Hondúras er ekki stórt land er þar er samt um ótalmargar afþreyingar sem hægt er að velja úr. Landið er enn frekar ósnert og því tilvalið að fara þangað sem fyrst. Við mælum sérstaklega með köfun á Roatan og Utila, þar sem þú kemst í snertingu við magnað sjávarríki og svo má ekki missa af Copan sem hefur að geyma stórbrotnar Mayar rústir. KILROY hjálpa þér að finna ferðir og flug til Hondúras á frábæru verði!
Hvað er hægt að gera á Hondúras?
Á ferðalaginu um Hondúras mælum við með heimsókn til hins óspillta og falda staðar, Rio Cangrejal. Þú tekur fyrst rútu til La Ceiba og stekkur svo um borð í innanbæjar rútu sem tekur þig til hins dásamlega umhverfis Rio Cangrejal. Þegar þú ferð af rútunni hér er mælt með að þú leggir leið þína til Jungle River Lodge.
Jungle River Lodge býður uppá ævintýraferðir um svæði þar sem vatnskraftur fljóts hefur fægjað og mótað steina og berg. Fljótið sjálft er túrkisblátt og fagurt og umkringt suðrænum frumskógi. Þú getur legið á fægjuðum steinunum og sleikt sólina eða stokkið í fljótið. Jungle River Lodge skipuleggur einnig flúðasiglingu en einnig ferðir í gegnum gróðurmikinn frumskóg til nærliggjandi foss þar sem hægt er að baða sig í dásamlegu umhverfi.
Nálægt landamærum Gvatemala er Copan, svæði með frábærum rústum frá hinni spennandi menningu Maya sem ríkti í Mið-Ameríku í fleiri árhundruð. Rústirnar eru heillandi og gefur skemmtilega innsýn í hina dularfullu menningu Maya. Auk þess er umhverfið hér afar heillandi og dýralíf skemmtilegt.
Ef þú vilt komast í stórborg geturðu farið til höfuðborgarinnar Tequcigalpa og næststærstu borgar Gvatemala, San Pedro Sula. Í þessum borgum geturðu fundið skemmtilega útimarkaði og tískuverslanir. Afar heillandi borgir, en mundu að vera ekki á einn á ferli eftir myrkur. Auk þess er sniðugt að kunna smá í spænsku til að bjarga sér.
The Bay Islands - Köfun
Ferðin þín um Hondúras getur svo haldið áfram til Bay Islands. Þú tekur ferju frá La Ceiba til suðrænnu eyjanna Roatan eða Utila. Báðar eyjarnar bjóða uppá ekta karabíska stemmningu og fallegar baðstrendur sem eru einnig tilvaldar til köfunar þar sem stærsta kóralrif heims, The Belize Barrier Reef, er rétt fyrir utan strendur Hondúras.
Á Roatan geturðu farið í sérstaka hákarlaköfun sem er algerlega hverrar krónu virði. Köfunarbúðirnar bóka þetta fyrir þig. Þessi köfun hentar betur þeim sem eru vanir köfun þar sem þú ferð á 17 metra dýp. Og þvílíkt ævintýri; stórir hákarlahópar synda í kringum þig á meðan hjartað í þér bankar. En þú þarft ekkert að hræðast, þú ert algerlega öruggur og þessari upplifun áttu seint eftir að gleyma. Svo er einnig sniðugt, ef þú er mikið fyrir köfun, að bóka pakkaferð til Utila sem felur í sér bæði gistingu og köfun. Köfunarmiðstöðin er staðsett við hafið og er einnig hótel þannig að þú stekkur bara beint í gallann þegar þú vaknar og útí sjó.
Báðar eyjarnar búa hvor að sínum kosti. Utila er friðsælli og minni, á meðan Roatan er aðeins dýrari en á sama tíma býður uppá mikið næturlíf og stærra úrval veitingastaða. Svo ef þú vilt kanna óspillta og lítið heimsótta eyju þá er Guanaja afar spennandi kostur. Samgöngur eru lélegar en algerlega þess virði að eyða tíma í að komast þangað þar sem eyjan er afar heillandi.