Indónesía er þekkt fyrir frábærar öldur og surf. Á Balí geturðu fundið sumar af bestu öldum Indónesíu og það kemur því ekki á óvart að hér koma margir til þess að prófa þessa skemmtilegu jaðaríþrótt. Við mælum með surfskóla því að það er besta leiðin til að fá sem mest út úr dvölinni þinni; lærir að surfa, færð allan búnað og kynnist frábærum ferðalöngum sem eru staddir þarna af nákvæmlega sömu ástæðu og þú.
Það er margt annað að gera en bara að surfa á Balí; þar geturðu slakað á í hengirúmi, rölt um ströndina, verslað, hjólað um sveitavegina, skoðað þjóðgarðana eða farið í jóga. Á Balí er að finna eitthvað fyrir alla!
Fá fría ráðgjöf