Það er aldrei slæm hugmynd að ferðast til Mið-Ameríku! Hér getur þú fundið 3 frábæra hluti sem hægt er að gera á svæðinu.
Mið-Ameríka hefur allt - frumskóga, eldfjöll, strendur, surf, skemmtilega menningu, frábæran mat, fornar rústir og fáránlegt magn af dýralífi. Þar getur þú varið dögunum þínum á ströndinni eða farið og kannað allt aðra menningu en þú ert vanur/vön. Svo hvernig er best að sameina þetta allt saman? Hér eru okkar tillögur.
Lærðu spænsku á ferð
Travelling Classroom er einstök blanda af ferðalagi og spænskunámi á fjórum mismunand stöðum - Panama City, Boquete og Bocas del Toro í Panama og Turrialba í Kosta Ríka.
Sameinaðu ferðalag í Mið-Ameríku við spænskunám og endalaust af fjöri sem hefst í Panama og endar í Kosta Ríka. Í ferðinni munt þú meðal annars versla, læra að elda Mið-Amerískan mat, dansa, fara í zipline, heimsækja fallegu eyjarnar í San Blas, sigla á catamaran og heimsækja Panama Canal, allt á meðan þú lærir spænsku!
Þú munt ferðast með hópi af öðrum ævintýraþyrstum einstaklingum og spænskukennara sem sér til þess að þið sökkvið ykkur í spænskuna þegar þið ferðast í þessar 4 vikur um þessi tvö fjölbreyttu lönd.
Innifalið í ferðinni er:
- Þrjár og hálf vika af spænskukennslu.
- Spænskukennari.
- Morgunmatur.
- Samgöngur á milli staða.
- Kynning á hverjum nýjum áfangastað.
- Vikuleg spænsk danskennsla.
- Vikulegt matreiðslunámskeið.
- Happy Hour drykkir á föstudögum.
- Panama City ævintýri: Casco Viejo / Panama Canal ferð.
- Panama City ævintýri: San Blas Islands (gist í 2 nætur).
- Boquete ævintýri: Canopy Tour (zip lining).
- Bocas ævintýri: Catamaran sigling.
- Turrialba ævintýri: Rafting á Pacuare ánni og gisting yfir nótt í river camp.
Spænskunám og sjálfboðastarf
Í þessari ferð lærir þú spænsku, ferð í sjálfboðastarf og nýtur ¡Buena Onda! í Monterrico, sem er strandþorp við eina bestu strönd Guatemala!
Þetta er tveggja vikna ferð þar sem tíma þínum verður skipt á milli bækistöðvar verkefnisins sem eru staðsettar rétt við ströndina í hjarta Monterrico og ARCAS skjaldbökuverndunarsvæðisins.
Ferðin er sérstaklega hönnuð fyrir alla sem vilja læra spænsku og gefa tilbaka með því að fara í sjálfboðastarf. Í fyrstu vikunni mun dögum þínum vera skipt á milli þess að læra spænsku og sjálfboðastarfsins á svæðinu en þá er um að ræða bæði náttúruvernd og frístundarvinnu með börnum á svæðinu.
Í seinni vikunni munt þú ferðast meðfram strandlengjunni þar til þú kemur að næsta áfangastað þar sem þú munt taka þátt í því að vernda skjaldbökur Guatemala. Í þessari viku máttu búast við lengri dögum og nóg af sandi.
Innifalið í ferðinni er:
- Gisting.
- Samgöngur á milli staða.
- Morgunmatur, hádegismatur og brunch um helgar. Allar máltíðir hjá ARCAS eru innifaldar.
Verndun hafsins í Mexico
Í þessu sjálfboðastarfi ferðast þú til túrkisbláa Karíbahafsins og tekur þátt í því að vernda hafið við Mesoamerican kóralrifið sem er annað stærsta kóralrif heims. Á sama tíma munt þú vinna þér inn PADI köfunarskírteinið þitt.
Í þessu sjálfboðastarfi getur þú valið hvort þú vilt dvelja í fjórar til tólf vikur. Ef þú vilt vinna þér inn PADI köfunarskírteini þarftu samt að dvelja í að minnska kosti átta vikur.
Á meðan dvöl þinni stendur munt þú taka þátt í að gera kannanir neðansjávar, fara í þjálfun, vinna á rannsóknarstofunni, hreinsa rusl úr sjónum, læra um umhverfið og sinna almennri vinnu á bækistöðvunum.
Innifalið í ferðinni:
- Far frá flugvellinum í Cancun og til Puerto Morelos.
- Gisting (oftast sameiginleg með öðrum í verkefninu).
- Máltíðir hjá verkefninu.
- Allur nauðsynlegur búnaður.
- Þjálfun af reyndu starfsfólki.
- Fræðsla um samfélagsvinnu.
- Fræðsla um kóralrif.
- Skyndihjálparkennsla.
- Kynning á svæðinu.
- PADI Open Water skírteini (fyrir þá sem skrá sig í átta til tólf vikur) og Advanced Open Water skírteini.