Margir eiga auðvelt með að sjá þetta fyrir sér; stelpur með blómsveiga um hálsinn, pálmastrendur, hátíðlegar máltíðir og kókoshnetur í tonnatali. Hér er að finna magnað sörf, frábæra staði til þess að kafa og skemmtilegar gönguleiðir. Eyjarnar eru ekki ódýrar en með góðu skipulagi og undirbúning geturðu sloppið frekar vel. Þessi eyjaklasi er engum líkur, ekki láta hann fram hjá þér fara. KILROY getur aðstoðað þig með skipulagið og allar bókanir!
Tahíti– surf, drykkir, blóm og hraunstrendur
Tahítí hefur verið nefnd sem „fyrsti sörf-staðurinn“ og þar eru frábærar öldur. Þetta er sörf himnaríki, bæði fyrir byrjendur og atvinnumenn. Í Hava'e Pass, á Tahiti Iti, þeirri minni af tveimur eyjum Tahítí, er Teahupoo, einn hættulegasti og besti sörf staður í heimi. Það er góður staður til að kíkja á atvinnumennina því að þessar risaöldur eru aðeins gerðar fyrir þá. Þú munt ekki finna hvítar strendur hér heldur svartar hraunstrendur.
Höfuðborg Frönsku Pólýnesíu er Papeete og er hún á Tahítí. Borgin er dýr og óaðlaðandi nema að þú hafir efni á henni.
Huahine – paradís bakpokaferðalangsins
Ef þú sækist í afslappandi strandarlíf, eins og margir bakpokaferðalangar leita að á ferð sinni til Frönsku Pólýnesíu, áttu eftir að elska Huahine. Það er ekki mikið við að vera hér, en það eru frábærar aðstæður fyrir sörf, dásamlegar strendur og falleg lón sem laða að sér bakpokaferðalanga og sörfara. Huahine er afslappandi og ódýr paradís.
Bora Bora – heillandi lúxuslíf
Bora Bora er góður staður til að ljúka fríinu með stíl. Eyjan tælir þig til þess að lifa pínulítið hærra en þú gerir allra jafna. Bora Bora er í sjálfri sér lítill hringlaga eyjaklasi, umkringdur kóralrifum og nokkrum óbyggðum smáeyjum. Vatnið umhverfis rifið er kristalstært og frá yfirborðinu getur þú vel séð skötur og barrakúða synda nokkrum metrum fyrir neðan yfirborðið. Ef þú vilt reyna á þig ættir þú að klífa Pahia fjall sem stendur á miðri eyjunni. Þetta er falleg en erfið ganga en þú fyllist stolti þegar þú færð að njóta útsýnisins af toppnum.
Maupiti – hin óþekkta paradís
Maupiti er eins og lítil útgáfa af Bora Bora, eyjan er eins og hún var fyrir 40 árum. Þar eru engin stór hótel og fáir veitingastaðir. Maupiti er paradís án alls gljáa og þar færðu svalað draumórum þínum um strendur á eyðieyjum. Hér getur þú lifað á kókoshnetum á fullkominni sandströnd. Þú getur borðað framandi fisk sem þú veiddir með skutli í túrkísbláu lóni. Maupiti er ennþá óþekkt paradís, aðallega vegna þess hvað hún er afskekkt. Þetta er frábært tækifæri til að njóta til fulls þessarar dásamlegu hitabeltisparadísar.
Raiatea – kafað að skipsflaki
Raiatea er villt og ótamin eyja í Society eyjaklasanum sem gleymist oft hjá ferðamönnum. Þar eru ekki neinar almennilegar strendur en frekar hrá náttúra. Þú getur kafað niður á skipsflak en þegar þú kemur inn í það finnur þú loftbólu á 25 metra dýpi þar sem þú getur tekið af þér grímuna og fundið lyktina!
Gott að vita
Ef þú vilt að ferðin verði ekki kostnaðarsöm þá þarf að skipuleggja vel fyrirfram. Ferðaráðgjafar KILROY eru sérfræðingar í þessum málum og geta séð um allar bókanir; flugið, gistingarnar og fleira. Því miður er Franska Pólýnesía dýr áfangastaður, fyrir utan Huahine. Það eru þó sem betur fer, leiðir til að upplifa þessa paradís án þess að fara á hausinn: undirbúðu eigin mat, farðu með rútu eða jafnvel á puttanum um eyjarnar og spjallaðu við vingjarnlega íbúa þeirra á vegum úti. Ef þú átt búnað til að snorkla ættir þú að taka hann með, það er dýrt að leigja búnaðinn.