5 frábær sjálfboðastörf í Evrópu: Meira en bara sumarfrí
Þú finnur fullt af flottum sjálfboðastörfum í löndum eins og Grikklandi, Portúgal og Króatíu ef þig langar að ferðast með tilgangi. Sjálfboðastarf gefur þér tækifæri til að kynnast þessum Evrópulöndum á annan hátt. Þú munt vinna náið með heimamönnum og læra meira um menningu þeirra, hefðir og lífsstíl. Þú getur fundið sjálfboðastarf sem passar þínum áhugamálum, hvort sem þú vilt vinna með dýrum, hjálpa til við að hreinsa hafið, vinna við byggingu eða berjast gegn matarsóun.
Fá fría ferðaráðgjöf
Ef þú vilt ferðast með tilgangi, þá er sjálfboðastarf erlendis leiðin! Hér eru 5 frábær sjálfboðastörf í Evrópu.
1. Vernd úlfa í Lissabon
Ef þú myndir elska að vinna með dýrum þá er þetta sjálfboðastarfið fyrir þig! Með því að bjóða þig fram í Iberian Wolf Recovery Center munt þú ganga úr skugga um að þessi dýrategund, sem er í útrýmingarhættu, sé með góðan dvalarstað.
Sjálfboðaliðarnir hjálpa til við verndun úlfanna og sem dæmi um hvaða ábyrgð sjálfboðaliðar hafa getur það verið allt frá því að fæða úlfana, hjálpa til við viðhald innviða, passa eldvarnir, hreinsa skóga og fylgjast með úlfunum.
Skemmtilegur bónus er að fyrsta daginn ferðu í skoðunarferð í Lissabon! Síðan heldurðu út í úlfamiðstöðina í Mafra, þar sem þú munt dvelja í timburhúsum ásamt öðrum sjálfboðaliðum.
2. Verndun sjávar í Split
Uppgötvaðu heiminn neðansjávar á meðan þú vinnur sem sjálfboðaliði í Króatíu!
Sem sjálfboðaliði munt þú hjálpa til við að draga úr mengun í sjónum og varðveita sjávarlíf. Þetta getur falið í sér að safna rusli, skrá niður upplýsingar, læra meira um lífríki hafsins og hvernig á að vernda það og fylgjast með og bera kennsl á fiska. Til að geta gert þetta þarftu auðvitað að eyða miklum tíma í hafinu!
Allir sjálfboðaliðar munu ljúka alþjóðlega viðurkenndum köfunarvottorðum SSI (Scuba Schools International). Þessar vottanir geta verið mismunandi, allt eftir tíma og köfunarreynslu þinni. Verkefnið vinnur ásamt köfunarskóla á staðnum, þannig að reyndur köfunarkennari mun alltaf hafa umsjón með sjálfboðaliðunum.
3. Verndun skjaldbaka í Grikklandi
Í þessu verkefni munt þú vernda eitt mikilvægasta varpsvæði skjaldbökunnar. Þú munt ásamt öðrum alþjóðlegum sjálfboðaliðum skrá hreiðurgerðina og vernda skjaldbökurnar gegn rándýrum. Að auki munt þú veita mikilvægar upplýsingar um verndun hafsins til erlendra gesta og nær samfélagsins.
Það er ótrúleg upplifun að verða vitni að því þegar litlu skjaldbökuungarnir leggja leið sína til sjávar. Þó að það sé mjög líklegt að þú sjáir skjaldbökur meðan á þessu verkefni stendur er það þó ekki tryggt.
Meðan á þessu verkefni stendur muntu einnig hafa tíma til að skoða svæðið og njóta grísku strandanna. Verkefnið er staðsett nálægt litlu þorpi sem heitir Giannitsochori og þar er einnig hægt að skoða nokkrar grískar sögulegar rústir.
4. Berjast gegn matarsóun í Porto
Ertu mesti aðdáandi appsins „To good to go“? Þá gæti þetta verkefni verið fyrir þig! Þú munt fá tækifæri til að berjast gegn matarsóun í borginni Porto í Portúgal.
Sem sjálfboðaliði munt þú styðja við mismunandi miðstöðvar sem endurheimta matarleifar í góðu ástandi frá veitingastöðum, matvöruverslunum og kaffihúsum á staðnum og dreifa þeim á ný til fjölskyldna, aldraðra og heimilislausra í neyð. Dagurinn þinn getur verið mismunandi, allt frá því að safna matnum og aðstoða við pökkun, hreinsun og dreifingu hans.
Þetta verkefni fer að mestu fram síðdegis og á kvöldin sem gefur þér góðan tíma til að skoða svæðið á morgnana eða læra portúgölsku.
5. Skógarvernd í Lissabon
Þetta sjálfboðastarf er fullkomið fyrir náttúruunnendur! Þú munt verja mestum tíma þínum í skógi umhverfis Lissabon, þar sem þú munt hjálpa til við að endurbyggja niðurbrotin svæði.
Skógverndunaráætlunin vinnur náið með nær samfélaginu og þú munt læra um skóginn ásamt öðrum alþjóðlegum sjálfboðaliðum og vinna að mismunandi verkefnum eftir árstíma. Að planta mismunandi tegundum, vernda líffræðilegan fjölbreytileika og sjá um göngustíga á svæðinu er brot af þeim verkefnum sem þú munt taka þér fyrir hendur.
Þú munt aðallega vinna annað hvort á morgun- eða síðdegisvakt, sem gefur þér góðan tíma til að uppgötva Lissabon þess á milli. Skemmtileg viðbót við þetta verkefni er vettvangsferðin út úr borginni sem fer fram einu sinni í mánuði, en þá munt þú í 2 til 5 daga skoða önnur þorp og svæði í Portúgal.