Mið-Austurlönd bjóða upp á marga ólíka menningarheima og fjölbreytt trúarbrögð. Ferð til Mið-Austurlanda reynir á öll skynfærin og þér á eftir að líka litirnir, lyktin, hljóðin og allar ólíku bragðtegundirnar. Fjölbreytnin er allsráðand: frá ströndum og lúxushótelum í Dubaí til götumarkaða í Jórdaníu. Í þessum löndum geturðu fundið elstu borgir og byggingar í heimi en einnig mjög nútímalegar og flottar stórborgir. Í ferð þinni til Mið-Austurlanda áttu líklegast eftir að upplifa þetta allt!
Indiana Jones ævintýri eða afslöppun á ströndinni?
Ef þú ert að leita að ævintýri á borð við Indiana Jones myndirnar þá er hin ævaforna borg Petra í Jórdaníu málið. Borgin komst á lista yfir sjö undur veraldar í hinum nútíma heimi og við lofum magnaðri upplifun. Hefurðu áhuga á að prófa kappreiðar á kameldýri? Þetta eyðimerkursport hefur gengið í endurnýjun lífdaga í Sameinuðu Arabísku Furstaveldunum.
Við mælum einnig með Jeppasafarí í gegnum Wadi Rum eyðimerkuna í Jórdaníu en það er upplifun sem seint gleymist.
Ef þú hefur gaman af sól, sandi og slökun er ekki erfitt að finna góðar, óspilltar strendur á meðan þú ferðast um Mið-Austurlönd. Þegar þú ert svo orðinn leiður á stöndinni þá geturðu skellt þér í heimsklassa köfun í Rauðahafinu, en Rauðahafið er einn besti staður í heimi til þess að læra að kafa. Hér finnur þú meira en nóg af litríkum kóralrifum og fiskum.
Engin ættu svo að láta fram hjá sér fara sögulegu staði eins og Jerúsalem í Ísrael og borgina Beirut í Lebanon.
Að ferðast til Mið-Austurlanda
Kilroy býður uppá ódýrar ferðir til Mið-Austurlanda. Við bjóðum upp á sérstaklega hagstæð fargjöld fyrir ungt fólk og námsmenn og mjög sveigjanlega miða. Jafnframt bjóðum við þér upp á að breyta ferðadagsetningum á meðan þú ert að ferðast á keyptum miðum fyrir lítið gjald, að því gefnu að möguleikinn sé til staðar. Þannig gefst þér möguleikinn á að breyta ódýrt bæði flugleiðum og dagsetningum samkvæmt þínum eigin óskum áður en lagt er af stað eða á meðan á ferðalagi stendur!
Að ferðast um og gisting
Það er mjög erfitt að ferðast sem sjálfstæður ferðalangur um nokkur lönd innan Mið-Austurlanda. Ef þú hefur hins vegar áhuga á að skoða þessi lönd þá mælum við sterklega með því að þú skellir þér í skipulagða ferð með KILROY.
KILROY þekkir einnig bestu bakpokagistinguna á Mið-Austurlöndum og einnig bestu hótelin. Þar sem við erum alhliða ferðaþjónusta þá bjóðum við einnig upp á hjálp við að bóka dýr lúxus hótel ef það er eitthvað sem þú hefur áhuga á.
Þó það sé venjulega ekkert mál að finna gistingu þá mælum við samt með því að bóka í það minnst fyrstu nætunar að heiman áður en þú leggur af stað. Með þessu þá kemstu hjá öllu veseninu við að þurfa að finna gistingu eftir langt ferðalag.
Verðlag í Mið-Austurlöndum
Yfir höfuð eru löndin í Mið-Austurlöndum ódýr þegar kemur að gistingu, veitingastöðum og kaffihúsum. Þetta á þó aðeins við ódýrari löndin og skaltu reikna með hærri upphæð í Sameinuðu-fursta dæmunum.