Slepptu stússinu
Við búum yfir langri reynslu þegar kemur að því að skipuleggja hópferðir og fræðsluferðir. Við vitum hvað það skiptir miklu máli að hópurinn ykkar fái aðgang að réttri fræðslu, að allir séu spenntir fyrir áfangastaðnum og afþreyingunni og við erum til staðar ef eitthvað skyldi koma upp á.
Við aðstoðum með:
- Að finna besta verðið fyrir þig
- Ráð frá ferðaráðgjöfunum okkar
- Að spara þér tíma, við sjáum um allt vesenið
- Prógram og/eða fræðsla sem hentar hópnum
- Öryggi í bókunarferli og ferðinni sjálfri
Heimsins besta kennslustofa
Hvort sem þú ert að leitast eftir fræðsluferð eða öðruvísi hópferð þá getum við aðstoðað ykkur við að skipuleggja hina fullkomnu hópferð. Kíktu á ferðatillögurnar okkar en mundu að við getum sérsniðið hópferðina eftir þörfum hópsins þíns.
Langar þig í fræðsluferð en ert ekki alveg viss um hvar skal byrja?
Það kostar ekkert að spjalla við ferðaráðgjafana okkar og að fá ferðatillögu. Við sérsníðum alla ferðina eftir ykkar þörfum! Sendu okkur hugmyndirnar þínar eða spurningar og við munum setja saman þína fullkomnu ferð fyrir þig.
Hafðu samband
Af hverju að velja Kilroy?
Sparaðu tíma og vesen
Eina sem þú þarft að gera er að segja okkur frá ferðinni þinni. Við græjum flugið, hótelið, fræðsluna, afþreyinguna og annað sem hópurinn vill gera á meðan ferðinni stendur!
Öryggi og stuðningur alla leið
Þú ert í öruggum höndum hjá okkur. Ferðaráðgjafinn þinn getur svarað öllum spurningum sem vakna upp í ferlinu og er þér einnig innan taks á meðan hópurinn er erlendis.
Kunnátta og þekking ferðaráðgjafa
Við höfum verið þar sem þig langar að fara. Ferðaráðgjafarnir okkar vita allt um áfangastaðina okkar og eru einnig í góðu samstarfi við ýmis menntastofnanir og aðila til þess að veita ykkur bestu fræðsluna sem hentar hópnum ykkar.
Styrkir
Fjölmargir möguleikar eru í boði þegar kemur að styrkjum fyrir nemenda- og fræðsluferðir. Eftirfarandi sjóðir bjóða til dæmis upp á styrki sem við hvetjum þig til að kynna þér betur á heimasíðum félaganna.
- Erasmus+
- Vonarsjóður
- Kennarasamband Íslands
- Sprotasjóður
- SEF
- Rannsóknasjóður KÍ
- Námsleyfasjóður
- Menntarannsóknasjóður
- Endurmenntunarsjóður grunnskóla
- Áttin
Fjölmörg stéttarfélög bjóða einnig oft upp á styrki svo við hvetjum þig til þess að kanna reglurnar hjá þínu stéttarfélagi til að sjá hvort að þú getur fengið hluta af ferðinni þinni niðurgreidda.