Ef þú sérð fyrir þér hvítar sandstrendur, pálmatré, kristaltæran sjó, fallega fossa og litríka kokteila þá hefur þú rétt fyrir þér. Í þessari hitabeltisparadís finnur þú fullkomnar aðstæður fyrir friðsælt frí á ströndinni ásamt fjölda af spennandi upplifunum eins og að kafa eða sörfa. Þar sem Fiji samanstendur á yfir 300 eyjum er eyja-hopp frábær leið til að kanna landið, fjárfestu í hop on / hop off miða. Fiji á eftir bjóða þig velkominn/velkomna á allt annan hátt en þú hefur áður upplifað!
Hvað á ég að gera á Fiji?
Landslagið á Fiji er magnað. Þar finnur þú fullt af fallegum fossum, hefur þig alltaf dreymt um að endurgera sjampó auglýsingarnar þar sem þú sveiflar hárinu í fullkomnum fossi umkringdur grænum gróðri og litríkum blómum? Þú færð nokkur tækifæri til þess á Fiji. Ekki gleyma að heimsækja fossinn Tavoro en þessi 24 metra hái foss er staðsettur í Bouma National Heritage Park - einnig kallað „Fiji’s Garden of Eden‟.
Söngur og dans er mikilvægur hluti af menningu Fijibúa. Ef þú verður svo heppinn að sjá Make athöfn verður þú ekki fyrir vonbrigðum. Þar segja söngvararnir og dansararnir alltaf ákveðna sögu og þó þú náir kannski ekki að fylgja alveg söguþræðinum þá er athöfnin sjálf svo lífleg og skrautleg að þér á ekki eftir að leiðast. Þetta er kannski algjör klisja en þú verður að prófa það einu sinni.
Komdu þér vel fyrir undir pálmatrénu með kókoshnetuna og fylgstu með sólsetrinu. Minningarnar eiga alltaf eftir að hita þér á köldustu vetrarmánuðunum.
Að kafa og/eða snorkla
Þú verður að prófa að snorkla og/eða kafa þegar þú heimsækir Fiji. Sjórinn er tær, skyggnið er frábært og lífið undir yfirborði sjávar er vægast sagt magnað. Forvitnir fiskar og litríkir kóralar mynda ótrúlega litarfegurð sem þú átt ekki eftir að trúa að sé til fyrr en þú sérð hana með eigin augum. Hjá KILROY finnurðu bæði köfunarnámskeið fyrir byrjendur og reynda kafara, auk ýmissa spennandi köfunarferða (fundive). Hvað sem þú velur, þá áttu eftir að upplifa ógleymanlegt neðansjávar ævintýri! Svo er alltaf fullkomið að enda daginn á nuddi á ströndinni!
Kava drykkurinn - þorir þú?
Þú átt örugglega eftir að rekast á drykkinn Kava á ferð þinni um Fiji. Hann er mikilvægur partur af félagslífi Fijibúa! Drykkurinn er búinn til úr Kava rótinni og vatni - rótin er mulin niður mjög fínt og síðan leyst upp í vatni. Hann lýtur svolítið út eins og drullupollur og tungan verður svolítið dofin. Við skorum á þig að smakka! Sestu niður, njóttu athafnarinnar og spjallaðu við heimamenn.
Hvenær er best að ferðast til Fiji?
Almennt þá er besti tíminn til að heimsækja Fiji er frá apríl til október. Hins vegar skiptir einnig nokkru máli hvað þig langar að upplifa. Ef þig langar að kafa, sörfa eða fara í gönguferð þá er best að heimsækja Fiji yfir vetramánuðina (júní til september) en þá eru öldurnar stærri, skyggnið betra og loftslagið þurrara og kaldara.
Hins vegar ef þig langar að snorkla þá eru sumarmánuðirnir (desember til mars) bestir en þá er sjórinn heitur og öldurnar litlar.