Við hjá Kilroy viljum að þú njótir ferðarinnar. Við biðjum þig um að lesa vel yfir skilmála og almennar upplýsingar. Þessar upplýsingar gilda um allar ferðir sem keyptar eru á skrifstofu Kilroy á Íslandi, í gegnum síma eða tölvupóst. Sérstakar reglur og skilyrði gilda um pantanir í gegnum heimasíðu okkar.
Bókun, Ferðaskjöl og Miðar
Ferð er bindandi þegar þú hefur samþykkt tilboð okkar hvort sem það er gert yfir síma ,tölvupóst eða með því að panta beint á skrifstofu okkar. Þér er skylt að tryggja að fullt nafn eins og það birtist í vegabréfi sé rétt og að allir tímar/dagsetningar sem og ferðaskjöl séu í samræmi við óskir þínar. Ef upplýsingar eru ekki réttar þarft þú strax að hafa samband við KILROY. Rangar upplýsingar munu verða til þess að þér sé neitað um aðgang að landi, í flugvél, á hóteli eða hjá samstarfsaðilum KILROY. Við staðfestingu á pöntun samþykkir þú að upplýsingarnar séu réttar. Athugaðu að þú ert sjálf/ur ábyrg/ur fyrir því að allar upplýsingar séu réttar og því tapi sem kann að verða ef svo er ekki.
Afpöntun og endurgreiðsla
Til þess að staðfesta ferð þarf að greiða innborgun á ferð sem er ekki endurgreidd ef ferð er afbókuð. KILROY áskilur sér rétt til að afbóka ferð vegna vanskila á eftirstöðvum greiðslu. Hægt er að afbóka ferð áður en ferðist hefst gegn greiðslu sanngjarnar þóknunar sem tekur mið af því hversu löngu fyrir upphaf ferðarinnar afpantað er. Kostnaður fylgir alltaf því að afbóka og/eða breyta flugi og ferðum. Þóknun kann þó að vera að fullu endurgreiðanleg ef afpöntun er vegna óvenjulegra eða óviðráðanlegra aðstæðna. Vinsamlegast hafðu samband við ferðaráðgjafa fyrir nánari upplýsingar.
Athugið að ekki er hægt að breyta öllum flugmiðum.
E-miði / Rafrænir miðar
Þegar flug er bókað á vefnum eða á söluskrifstofu Kilroy er farseðillinn ekki lengur prentaður út á pappír. Þess í stað er hann geymdur í bókunarkerfi sem rafrænn farseðill eða E-miði. Þú færð senda kvittun með ferðaáætlun í tölvupósti sem er staðfesting á pöntun þinni. Þú prentar síðan kvittunina út og hefur hana með þér á flugvöllinn ásamt vegabréfi þínu. Þegar þú ferðast með rafrænum miðum er vegabréf notað sem ferðaskjal, því er mikilvægt að nafn á ferðaskjali sé það sama og í vegabréfi.
Athugið: Alltaf þarf að sýna útprentaða staðfestingu á ferðaskjali þegar ferðast er til Bandaríkjanna.
Við hjá KILROY mælum ALLTAF með að hafa gilt vegabréf meðferðis í millilandaferðum.
Önnur ákvæði varðandi Tripmates og/eða re:discover ferðir
Til viðbótar við almenna skilmála, finnið þið önnur mikilvæg ákvæði varðandi Tripmates og/eða re:discover hér:
Tripmates og re:discover ákvæði
Breytingar á farmiðum
Á heimasíðu okkar finnur þú upplýsingar um hvað á að gera ef þú vilt breyta miða áður eða á meðan á ferð stendur. KILROY á Íslandi breytir ekki miða eftir brottför, en vísar á vefsíðu KILROY og flugfélög. Vinsamlegast athugið að ef þú mætir ekki í eitt flug af þeim sem hefur verið bókað í sama flugmiða og önnur flug, verða flugin þar á eftir afbókuð sjálfkrafa af flugfélaginu sem á flugmiðann. Kostnaður getur því fylgt í kjölfarið ef á að endurbóka þau flug sem glatast sökum þessa.
Greiðsluskilmálar
Vert er að taka fram að framboð og eftirspurn á ferð gæti breyst þótt staðfesting á greiðslu hefur borist. Ferð er því ekki staðfest þar til ferðaráðgjafi KILROY hefur staðfest ferðina við farþega.
Bólusetningar
Ráðfærðu þig við lækni eða næstu heilsugæslustöð um hvaða bóluefni krafist er fyrir landið (lönd) sem þú munt ferðast um. Sum bóluefni þarf að taka með góðum fyrirvara áður en lagt er af stað í ferðalag ykkar.
Bólusetning. Allar upplýsingar sem þarf vegna bólusetningar færð þú hjá http://ferdavernd.is eða http://www.heilsugaeslan.is/ Lesið einnig yfir almennar ráðleggingar til ferðamanna: http://www.landlaeknir.is
Vegabréf / VISA
Það er á ábyrgð farþegans að afla sér upplýsinga um og tryggja sér þau ferðaskilríki og áritanir sem hann/hún þarf að hafa meðferðis fyrir það land sem ferðast er til. Gakktu úr skugga um að þú eigir gilt vegabréf, áritun og dvalarleyfi hvar sem þú ferðast. Áður en haldið er utan þarftu að kanna hvort þú þurfir vegabréfsáritun eða önnur skjöl til þess að heimsækja eða ferðast í gegnum hvert land. Athugaðu einnig að ef þú millilendir í Bandaríkjunum þarftu að hafa rétt skjöl.
Einnig þarf að athuga hvort vegabréf sé gilt nógu lengi - ákveðin lönd krefjast þess að vegabréf sé gilt allt að 6 mánuði frá þeim degi sem þú yfirgefur landið. Alltaf ferðast með vegabréf, jafnvel þegar þú ferðast innan Schengen svæðisins, því vegabréf er eina alþjóðlega viðurkennda opinbera skilríkið.
Nokkur lönd eru stöðugt að breyta reglum sínum (sérstaklega Bandaríkin).
Sum lönd, svo sem Kúba og Rússland, krefjast þess að hótelið sé bókað áður en þú getur fengið ferðamannakort/VISA.
Alltaf þarf að skoða gildar reglur um þjóðerni þitt. Á heimasíðu utanríkisráðuneytisins er að finna upplýsingar um reglur fyrir Íslendinga. http://www.utanrikisraduneyti.is/borgarathjonusta/ferdalagid/vegabrefsaritanir/
Ferðalangar sem eru á leiðinni til Bandaríkjanna
ALLIR farþegar sem ferðast til Bandaríkjanna verða að hafa með sér gilt vegabréf, sem hefur jafnframt gildistíma í a.m.k sex mánuði umfram þá dagsetningu þegar dvöl lýkur í Bandaríkjunum.
Til að tryggja öryggi ferðamanna og bandarískra ríkisborgara, þá safna bandarísk yfirvöld saman ákveðnum upplýsingum af ferðamönnum, þ.m.t. skönnuð fingraför og stafræna mynd, við komuna til Bandaríkjanna. Þessum upplýsingum er haldið örugglega til haga og einungis dreift til þeirra stofnana sem þurfa á þeim að halda. Þetta er í samræmi við US-Visit Program sem er hægt að skoða hér; US-Visit program
Til að ferðast til eða millilenda í Bandaríkjunum gilda sérstakar reglur: þú verður að hafa rafrænt vegabréf, jafnvel ef þú ert í millilendingu/viðdvöl.
Börn verða að hafa sín eigin rafræn læsileg vegabréf.
ALLIR farþegar sem ferðast til Bandaríkjanna skv. undanþágum frá vegabréfsáritun (VWP) þurfa að hafa svokallaða ESTA ferðaheimild. ESTA stendur fyrir Electronic System for Travel Authorization og á einvörðungu við VWP farþega. Sækja þarf um amk 72 klst fyrir brottför á http :/ / esta.cbp.dhs.gov og kostar 14USD.
ATHUGIÐ: Frá og með 20. mars 2010 geta farþegar frá VWP löndum átt von á því að þeim verði hafnað ef þeir hafa hvorki ESTA heimild né vegabréfsáritun, skv. tilskipun bandarískra yfirvalda. Brot á þeirri tilskipun varðar sektir og önnur viðurlög.
APIS upplýsingar
Bandarísk lög krefjast þess að þú fyllir út ákveðnar upplýsingar áður en þú ferðast til og frá Bandaríkjunum. Best er að fylla APIS út áður en lagt er að stað út á flugvöll. ATHUGIÐ! Ef þú hefur ekki lokið við ferð vegna ógilds vegabréfs, vantar vegabréfsáritanir, bólusetningarnar eða önnur nauðsynleg skjöl er ferð ekki endurgreidd.
Innritun
Það eru oft langar biðraðir á flugvöllum, bæði í innritun sem og í öryggis og vegabréfaskoðun. KILROY mælir með að vera á flugvellinum að minnsta kosti tveimur klukkustundum fyrir brottför í millilandaflugi. Ef margir eru að ferðast saman ættir þú að reikna viðbótar klukkustund.
Flugvallargjald
Á ákveðnum stöðum í heiminum þarf að borga gjald á flugvellinum. Þetta er til viðbótar við það sem þú hefur þegar greitt fyrir miðann. Almennt nemur það um 100-200 kr. á flug, sem greitt er í íslenskum krónum eða í Bandaríkjadölum.
Farangur
Athugaðu hversu mikinn farangur þú mátt taka með í flugið. Yfirvigt getur verið dýr. Hjá flestum flugfélögum er leyfilegt að hafa 20 kg af innrituðum farangri auk 5 kg handfarangri. Hjá sumum flugfélögum og sumum áfangastöðum gilda aðrar reglur um þyngd. Það eru einnig takmarkanir á stærð farangurs og gilda sérstakar reglur um íþróttir eins og golf, reiðhjól og þess háttar. Endilega athugið hjá viðeigandi flugfélagi um nánari upplýsingar.
ISIC/IYTC- kort og sveigjanlegir miðar
Ef þú ert að fljúga á KILROY breytanlegum miða, þarftu að muna að koma með gilt ISIC eða IYTC kort í flugið, annars er miðinn ekki gildur. Ef þú ert ekki með kortið, eða kortið útrunnið eða án myndar, getur flugfélagið gert þér skylt að greiða fullt verð fyrir flugmiðann eða neitað þér um ferð. Allur frekari kostnaður er í öllum tilvikum á eigin ábyrgð þína.
Heimkoma / áframhaldandi ferðir
Við mælum eindregið með að þú athugir alltaf tímasetningar áður en haldið er heim eða í áframhaldandi flug daginn áður en þú flýgur. Þú getur skoðað ferðaáætlunina á heimasíðu okkar undir support. Þar er ferðaáætlun þín uppfærð af flugfélögum.
Trúnaður
Við höfum þagnarskyldu gagnvart ferðalagi ykkar og því leggjum við til að þú skiljir eftir tilvísunarnúmer og afrit af ferðaáætlun hjá þeim sem þú vilt. Ef þú ert yfir 18 ára gefum við hvorki fjölskyldu né vinum upplýsingar um ferðina. Þetta er gert til þess að tryggja öryggi þitt.
Tryggingar
Við mælum með því að þú hafir ferðatryggingar fyrir bæði styttri og lengri ferðir. Nauðsynlegt er að hafa ferðatryggingar sem ná yfir slys, farangur, veikindi á ferðalagi, ábyrgð og fleira sem getur verið mjög dýrt ef þú ert ekki gilda tryggingu. Athugaðu að ferðatryggingar þínar nái yfir þarfir þínar og að þær gildi fyrir alla ferðina. Við mælum með að þú takir afrit af öllum ferðaskjölum, þar á meðal vegabréfi, bólusetningarkorti og yfirliti
trygginga. Ef slys verður og/eða þú týnir eða lendir í þjófnaði á dýrmætum gögnum er auðveldara að endurnýja þau ef þú ert með afrit. Tapir þú miða ert þú ábyrg/ur fyrir öllum kostnaði í tengslum við útgáfu nýs miða, nema þú sért tryggður gegn þessu.
Rétt er að benda á að G Adventure sem er samstarfsaðili KILROY fer fram á að farþegar séu tryggðir að upphæð 200,000 USD.
Hótel
Athugið að staðlar á hótelum geta verið mismunandi um allan heim og geta annað hvort verið hærri eða lægri en það sem þú ert að vanur/vön frá Íslandi. Gæði hótela eru metin á grundvelli almennrar afstöðu og staðsetningu. Af reynslu vitum við að það getur verið lögð mismunandi áhersla á ýmsa þætti. Það kunna að vera minniháttar endurbætur og viðhald á hótelum. Þessum þáttum getur KILROY litla stjórn haft á en reynir eftir fremsta megni að upplýsa ferðamenn.
Bílaleigubílar
KILROY starfar eingöngu með viðurkenndum bílaleigum. Athugið að skráður ökumaður verður að hafa meðferðis kreditkort skráð á sitt nafn og gilt ökuskírteini. Ekki er hægt að staðfesta ákveðna bílategund heldur er staðfestur flokkur, og tegundir bíla sem eru til innan hvers flokks geta breyst með litlum fyrirvara. Vinsamlegast athugaðu að ef þú munt skila bílnum einhvers staðar annars staðar en þar sem þú sóttir bílinn bætist viðbótargjald. Verðið er mismunandi og fer eftir því hversu margir km eru keyrðir.
Skoðanarferðir
Í nokkrum skoðanarferðum þarf að greiða svokallaða "Local greiðslu" á staðnum. Þessa greiðslu þarf að inna af hendi með peningum. " Local gjöld" eru gjöld til sveitarfélaga, samgöngur, gas, inngangs gjöld o.fl.
Tripmates
Við bókun á Tripmates og/eða re:discover ferðum þarf að greiða 15.000kr staðfestingargjald. Eigi síðar en 10 vikum fyrir skipulagða brottför er hægt að endurbóka ferð á nýja dagsetningu eða skipta fyrir aðra Tripmates eða re:discover ferð, af því gefnu að laust sé á nýjum dagsetningum. Í slíkum tilfellum er staðfestingargjaldið notað upp í bókun á nýrri ferð. Staðfestingargjaldið er ekki hægt að áframselja og fæst ekki endurgreitt.
Rangar upplýsingar
Sé eitthvað ekki rétt í ferðaskjölum þínum, vinsamlegast hafðu samband við okkur strax svo við getum leiðrétt bókunina. Ef eitthvað uppfyllir ekki væntingar, meðan á ferð stendur, er mikilvægt að þú hafir samband við þjónustuaðila svo sem hótel, bílaleigubíla, fyrirtæki eða flugfélag eða KILROY beint svo að við getum reynt að bæta úr strax. Til þess að geta tekið á kvörtun þarf að koma kvörtun á framfæri meðan á ferð stendur.
Heimkoma
Við viljum gjarnan heyra frá þér um reynslu þína á ferðinni, bæði lof og gagnrýni er nauðsynleg í viðleitni okkar til að bjóða upp á bestu ferðirnar. Athugasemdir við ferð þurfa að berast skriflega í síðasta lagi innan mánaðar frá því að ferð lauk í samræmi við almenna ferðaskilmála Samtaka Ferðaþjónustu. Við mælum með að geyma gögn og upplýsingar frá hótelinu, ljósmyndir, kvittanir osfrv.
Nokkur lagaleg atriði:
Kilroy er ábyrgt fyrir framkvæmd allrar þjónustu sem ferðabókunin tekur til. Hafðu samband við Kilroy ef þig vantar upplýsingar um heilbrigðisþjónustu eða önnur opinber yfirvöld, um fjarskipti eða við að finna aðra ferðatilhögun, og Kilroy eða aðrir sem koma að ferðamanni aðstoða þig eins fljótt og auðið er. Kilroy getur krafist greiðslu sem svarar til þess kostnaðar sem Kilroy verður fyrir við að veita aðstoðina ef ferðamaður hefur af ásetningi eða vanrækslu sjálfur valdið þeim aðstæðum sem kalla á aðstoð Kilroy.
Ferðamaður getur framselt samning um pakkaferð áður en ferð hefst til annars ferðamanns sem uppfyllir öll skilyrði viðkomandi samnings, hafi hann tilkynnt KILROY það með hæfilegum fyrirvara á. Tilkynning sem er send eigi síðar en sjö dögum áður en ferð hefst telst alltaf vera með hæfilegum fyrirvara. Framseljandi og framsalshafi bera sameiginlega óskipta ábyrgð á greiðslu eftirstöðva pakkaferðar og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af framsali. KILROY tilkynnir framseljanda um raunverulegan kostnað vegna framsalsins, sem skal vera hæfilegur og sanngjarn, og leggja fram gögn því til staðfestingar. KILROY er aðeins heimilt að krefjast greiðslu sem svarar til raunverulegs kostnaðar sem KILROY verður fyrir vegna framsalsins.
Á Íslandi hefur Ferðatryggingasjóður það hlutverk að fara með framkvæmd reglna um vernd gegn ógjaldfærni