Að ferðast er eins og kynlíf
1. Þú getur gert það í lest, flugvél, rútu eða bíl.
2. Sumir nota hótel á meðan aðrir kjósa hostel.
3. Stundum fylgir ókeypis morgunmatur.
4. Ef þú passar þig ekki þá getur þú orðið veik/ur.
5. Oftast líður tíminn allt of hratt.
6. En það getur komið fyrir að það taki heila eilífð.
7. Stundum langar þig að gera það ein/n.
8. Sumir vilja gera það í hóp.
9. Stundum vaknar þú og hugsar „hvar er ég núna?”.
10. Það er alltaf einhver farangur.
11. Sumir skipuleggja á meðan aðrir nýta tækifærið þegar það gefst.
12. Upplifunin getur verið bæði jákvæð og neikvæð.
13. Þú þekkir líklega einhverja sem hafa meiri reynslu og aðra sem hafa minni reynslu.
14. Sumir hafa bara engan áhuga á því.
15. Þú ert stundum ekki alveg viss hvort þú eigir að gera það.
16. Þig dreymir um að gera það í vinnunni.
17. Sumir taka myndir og/eða myndbönd.
18. Þú getur fengið hugmyndir á netinu.
19. Það kemur fyrir að þú gerir það tvisvar í röð.
20. Það er gaman að tala um það við vini sína.
21. Stundum spyrja aðrir þig um ráð.
22. Það er ekki alltaf auðvelt að finna einhvern til að gera það með.
23. Það getur verið stressandi að prófa eitthvað nýtt.
24. Þú getur gert það með fólki sem þú þekkir og einnig með ókunnugum.
25. Þig langar ekki alltaf að hitta aftur þá sem þú gerðir það með.
26. Það er oft ekki góð hugmynd að gera það með besta vini þínum.
27. Stundum getur það verið þreytandi.
28. Sumir fjárfesta í aukabúnaði.
29. Þú gleymir aldrei fyrsta skiptinu.
30. Gerir þú það oft eiga aðrir líklega eftir að verða öfundsjúkir.