostlegt útsýni, góðir gönguslóðar og mikil veiðivötn eru dæmi um það sem bíður þín. Og fyrst þú ert á svæðinu þá er tilvalið að fara í ferð til Vancouver eyju sem er þekkt fyrir fallegar og friðsælar sjávarstrendur og hina sjarmerandi höfuðborg Victoria.

Fá fría ráðgjöf

Almennt 

Flestir íbúar Kanada búa í námunda við landamæri Bandaríkjanna þrátt fyrir háa ferkílómetratölu á hvern íbúa. Í norðri eru fáir vegir og veturnir harðir frá október til maí. Enginn hefur fyrir því að fara þangað nema sá hinn sami hafi sérstakan áhuga á freðmýri og heimskautsaðstæðum. Hins vegar, ef þú hefur óbilandi áhuga á vetraríþróttum og elskar að skíða, skauta, fara á íshokkí eða snjóbretti þá er Kanada frábær staður til að heimsækja yfir vetrartímann. Banff og Whistler í vesturhluta Kanada eru á meðal bestu skíðasvæða í heimi og og þangað sækja þúsundir ferðamanna á hverju ári. Ef þú hefur áhuga á að skoða íslendingaslóðir þá er Gimli í Manitoba rétti staðurinn. 

Hinar flötu gresjur Kanada

Ef ferðast er lengra til austurs, til miðhluta Kanada, er auðnin gríðarleg. Borgirnar Saskatchewan og Manitoba eru mjög einsleitar að það er alveg sláandi, þar er allt svo einstaklega flatt, tómt og hljótt. Dreptu á bílnum, stígðu út og njóttu þagnarinnar. Hér er einnig að finna afar vingjarnlegt fólk og hér ertu kominn í ekta "outback" stemmningu.

Austurhluti Kanada

Ennþá lengra til austurs finnurðu héröðin Ontario, Quebec, New Brunswick og Nova Scotia. Hér byrjar landslagið að breytast og opnast fyrir þér. Stóru stöðuvötnin í Ontario og Quebeck, Niagara fossar við landamæri Kanada og Bandaríkjanna, hinar tilkomumiklu sjávarstrendur í Quebec, New Brunswick og Nova Scotia og margt fleira. Prince Edward eyja býður uppá stemningu og landslag í sérklassa og margar sögulegar minjar. Það eru margir magnaðir staðir í þessum landshluta eins og Louisburg National Historic Park og Cape Breton Highlands National Park í norðurhluta Nova Scotia.

Borgarlíf í Kanada

Þegar talað er um frábærar borgir í Norður-Ameríku þá eru borgirnar New York, San Francisco og Chicago yfirleitt nefndar. En hinar stórkostlegu stórborgir Kanada gefa þessum ekkert eftir. Vancouver, Toronto og ekki síst Montreal í frönskumælandi hluta landsins eru mjög skemmtilegar. Þær eru allar mjög líflegar, heillandi og þær bjóða uppá allt sem stórborgarhugur þinn gæti girnst. Frönsku áhrifin í Montreal og landsbyggðaborgin Ottawa eru afar sérstakar og bera með sér öðruvísi stemmningu sem ekki er hægt að finna í öðrum borgum Norður-Ameríku.

Kanada er ekki Bandaríkin!

Hafðu í huga að þú ert ekki í Bandaríkjunum. Ekki gera þau mistök að bera Kanadamann við Ameríkana. Kanadamenn búa að sínum eigin síðum og venjum og eru afskaplega stolt þjóð. Kanadamenn eru mjög vingjarnlegir og hafa gaman af því að spjalla við ferðamenn, svo þú skalt ekki hika við að blanda geði við þá, hvort sem það er á flottum bar eða á næstu bæjarkrá.

Bloggið

Sjá fleiri blogg
alt

Hannaðu þína eigin ferð

Vilt þú ferðast um heiminn á þinn eigin hátt? Svona gerir þú það:

  1. Þú setur upp draumaferðina þína.
  2. Við finnum bestu og hagstæðustu valmöguleikana.
  3. Þú færð persónulegt mat ferðasérfræðings.

Við sjáum til þess að ferðaplanið þitt sé ekki út í hött og að þú fáir sem mest út úr peningnum þínum er við deilum okkar ferðareynslu. Þetta er þér allt að kostnaðarlausu og því fylgir engin skuldbinding!

Byrjaðu að hanna þína ferð

Kilroy.OutdatedBrowserBox.Text Kilroy.OutdatedBrowserBox.LinkText

Úbbs - Síðan sem þú reyndir að opna er ekki til. Við vonum að þú finnir það sem þú ert að leita að hér.