Er Kosta Ríka draumaáfangastaðurinn þinn? Hér finnur þú 10 ástæður til að elska Kosta Ríka!
Kosta Ríka er frábær, hitebeltisparadís í hjarta Mið-Ameríku. Kosta Ríka er líka einn besti staður fyrir bakpokaferðalanginn þegar kemur að þessum heimshluta. Landið býður upp á samblöndu af strandarlífi, köfun, snorkli, dýralífi og göngu í gegnum frumskóga eða upp eldfjöll.
Ef þú hefur ekki ennþá heimsótt þetta töfrandi land þá tókum við saman 10 ástæður til að elska Kosta Ríka. Pura vida!
Fá fría ferðaráðgjöf
1. Ziplining í gegnum frumskóginn
Það er eitthvað við það að síga niður í aparólu yfir einn af stórkostlegu frumskógum Kosta Ríka sem er álíka spennandi og það er hrollvekjandi. Ef þú ert adrenalínfíkill þá ertu á réttum stað. Kosta Ríka er fullkominn áfangastaður fyrir alla þá sem vilja gera eitthvað spennandi en úr nógu er að velja!
2. Tryllt dýralíf
Kosta Ríka er land ótrúlegs líffræðilegs fjölbreytileika og dýralíf þess er mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Allt frá öpum og letidýrum til túkana og páfagauka, landið er heimili fyrir fjölbreytt dýralíf sem er að finna í bæði regnskógum og á strandsvæðum. Sum af vinsælustu dýrunum sem hægt er að koma auga á í Kosta Ríka eru apar, eins og hylja-, hvíta- og kapúsínapar, sem oft má sjá sveifla sér í gegnum trjátoppana. Letidýr eru líka algeng sjón í Kosta Ríka, þeir sjást oft hanga í regnskóginum.
Landið hefur einnig mikið úrval skriðdýra, froskdýra og skordýra, eins og iguanas, krókódíla og laufskera maura. Fjölbreytileiki dýralífs Kosta Ríka er sannarlega ótrúlegur og þú getur séð mörg mismunandi dýr, allt frá minnstu skordýrum til stærstu kattadýra eins og jagúars og pumas, bara með því að skoða mismunandi þjóðgarða og verndarsvæði.
3. Rigning er ekki alltaf slæm
Kosta Ríka er grænt, gróskumikið og litríkt land sem samanstendur af 28 fallegum þjóðgörðum. Ef þú ferð til Kosta Ríka þegar að regntímabilinu er að ljúka þá muntu líklegast samt fá smá rigningu. Hinsvegar færðu líka að upplifa eitt stórkostlegasta og líflegasta landslag sem þú munt nokkurntíman sjá. Kosta Ríka er mitt á milli tveggja hafa og tveggja heimsálfa sem býður upp á einstak landsvæði og lífríki. Einn fallegasti en jafnframt minnsti þjóðgarður Kosta Ríka er Manuel Antonio á Kyrrahafsstrandlengjunni. Þjóðgarðurinn er heimili ótrúlegs magns af framandi dýrum eins og snákum, öpum, stórum eðlum, letidýrum og fuglum í öllum litum regnbogans.
4. Vingjarnlegt heimafólk
Heimafólk Kosta Ríka er oft kallað Ticos sem er orð sem er dregið frá orðinu hermanticos sem þýðir bróðir. Þetta dregur saman kjarnann í heimafólki Kosta Ríka þar sem þau kunna að meta fjölskyldu, samfélag og samheldni. Oftar en ekki er heimafólkið mjög vingjarnlegt og tekur vel á móti ferðamönnum þar sem ferðamennska er mikilvæg fyrir hagkerfi landsins. Einnig er fólkið einstaklega kurteist og forðast oft að segja beint nei við fólk. Það getur þó verið pínu ruglandi fyrir þig sem ferðamann!
5. Stórkostlegar strendur
Kosta Ríka hefur að geyma tvær strandlengur umkringdar gróskumiklum frumskógum. Þess vegnar er Kosta Ríka þekkt fyrir einar fallegustu strendur Mið-Ameríku. Cahuita þjóðgarðurinn er einn besti þjóðgarður Kosta Ríka vegna fallegra hvítra stranda, gróskumikils frumskógar og ótrúlegs dýralífs. Það er ekki langt að fara þangað frá Puerto Viejo og það kostar ekkert. Það er því algjört must að heimsækja garðinn þegar þú ert við Suður-Karíbahafið. Að fá smá tan hefur aldrei verið jafn spennandi!
Og meðan við munum... vissir þú að hin glæsilegu Selina Hostels í Kosta Ríka eru staðsett nálægt ströndinni.
6. Ótrúlegt næturlíf
Það gæti verið magnaða náttúran sem dregur fólk til Kosta Ríka, en ekki missa af næturlífinu. Frá afslappuðum börum á ströndinni til klúbba með heimsklassa plötusnúðum í San José, Kosta Ríka býður upp á mikið úrval af næturlífi. Þú vilt ekki missa af geggjuðu djammi! Eitthvað öðruvísi er svo hinn goðsagnakenndi elddans á ströndinni í Tamarindo, með tónlistinni, eldinum og ströndinni er það alveg mögnuð sjón!
7. Nokkrir af bestu surfstöðunum í Mið-Ameríku
Kosta Ríka er paradís surfara, með nóg af heimsklassa öldum og heitum sjó. Sumir af bestu stöðunum fyrir surf í Kosta Ríka eru:
- Playa Hermosa: Þessi strönd er staðsett á Mið-Kyrrahafsströndinni og býður upp á góðar öldur fyrir surfara á öllum kunnáttustigum. Staðurinn er einnig þekktur fyrir fallegt umhverfi og líflega strandbæjarstemningu.
- Jaco: Vinsæll strandbær staðsettur á Mið-Kyrrahafsströndinni, Jaco býður upp á margs konar surf fyrir surfara á öllum kunnáttustigum. Löng sandströnd hennar og heiti sjórinn gerir staðinn að uppáhaldi meðal ferðamanna.
- Tamarindo: Tamarindo er staðsett á Nicoya-skaga og er þekkt fyrir góðar öldur og er vinsæll staður fyrir bæði byrjendur og lengra komna. Strandbærinn býður upp á líflegt andrúmsloft með fullt af veitingastöðum, börum og verslunum.
- Pavones: Staðsett á suðurhluta Kyrrahafsstrandarinnar, Pavones er þekktur langar öldur. Það er aðallega staður fyrir vana surfara, þar sem öldurnar geta verið krefjandi og straumar sterkir.
- Santa Teresa: Santa Teresa er staðsett á Nicoya-skaganum og er þekkt fyrir langar og stöðugar öldur, sem gerir það að vinsælum stað fyrir bæði byrjendur og lengra komna. Strandbærinn býður upp á afslappað andrúmsloft og er umkringdur gróskumiklum frumskógi og dýralífi.
Þetta eru aðeins nokkrir af mörgum frábærum surfstöðum sem Kosta Ríka hefur upp á að bjóða.
8. Pura Vida
Ef þú hefur farið til Kosta Ríka eða þig langar að fara þá er einn stuttur frasi sem gott er að leggja á minnið og hann er "Pura Vida". Beinþýddur þýðir hann einfaldlega "einfalt líf" eða "hreint líf" en á Kosta Ríka er þetta ekki bara frasi heldur frasi til að lifa eftir. Ticos nota þennan frasa til þess að heilsast, kveðjast og til þess að segja að allt sé í lagi. Það er ekki af ástæðulausu að Kosta Ríka hefur verið nefnt sem eitt hamingjusamasta land heims og það er mestmegnis vegna þess að heimafólkið er ekki að stressa sig á hlutunum.
9. Arenal Volcano þjóðgarðurinn
La Fortuna er fallegt svæði sem er best þekkt fyrir virka eldfjallið, Arenal. Arenal er eitt virkasta eldfjall heims en það hefur þó legið í dvala síðan árið 2010. Þegar það er virkt spýr eldfjallið ösku og glóandi hrauni nánast daglega. Heillandi og meinlaust svo lengi sem þú heldur þig í hæfilegri fjarlægð. Þér gæti jafnvel þótt spennandi að síga niður fjallið og fara í leiðinni í gegnum fallegan foss.
10. Ævintýri
Ef þú ert ekki ennþá búin/n að ná því þá er Kosta Ríka stútfull af eldfjöllum, regnskógum, fossum, ám og ströndum. Þeir sem elska ævintýraferðir geta því valið á milli fjölda afþreyinga eins og river rafting, snorkli, kayakferðum, zip-lining, surfi og svo mætti lengi telja. Þín mesta áskorun verður að ákveða hvar þú vilt eyða þeim tíma sem þú hefur.