{{ section.name }} Þjónustuver

Við fundum eftirfarandi {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} og {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} fyrir '{{ searchTerm }}'

0 Results found

{{ section.name }} Þjónustuver
Leitaðu að áfangastöðum eða að því sem þú vilt gera...

Við fundum eftirfarandi {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} og {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} fyrir '{{ searchTerm }}'

0 Results found

Finnur þú ekki það sem þú ert að leita að?

Við höfum ferðast um allan heimin og erum því sérfræðingar þegar kemur að ferðalögum. Hafðu samband við okkur og við aðstoðum þig við að skipuleggja draumaferðina þína.

Af hverju þú ættir að prófa Tripmates 23-31 hópævintýri

Sebastian Pena Lambarri Ajd9hamhwg Unsplash (1)

Hittu aðra ferðalanga á sama stað og þú í lífinu

Ef þig dreymir um að skoða heiminn á þínum eigin forsendum, en vilt ekki gera það upp á eigin spýtur, þá ertu á réttum stað. Við kynnum KILROY Tripmates fyrir 23-31 árs – einstakar hópferðir hannaðar sérstaklega fyrir þinn aldurshóp. Þú færð að hitta aðra ferðalanga, upplifa nýja áfangastaði, takast á við nýjar áskoranir og skemmta þér með frábæru fólki sem þú munt hitta á leiðinni. Þetta er fullkomið fyrir þá sem eru að leita að smá hvíld frá daglegu amstri. Tripmates 23-31 er miðinn þinn í ógleymanlegt ævintýri. Haltu áfram að lesa til að uppgötva hvers vegna Tripmates ferð ætti að vera næsta ferðalagið þitt!

SSS 9 Min
Tripmates 23-31: Farðu út fyrir þægindarammann og fáðu að kynnast þér betur
Ertu að leita að pásu frá daglegu amstri og vantar aðeins meira en þetta týpíska frí? Langar þig ekki að standa í því að reyna að plana ferð næstahálfa árið með vinum þínum sem fer aldrei úr hópspjallinu? Við erum með lausnina! Tripmates 23-31 eru lítil hópævintýri hönnuð sérstaklega með þennan aldurshóp í huga. Ferðastu með öðrum ungum ferðalöngum frá Evrópu sem deila þínu hugarfari og skippaðu yfir þessa týpísku áfangastaði.
Lestu meira um Tripmates 23 -31

1. Vertu hluti af hópi ferðalanga

Tripmates ævintýrin okkar eru frekar lítil, sem að okkar mati er mjög góður hlutur. Ferðirnar okkar laða að fjölbreyttan hóp sóló ferðalanga víðsvegar að um Evrópu. Þeir eiga það allir sameiginlegt að deila ástríðu þinni fyrir ferðalögum og vilja nýta frídagana sína sem best án þess að þurfa að skipuleggja í kringum vini og fjölskyldu. Tripmates 23-31 gefur þér tækifæri til að eignast nýja vini, skiptast á sögum og skemmta þér með öðrum ferðalöngum á þínum aldri!

Þetta er þitt tækifæri til þess að eignast vinina sem þú hefur ekki kynnst ennþá. Það er ótrúlega eðlilegt að vera örlítið einmana á þessum aldri þegar allir vinir manns eru á ólíkum stað í lífinu. Nýttu þetta tækifæri og fáðu að kynnast öðru fólki á þínum aldri sem deilir þínu hugarfari og ástríðum - það er geggjað að eiga vini víðsvega um Evrópu!

 

2. Ögraðu þér og lærðu eitthvað nýtt á framandi áfangastað

Það eru kannski nýju vinirnir sem að einkenna Tripmates ferð en það þýðir ekki að við munum láta þér leiðast þegar kemur að afþreyingunni. Ferðin þín i mun verða stútfull af afþreyingu sem á að ögra þér, vera einstaklega skemmtileg og styrkja hópinn ykkar.

Tripmates 23-31 leggur áherslu á að efla andlegu og líkamlegu vellíðan þína svo þú fáir alvöru pásu frá 9-5 vinnunni. Tripmates ferð er ekki bara frí, heldur tækifæri til að ögra, uppgötva nýja hluti og vaxa sem manneskja með afþreyingu og vinnustofum sem hjálpa þér að þróa nýja færni, æfa núvitund og finna betra jafnvægi í daglegu lífi.

 

Three people freediving along a rope in a blue ocean in Indonesia

3. Ferðastu um ótroðnar slóðir 

Sökktu þér í menningu og náttúru á einstökum áfangastöðum. Hvort sem þú sért að ganga í gegnum Himalayafjöllin, klifra upp albönsku Alpana eða hugleiða í búddistamusteri, þá er þetta upplifun sem þú munt aldrei gleyma.

 

4. Litlir hópar eru besta upplifunin

Litlit hópar eru ekki einungis besta upplifunin fyrir þig, heldur líka landið sem þú heimsækir og fólkið sem býr þar. Litlir hópar leyfa þér að tengjast umhverfinu þínu betur og tengjast ferðafélögunum þínum nánar. Svona tryggjum við einnig að ferðin sé hagstæðari og að þið fáið aðgang að ýmis afþreyingu sem væri ekki í boði fyrir minni / stærri hópa! Þetta eru ástæðurnar fyrir því af hverju það er takmark á hverja brottför hjá okkur.

 

Group of girls in colourful clothes and with paint on their faces standing next to a lake in Pokhara, Nepal, with mountains in the background

5. Lókal nálgunin

Ef að þú vilt upplifa eitthvað alvöru þá er besta leiðin, lókal leiðin. Það er ekki sjálfgefið að gera þetta á eigin spýtur en við höfum lagt okkur fram við það að þú fáir alvöru lókal upplifun á áfangastaðnum þínum. 

Í Tripmates 23-31 erum við í samstarfi við lókal leiðsögumenn sem við höfum valið mjög vandlega. Þeir eiga það sameiginlegt að búa yfir ástríðu fyrir landinu sínu, hafa alist upp á svæðinu sem þú ert að heimsækja og munu gefa þér skemmtilegar sögur, staðreyndir og heimsóknir á falda staði í gegnum ferðalagið.

 

6. Ferðastu hægar, upplifðu meira

Með því að hægja aðeins á þér muntu upplifa miklu meira. Leyfðu þér að ferðast hægt, tengjast áfangastaðnum þínum, fylgjast með lókal lífinu og sjáðu muninn á ferðalaginu.

Í öllum Tripmates 23-31 ferðum höfum við tekið frá tíma bara fyrir þig. Þetta gæti verið hvenær sem er á ferðalaginu og á hvaða áfangastað sem er. Þú getur eytt þessum tímum í allt sem þú vilt. Kannaðu svæðið betur, prófaðu eitthvað nýtt, hvíldu þig, farðu í göngu eða hvað annað sem þér dettur í hug. Heimurinn er spennandi staður, við efumst um að þér muni leiðast.

 

Girl standing on a mountaintop overlooking a mountainous view in the Balkans

Skoðaðu Tripmates ferðirnar okkar

Eða sendu okkur skilaboð ef þú ert að velta einhverju fyrir þér. Við erum meira en tilbúin til þess að hjálpa þér ef að þig langar í svona ferð eða bara annað ævintýri! Tripmates ferðirnar okkar eru æði, en ef þú ert spenntari fyrir öðruvísi ferðalagi þá eigum við heilt bókasafn til þess að velja úr. Sendu okkur línu hér fyrir neðan og byrjum að plana!

Viltu spjalla?

Kilroy.OutdatedBrowserBox.Text Kilroy.OutdatedBrowserBox.LinkText

Úbbs - Síðan sem þú reyndir að opna er ekki til. Við vonum að þú finnir það sem þú ert að leita að hér.