Sri Lanka er góður staður til þess að læra að surfa, fyrir byrjendur sem og lengra komna. Við mælum með surfskóla því það er besta leiðin til þess að fá sem mest út úr dvölinni þinni. Þú lærir ekki bara að surfa heldur færðu einnig aðgang að öllum búnaði sem þarf og gistir á stað með öðrum ferðalöngum sem koma víðsvegar að úr heiminum.
Hvað er hægt að gera ef þú ert ekki að surfa á Sri Lanka?
Það er margt sem hægt er að gera og sjá þegar þú ert ekki að surfa. Það er tilvalið að kíkja á markaðina, áhugaverðu Búddahofin eða jafnvel halda af stað í gönguferð um fallega landslagið í kring. Sri Lanka býður upp á eitthvað fyrir alla!
Fá fría ráðgjöf