Spánn hefur verið uppáhalds áfangastaður Íslendinga í langan tíma. Helsta ástæðan er hagstætt veðurfar landsins, mildir vetur og heit sumur. Landfræðilega býður Spánn uppá stórfengleg fjöll í norðri og frábærar strendur í suðri. Ef þú heillast af menningu eða elskar iðandi stórborgir þá skaltu heimsækja Madrid eða Barcelóna. Íbúafjöldi á Spáni er um 45 milljónir. Madríd er höfuðborgin og íbúðafjöldi er um 3 milljónir. Í Barcelóna eru um 1,5 milljón íbúa. Spánn hefur upp á ótalmargt að bjóða, hvað langar þig að upplifa?
Hvað er hægt að gera á Spáni?
Það eru endalausir möguleikar hvað Spán varðar. Ef þú hefur aðeins nokkra daga til að eyða á Spáni þá mælum við með að þú farir í stórborgarferð. Ef þú hefur meiri tíma af hverju leigirðu ekki bara bíl og keyrir til Rioja vínhéraðana eða ferð í fjallgöngu í þjóðgarðinum Doñana í Andalúsíu? Þú getur einnig farið í eyjahopp, á milli Balearic eyjanna (Mallorka, Menorca, Ibiza, Formentera og Cabrera). Við mælum mest með Formentera og Ibiza. Ibiza er brjáluð partý strönd með næturklúbba á heimsmælikvarða á meðan Formentera er minni og rólegri. Strendurnar á Formentera eru stórkostlega hvítar og á meðal bestu stranda Miðjarðarhafsins. Eyjan er mjög friðsæl og gefur þér stórkostlega og ósvikna upplifun af Spáni. Eyjan er flöt og lítil og þess vegna auðveld yfirferðar hvort sem þú ferð á á hjóli eða mótorhjóli.
Matarmenning Spánverja
Ef þú vilt borða virkilega gómsætan mat þá ertu kominn á rétta staðinn! Ferskt hráefni og bragðmiklir réttir veita einnig þeim vandlátustu matarupplifun sem þeir seint gleyma. Nálægð Miðjarðarhafsins og Atlantshafsins gerir það að verkum að Spánverjar geta boðið uppá allskonar gómsæta sjávarrétti. Þjóðarréttir Spánverja eru í heild kallaðir "Tapas". Tapas réttirnir hafa á undanförnum árum orðið vinsælir í öðrum hlutum heims. Tapas er framreitt í litlum skömmtum og gjarnan eru borðaðir sex eða sjö mismunandi réttir í einni máltíð. Venjan er að deila réttunum og samtölin við matarborðið snúast oft um matinn sem þú ert að borða hverju sinni. Það eru til margar sögur um hvernig tapas varð að þessum vinsæla rétti. Sumar eru allt frá 13 öld þegar Spánarkonungur veiktist og var ráðlagt af lækni að borða aðeins litla skammta og vín á milli máltíða. Spænsk matargerð er mjög bragðgóð og ekki svo kryddmikil. Spánverjar elska mat og eyða mörgum tímum í að njóta matarins saman. Almennt byrjar kvöldverður seint og er matur talinn abragðsgóð leið til að blanda geði.
Að ferðast um Spán
Samgöngur innanlands svo sem rútur og lestar er vinsæll ferðamáti. Þú getur komist hvert sem er á meginlandinu og ef þú vilt heimsækja eyjarnar þá geturðu tekið ferju eða flogið. Við ráðleggjum þér að leigja bíl og keyra um landið. Það mun koma þér á óvart hversu auðvelt það er og hversu mikið þú munt sjá og upplifa. Svo eftir hverju ertu að bíða? Ferðasérfræðingar KILROY hjálpa þér að finna ferðir og flug til Spánar!