Langar þig í sjálfboðastarf erlendis?
Sjálfboðastörf snúast um það að vinna saman og hjálpa til í samfélaginu. Með því að fara í sjálfboðastarf erlendis...
- ... færð þú annað sjónarhorn á landið
- ... getur þú hjálpað til þar sem þess þarf
- ... tekið þátt í einhverju sem þú elskar, hvort sem það tengist því að hjálpa börnum, dýrum eða umhverfinu.
Langar þig í sjálfboðastarf? Kíktu þá til okkar í fría ferðaráðgjöf.
Fá fría ráðgjöf
Sjálfboðastarf með börnum hjá Sunshine Educare
Sunshine Educare rekur leikskóla og námsmiðstöð fyrir þá sem minna mega sín í samfélaginu. Þetta verkefni er staðsett í Wolweivier nálægt Höfðaborg í Suður-Afríku. Sem sjálfboðaliði hér sérðu um að styðja og kenna börnum sem eru á aldrinum 1-6 ára.
Staður: Suður-Afríka
Lengd: Minnst 18 dagar
Lágmarksaldur: 18 ára
Verð: frá 84.252 ISK
Kenndu hjá Greenway School í Kambódíu
Sem sjálfboðaliði hjá Greenway skólanum í Pul þorpinu í Samraong héraðinu í Kambódíu kennir þú börnum frá fátækum fjölskyldum. Án þessa sjálfboðastarfs myndu þessi börn ekki hafa efni á menntun. Öll kennslan þín fer fram á ensku og ef þú hefur aldrei kennt neitt áður þarftu ekki að hafa áhyggjur, sjálfboðastarfið sér um að þjálfa þig.
Staður: Siem Reap, Kambódía
Lengd: Minnst 14 dagar
Lágmarksaldur: 18 ára
Verð: frá 63.504 ISK
Verndaðu dýralífið hjá Wild Cat Center í Suður-Afríku
Þetta sjálfboðaverkefni er staðsett á milli Free State og Northern Cape héraðanna í Suður-Afríku. Hér búa flestir stærstu og smæstu villikettir Afríku. Þú getur verið í sjálfboðastarfinu í allt að 30 vikur þar sem mismunandi verkefni á svæðinu krefjast mismunandi tímalengdar. Því lengur sem þú ert því meira færð þú út úr verkefninu, því meiri skilning hefur þú á verkefninu og því meiri ábyrgð berð þú.
Staður: Kimberley (Jóhannesarborg), Suður-Afíka
Lengd: Minnst 10 dagar
Lágmarksaldur: 18 ára
Verð: frá 111.720 ISK
Verndaðu skjaldbökur í Indónesíu
Hjálpaðu skjaldbökum sem eru í útrýmingarhættu í Indónesíu. Í þessu sjálfboðastarfi eru verkefnin fjölbreytt. Þau eru allt frá því að safna gögnum um skjaldbökurnar, læra á umhverfið og kenna ensku. Ef að árstíðin er rétt munt þú einnig safna eggjum, fylgjast með hreiðrum og sjá til þess að skjaldbökuungarnir komist út í sjó.
Staður: Nusa Penida, Indónesía
Lengd: Minnst 14 dagar
Lágmarksaldur: 18 ára
Verð: frá 114.307 ISK
Taktu þátt í uppbyggingu í Kathmandu í Nepal
Taktu þátt í uppbyggingu innviða og bygginga í Nepal. Megnið af skólum, munaðarleysingjahælum og heilsumiðstöðvum skortir aðstöður eins og klósett, skólastofur, leikvelli, bókasöfn og sumstaðar einnig drykkjarvatn. Takmarkaður aðgangur er stórt vandamál fyrir bæði börn og fullorðna í mörgum samfelögum í Nepal. Í þessu sjálfboðastarfi aðstoðar þú við uppbygginguna á sama tíma og þú upplifir Nepal.
Staður: Kathmandu, Nepal
Lengd: Minnst 14 dagar
Lágmarksaldur: 18 ára
Verð: frá 76.205 ISK