Dreymir þig um að upplifa eitthvað nýtt?
Við líka! Við elskum að kanna staði sem eru utan hinna hefðbundnu ferðamannastaða. Það slær ekkert út þá tilfinningu þegar þú finnur loksins stað sem þú getur haft meira eða minna út af fyrir sjálfan þig. Auðvitað er það ekki sjálfgefið en við getum lofað að þessir 6 staðir eru ómissandi stopp þegar þú ferðast um Suður-Afríku. Lestu áfram ef þú vilt vita hvaða 6 staði í Suður-Afríku þú þarft að bæta á bucket listann þinn ekki seinna en núna!
Dolphin Coast
40 km norðan við Durban finnur þú Dolphin Coast, sem eins og nafnið gefur til kynna er fræg fyrir mikið magn af höfrungum. Ef þú ert í road trip meðfram strandlengjunni þá skaltu stoppa hér á leiðinni og njóta þín í strandbænum Ballito. Það er svo algjör nauðsyn að labba meðfram ströndinni en við mælum sérstaklega með Thompsons Bay Beach.
Valley of Desolation
250 km norðan við Port Elizabeth í miðjum Camdeboo þjóðgarðinum finnur þú þetta náttúruundur. Besta leiðin til að upplifa útsýnið yfir Valley of Desolation er að vakna semma og upplifa sólina koma upp yfir klettarveggi sem ná meira en 120 metra upp í loftið og eru niðurstaða yfir 100 milljón ára eldfjallavirkni. Ef þú ert heppin/n kemur þú kannski auga á Cape Mountain sebrahestinn en hann er í útrýmingarhættu. Ef þú elskar útivist getur þú einnig farið í göngu um þjóðgarðinn.
Tsitsikamma National Park
Frá einum stórkostlegum þjóðgarði til annars. Tsitsikamma þjóðgarðinn finnur þú meðfram Garden Route ef þú ert á road trip ferðalagi á þessum slóðum (sem við mælum svo sannarlega með að þú gerir). Hér finnur þú frægu Storms River brúnna ef þú elskar adrenalín og langar að fara í teygjustökk. Ef ekki þá getur þú einnig farið í ziplining, kanóferð og fullt af fleiri ævintýrum á þessum stað.
Die Hel
Die Hel, eða helvítið, er staðsett hjá Swartberg Pass í suðurhluta landsins. Það er staðsett á náttúruverndarsvæði Swartberg og er á heimsminjaskrá UNESCO. Það er ekki auðvelt að komast á þennan stað en þegar þú ert komin/n þangað þá er það svo sannarlega þess virði! Þessi staður er einnig kallaður Gamkaskloof en The Hell hljómar miklu meira kúl.
Blyde River Canyon
Stærsta græna gljúfur heimsins. Hér getur þú fundið alveg hreint magnaða útsýnisstaði. Þessi staður mótar norðurhluta Drakensberg fjallgarðsins en gljúfrið er að meðaltali 750 metra djúpt. Þetta er næst stærsta gljúfrið í Afríku svo ef þú ert á vappinu um þetta svæði, ekki þá láta þetta framhjá þér fara.
Buffalo Bay Beach
Þú kemst ekki mikið sunnar en hingað í Suður-Afríku en Buffalo Bay Beach er staðsett í um 5 km suður af Garden Route. Þetta er frábær staður til að slappa af á og hlaða batteríin ef þú þarft þess. Ef þú elskar að surfa þá eru aðstæðurnar til þess frábærar við Buffalo Bay Beach.