5 skemmtileg sjálfboðastörf til að starfa hjá
Hefur þig alltaf langað til að fara erlendis í sjálfboðastarf? Nú er tíminn til að skella sér og láta gott af sér leiða. Við tókum saman 5 vinsælustu og skemmtilegustu sjálfboðastörfin okkar, þar sem þú getur til dæmis unnið með dýrum, unnið að því að vernda umhverfið eða unnið með samfélaginu. Kíktu á störfui og komdu svo til okkar og fáðu fría ferðaráðgjöf. Þá getum við fundið í sameiningu besta sjálfboðastarfið fyrir þig.
Fá fría ráðgjöf
Staður: Tæland
Verð frá: 83.790 ISK
1. SJÁLFBOÐASTARF MEÐ FÍLUM OG ÖÐRUM DÝRUM Á TÆLANDI
Þetta sjálfboðastarf er ávalt eitt af okkar allra vinsælustu, en það er engin furða þar sem verkefnið hefur það að markmiði að...
- ... bjarga misþyrmdum og/eða vanræktum dýrum
- ... veita veikum dýrum skjól
- ... endurhæfa og færa dýr aftur í sitt náttúrulega umhverfi þegar það er hægt og annast þau dýr sem geta ekki snúið aftur í sitt náttúrulega umhverfi
Þetta sjálfboðastarf sameinar í rauninni tvö frábær sjálfboðastörf á Tælandi þar sem þú getur aðstoðað og lagt þitt af mörkum til að hjálpa dýrum. Yfir að minnsta kosti tvær vikur munt þú starfa sem sjálfboðaliði hjá the Wildlife Rescue Center og Elephant Refuge á Tælandi.
Staður: Kosta Ríka
Verð frá: 249.200 ISK
2. SJÁLFBOÐASTARF MEÐ SKJALDBÖKUM Á SAMA TÍMA OG ÞÚ LÆRIR SPÆNSKU OG AÐ SURFA EÐA JÓGA
Þetta sjálfboðastarf er svo miklu meira en bara sjálfboðastarf! Verkefnið er staðsett í Kosta Ríka þar sem þú munt dvelja í fjórar vikur í frumskógarparadís. Jakera Jungle Surf Camp er staðurinn sem þú munt dvelja á þegar þú ert ekki á ferðalagi með hópnum, en þar er að finna sundlaug á staðnum ásamt kaffihúsum, börum og verslunum í aðeins fimm mínútna göngufjarlægð.
Á þessum fjórum vikum munt þú til dæmis læra spænsku, fara í surf eða jógatíma, dvelja heila viku og vinna sem sjálfboðaliði hjá verkefnið sem verndar skjaldbökur og fara í road trip til Monte Verde þjóðgarðsins svo eitthvað sé nefnt.
Staður: Suður-Afríka
Verð frá: 83.249 ISK
3. ÆVINTÝRAKLÚBBURINN Í SUÐUR-AFRÍKU
Þetta er eitt flottasta sjálfboðastarfið sem við bjóðum upp á ef þig langar að vinna með krökkum. Sem sjálfboðaliði hjá the Adventure Club, munt þú starfa ásamt öðrum sjálfboðaliðum, við að aðstoða æsku bæjarumdæma Höfðaborgar á sama tíma og þú lærir að surfa.
Þú munt meðal annars...
- ... kenna krökkum að synda og surfa
Staður: Balí, Indónesía
Verð frá: 114.307 ISK
4. SJÁLFBOÐASTARF MEÐ SKJALDBÖKUM Á BALÍ
Turtle Conservation verkefnið er staðsett á heillandi eyjunni Nusa Penida, sem er í 45 mínútna hraðbátsferð frá Balí. Sem sjálfboðaliði hjálpar þú til við að vernda eggin fyrir rándýrum og mönnum ásamt því að sjá til þess að litlu skjaldbökurnar komist frá ströndinni og út í hafið. Þar sem skjaldbökur verpa ekki allt árið um kring fer það eftir árstíma hvað þú ert að gera hverju sinni. Um 250.000 skjaldbökur deyja á hverju ári vegna þess að þær flækjast í netum og öðrum veiðibúnaði svo þar kemur þú helst inn sem sjálfboðaliði.
Staður: Seychelles-eyjar
Verð frá: 440.300 ISK
5. SJÁVARVERND Á SEYCHELLES-EYJUM
Í þessu sjálfboðastarfi ferðast þú til Indlandshafs þar sem þú munt vinna að mikilvægum sjávarverndunarverkefnum við fallegu Seychelles-eyjar. Áður en verkefnið hefst getur þú náð þér í PADI Advanced og PADI Coral Reef Research skíteinin - en þar sem mestur tíminn í verkefninu mun eiga sér stað undir sjávarborðinu þarf að ná sér í skírteinin áður en haldið er af stað í sjálfboðastarfið.
Í verkefninu munt þú meðal annars...
- ... læra hvernig á að bera kennsl á fisk og kóral í Indlandshafi
- ... heimsækja og kafa meðal suðrænna eyja
- ... fara í skemmtikafanir
- ... kanna dýralífið á svæðinu eins og hákarla, skötur og höfrunga
- ... safna gögnum um til dæmis kóralrif og ræktunarstaði skjaldbaka.