Langar þig að hjálpa til við verndun hafsins?
Við skiljum það! Hér að neðan höfum við tekið saman nokkur af flottustu sjálfboðastörfunum sem við erum í samstarfi við þegar kemur að verndun hafsins. Hér færðu að upplifa ósvikna áfangastaði á meðan þú vinnur að virkilega flottum verkefnum sem sjávarlífið nýtur góðs af! Viltu vita meira? Lestu áfram!
Frá fría ferðaráðgjöf
1. Sameinaðu hafvernd og köfun á Filippseyjum
Ókei, svo þú vilt taka þátt í flottu sjálfboðaliðaverkefni en hefur enga köfunarreynslu? Ekkert mál! Þetta verkefni gerir þér kleift að byrja á því að fá PADI vottorð svo þú sért tilbúi/nn fyrir alla athafnirnar undir yfirborðinu. Ef þú hefur vottorðið nú þegar, þá sleppirðu bara námskeiðinu og kemst strax í að vinna að verkefninu.
2. Lærðu spænsku og farðu í sjálfboðastarf með skjaldbökum
¡Hola! Verið velkomin til Kosta Ríka. Í fallegu umhverfi Santa Teresa færðu frábæra blöndu af því að læra spænsku (si si), verða surf- eða jóga meistari og bjóða þig fram í sjálfboðastarf með skjaldbökum. Ekki svo slæmt!
3. Ekki fara of langt og taktu þátt í vernd hafsins í sjálfboðastarfi í Portúgal
Nennir þú ekki að ferðast langt? Við skiljum það! Í Portúgal bjóðum við upp á virkilega flott sjálfboðastarf þar sem þú getur tekið þátt í margs konar náttúruverndarverkefnum með áherslu á verndun vistkerfis sjávar við suðurströnd Portúgals. Hér færðu einnig að kafa mikið!
4. Sjálfboðastarf við verndun hafsins á Seychelles - líka þekkt sem paradís!
Vilt þú vera sú manneskja í vinahópnum sem getur greint á milli Smallbelly Catshark og Dusky Snout Catshark? Jæja, hér er tækifæri þitt!
Á Seychelles-eyjum, alvöru suðræn paradís, munt þú fylgjast með kóralrifinu, safna gögnum um líffræðilegan fjölbreytileika og fylgjast með hvers konar mismunandi fiskar fara þar framhjá um daginn. Hljómar eins og frábær dagur í vinnunni, ekki satt?
Ef þú vilt ekki fara í sjálfboðastarf við verndun hafsins en langar samt að starfa við náttúruvernd þá hefur Curieuse eyjan eitthvað að geyma fyrir þig. Ekki vera hrædd/ur við að spyrja okkur um það verkefni.
Fá aðstoð
5. Vertu með í fjölbreyttu sjálfboðastarfi í Tælandi
Sameinaðu sjálfboðastarf með ekta taílenskum mat, frábærum ferðamöguleikum og fallegum ströndum. Puuuurfect!
Í þessu verkefni í Tælandi muntu vinna að því að varðveita grænu skjaldbökuna sem er í útrýmingarhættu (Green sea turtle), fylgjast með tælensku fuglalífi, hreinsa plast afs ströndunum og bæta umhverfisvitund um allt samfélagið. Í grundvallaratriðum býður þetta sjálfboðastarf upp á fjölbreytt verkefni svo þú ættir að geta fundið eitthvað fyrir þig!
Fannst þér þetta spennandi?
Þetta er aðeins brota brot af því sem við bjóðum upp á þegar kemur að sjálfboðastörfum. Við getum til dæmis hjálpað þér að finna sjálfboðastarf í Króatíu, Ekvador, á Balí eða Fiji svo eitthvað sé nefnt.
Smelltu á hnappinn hér fyrir neðan ef þú þarft hjálp við að skipuleggja ævintýri þitt sem sjálfboðaliði!
Fá fría ferðaráðgjöf