Leiðarvísir Til Að Velja Hið Fullkomna Afríku Ævintýri
Namibía: Eyðimerkur- & safaríævintýri
Í Namibíu snýst allt um stórkostlegt landslag. Dreymir þig um að klifra risastórar sandöldur (halló Dune 45!) og skoða eina af elstu eyðimörk í heimi? þá er Namib-eyðimörkin eittthvað sem þú verður að sjá. Rauðu sandöldurnar í Sossusvlei eru fullkomnar fyrir sólarupprásargöngur, með Deadvlei-dalnum sem helsta hápunktinn. Fyrir dýralíf býður Etosha þjóðgarðurinn upp á ferðir þar sem þú getur séð ljón, fíla og nashyrninga.
Ferðatips: farðu í nætursafarí, því þá eru nánast engin önnur farartæki í kring og dýrin eru virkari að næturlagi. Innrauðu ljósin tryggja að þú getir fylgst með dýrunum, án þess að skaða þau eða hræða. Ekki missa af Skeleton Coast, þar sem eru mörg skipsflök meðfram strandlengjunni. Í Namibíu hefurðu líka tækifæri til að hitta Himba-fólkið og fræðast um menningu þeirra, sögu og hefðir sem hafa verið til um aldir
Namibía hentar best fyrir: Eyðimerkurævintýri, safarí og töfrandi landslag.
Suður Afríka: Strandlengjur & Dýralíf
Suður-Afríka er besta blandan af fallegum ströndum, iðandi borgum og dýralífi. Ef þú sækist eftir pakka til að sjá „allt það besta“, þá er þetta áfangastaðurinn þinn! Landið er gríðarstórt, svo þú þarft að minnsta kosti nokkrar vikur til að ná að upplifa alla uppáhaldsstaðina okkar. Byrjum á þeim stóra: Kruger þjóðgarðinum! Besti staðurinn til að sjá hin „stóru fimm“ - ljón, hlébarða, nashyrninga, fíla og buffaló. Það besta við Kruger er að hægt er að keyra sjálfur í gegnum garðinn á bílaleigubíl. Að keyra eftir ströndunum og fara „The Garden Route“ er upplifun út af fyrir sig sem býður upp á stórkostlegt landslag, fallega smábæi og ævintýri utandyra eins og gönguferðir og hvalaskoðun. Leiðin endar í Höfðaborg, þar sem þú getur skoðað Table Mountain, heimsótt Cape Point fyrir ótrúlegt útsýni yfir skagann og notið yndislegs matar- og vínlífs Stellenbosch og Franschhoek. Ekki gleyma að staldra við á Boulders-ströndinni - að sjá allar mörgæsirnar í návígi er eitthvað sem þú vilt ekki missa af.
Suður Afríka er best fyrir: Brimbretti, strendur, bílasafarí
Botsvana: Eyðimörk
Oft er litið framhjá Botsvana, en satt að segja er það gimsteinn! Þangað ferðu fyrir óspillt víðerni og dýralífsupplifun. Okavango Delta er einstakt votlendi þar sem þú getur farið í safaríferðir á vatni með kanó og séð margs konar dýr í návígi – miklar líkur eru á að sjá flóðhesta fljóta hjá. Að tjalda úti í Delta á kvöldin er eitthvað sem þú munt muna það sem eftir er ævinnar. Að sjá sólsetrið á sléttunum, heyra fíla og flóðhesta úr tjaldinu þínu - það er engu líkara. Annar vinsæll staður er Chobe þjóðgarðurinn, frægur fyrir mikla hjörð af fílum og öðrum dýrum. Ferðatips: Farðu í sólarlagsbátasafari á Chobe ánni til að sjá öll dýrin á árbökkunum svosem flóðhesta, fíla, sebrahesta, krókódíla og buffalóar, jafnvel nokkur ljón. Botsvana hefur allt það dýralíf sem Kenía og Tansanía eru fræg fyrir, en á mun lægra verði. Fyrir alvöru ævintýri skaltu íhuga eina af útilegum okkar! Eins mælum við með að heimsækja hinar miklu Makgadikgadi saltpönnur - stærstu saltpönnur í heimi.
Botsvana er best fyrir: Einstakt dýralíf og afskekkt útileguævintýri.
Tansanía: Serengeti and Beyond
Tansanía er heimkynni nokkurra af frægustu dýralífsgörðum Afríku - landið hefur gott Safarí orðspor af ástæðu! Serengeti er nokkuð vel þekkt, þar sem milljónir gnúa og sebrahesta hreyfa sig í leit að fersku grasi. Ngorongoro er stærsti óstnortni gígur heims og er griðarstaður fyrir fjölbreytt dýralíf. Ferðatips: frægir þjóðgarðar eins og Serengeti eru ansi dýrir en því sunnar sem þú ferð, því ódýrara verður það. Einn af okkar uppáhalds er Mikumi þjóðgarðurinn. Hann er talsvert ódýrari og nálægð hans við Dar es Salaam gerir hann fullkominn fyrir samsettar ferðir í Zanzibar. Ef þú ert til í áskorun, þá er fátt meira spennandi en að klífa Kilimanjaro,stærsta fjall Afríku. Ekki missa af heimsókn í Masai Mara friðlandið til að hitta Masai fólkið og fræðast um hefðir þeirra. Þar er einnig mikið af stórum kattardýrum t.d. ljónum og blettatígum. Það frábæra við Tansaníu er að eftir allar gönguferðirnar og safaríferðirnar geturðu tekið því rólega á fallegum ströndum Zanzibar eða farið á köfunarnámskeið!
Tansanía er best fyrir: Lúxus safarí, klífa Kilimanjaro & eyjaparadís á Zanzibar.
Úganda: Górillur í návígi
Úganda býður upp á einstaka dýralífsupplifun sem þú finnur hvergi annars staðar. Að ganga í gegnum Bwindi Impenetrable skóginn til að sjá fjallagórillur í sínu náttúrulega umhverfi er ævintýri sem fylgir þér að eilífu. Úganda leggur mikið upp úr því að vernda náttúruperlur sínar og er því framboðið fyrir þessa ferð afar takmarkað. Queen Elizabeth þjóðgarðurinn er annar hápunktur, ef þú ert heppin/n geturðu séð ljón klifra í trjám og farið í bátasafarí í Kazinga sundinu meðal flóðhesta og krókódíla. Fyrir þá sem elska gönguferðir, er Rwenzori Mountains of the Moon ferðin sögð vera ein ef ekki besta gönguupplifunin sem Afríka hefur upp á að bjóða. Krefjandi en einstaklega falleg, í gegnum hæsta fjallgarð allrar álfunnar. Úganda er gríðarlega vanmetinn áfangastaður, yfirfullur af náttúrufegurð!
Úganda er best fyrir: Skógarlíf og fjalla górillur!
Kenía: Klassískt safarí & strandlengjur
Kenía og Tansanía eiga margt sameiginlegt, t.d klassíska safarí upplifun og töfrandi landslag. Maasai Mara er einn helsti áfangastaður fyrir dýralíf Afríku, frægur fyrir fólksflutningana miklu og fjölda stórra katta sem búa hér. Við mælum líka virkilega með Amboseli þjóðgarðinum fyrir glæsilegt útsýni yfir Kilimanjaro-fjall og stórar fílahjarðir. Ef þú vilt klífa Kilimanjaro sjálf/ur, þá er líka hægt að skipuleggja það – sannkölluð „once in a lifetime experience“. Fyrir utan safaríferðir býður Kenýa upp á líflega menningarupplifun, allt frá Maasai þorpunum til iðandi markaða í Naíróbí. Ekki gleyma fallegu strandlengjunni meðfram Indlandshafi, þar sem þú getur slakað á, á hvítum sandströndum Diani eða skoðað sögulegu hafnarborgina Mombasa.
Kenía er best fyrir: Klassískt safarí & menningarupplifun Maasai.
Mósambík: Óspilltar strendur & sjávarlíf
Á landamærum Suður- og Austur-Afríku finnur þú Mósambík, algjör paradís fyrir strandunnendur og sjávaráhugamenn. Strandlengjan meðfram Indlandshafi er með töfrandi strendur, tært vatn og lifandi kóralrif. Bazaruto Archipelago og Quirimbas Archipelago eru staðir sem vert er að heimsækja til að snorkla. En þar er sjávarlífið ótrúlegt með t.d höfrungum og hvölum. Quirimbas eyjaklasinn er verndað lífríki, aðallega vegna gríðarmikilla „mangrove“ skóga og töfrandi kóralrifa. Í Mósambík er hægt að taka þátt í sjálfboðaliðastarfi fyrir sjávarvernd, þar sem þú hjálpar til við að rannsaka hvalahákarlastofninn undir leiðsögn vísindamanna í köfunarferðum, sjóferðum og strandgöngum. Fyrir menningu skaltu heimsækja Ilha de Mozambique, eyju fulla af sögulegri byggingarlist, sem er á heimsminjaskrá UNESCO. Eyjan er tengd meginlandinu með brú þannig að auðvelt er að komast að henni. Í Mósambík er líka hægt að fara í safarí, þar eru tveir staðir sem skera sig úr. Annar er Gorongosa þjóðgarðurinn, sem er heimkynni flestra afrískra dýra eins og flóðhesta, ljóna og fíla. Sá seinni er Limpopo þjóðgarðurinn, sem er staðsettur við landamæri Suður-Afríku, og hinum megin landamæranna er hinn frægi Kruger þjóðgarður sem við nefndum hér að ofan. Báðir eru frábærir kostir til að skoða dýralíf.
Mósambík er best fyrir: Strendur, sjávarlíf & köfun. Fullkomið fyrir sjálfboðaliðastarf í sjávarvernd!
Að Velja Þinn Áfangastað
Veltu fyrir þér hvað vekur áhuga þinn mest! Ertu að leita eftir stórbrotnu dýralífi, landslagi eða menningarupplifun? Hvert land er einstakt út af fyrir sig. Við getum hjálpað þér að skipuleggja ógleymanlegt Afríku ævintýri. Skrifaðu okkur og fáðu fría aðstoð.
Heyrðu í okkur!