Ef þú ert með frítíma á ferðalaginu þínu þá eru alltaf nokkrar flottar dagsferðir sem þú getur farið í. Þessar dagsferðir geta verið allt frá nokkrum klukkustundum og upp í heilsdagsferðir og eiga þær það allar sameiginlegt að þær eru kraftmiklar! Það getur verið allt frá canyoning, loftbelgjaferðum, paragliding, rafting, zip-lining og paddleboarding.
Svo slepptu því að liggja í hengirúminu á ströndinni í einn dag og skelltu þér í dagsferð með öðrum ferðamönnum þar sem upplifunin verður ógleymanleg. Hér finnur þú ferðir sem henta öllum, líka þér!
Fá fría ferðaráðgjöf
Við hverju má búast í dagsferð?
Í fyrsta lagi máttu alltaf búast við því að ferðin er vel skipulögð. Við vinnum með flottum, enskumælandi samstarfsfélögum, og þeir munu sjá til þess að þú fáir epískt ævintýri, sama hvaða dagsferð þú velur. Þar sem þessar dagsferðir eru kraftmiklar skaltu ekki vera hrædd/ur við að svitna - þú munt elska það!
Ég vil vita meira