Adrenalínævintýri fyrir ofurhuga
North Yungas Road segir þér eflaust ekki mikið en ef við notum viðurnefnið "Death Road" þá kannski fara einhverjar bjöllur að kilngja? Death Road er vegur í Bólivíu sem er rúmlega 11 kílómetra langur, en hann teygir sig frá höfuðborginni, La Paz, til borgarinnar Coroico. Allt til árisins 1994 dóu um 200-300 manns á hverju ári á þessum vegi sem er ástæðan fyrir viðurnefninu. Þrátt fyrir þessar tölur dregur vegurinn enn að sér ferðalanga. Hvers vegna? Lestu áfram til að komast að því og fáðu svo fría ferðaráðgjöf hjá okkur fyrir næsta ferðalagið þitt. Ætli það verði hingað?
Fá fría ferðaráðgjöf
Hvað er það sem gerir Death Road svona hættulegan?
Vegurinn var byggður í kringum 1930 af föngum frá Paragvæ en markmiðið var að tengja Amazon regnskóginn við La Paz. Vegurinn liggur meðfram háum klettum þar sem fallið niður getur verið hátt í 600 metrar! Samblanda af mikilli hæð og malarvegi án vegriða ásamt möguleikum á aurskriðum gerir veginn mjög hættulegan.
Hvaða reglur gilda við Death Road?
Það eru nokkrar reglur sem einstaklingar verða að fylgja þegar þeir keyra eftir Death Road. Ein sú mikilvægasta er að þú átt að keyra vinstra megin á veginum. Sú regla finnst ekki neinstaðar annarstaðar í Bólivíu, einungis á Death Road. Ástæðan fyrir þessari reglu er sú að ef bílstjórinn er að keyra vinstra megin hefur hann betra útsýni yfir brúnina á veginum og þar af leiðandi er öruggara að mæta bíl.
Afhverju er Death Road svona vinsæll?
Árið 2009 var nýr og öruggari vegur gerður á milli Coroico og La Paz. Það leiddi til minni umferðar á Death Road sem gerði fólki kleift að hjóla veginn. Mjór malarvegur, stórkostlegt útsýni og erfiðar brekkur gera Death Road að miklu aðdráttarafli fyrir ævintýraþyrsta ferðalanga. Ef þú ákveður að hjóla veginn þá munt þú fljótlega taka eftir öllum minnisvörðunum um fólk sem hefur látist á veginum svo það er um að gera að vera vel á verði frá byrjun til enda.
Ert þú nógu "galin/n" til að fara í ferð eftir Death Road?
Ef þú finnur fyrir löngun að takast á við veginn þá skaltu bóka fría ferðaráðgjöf hjá okkur og við getum spjallað um hvernig þú getur komist þangað.
Fá fría ferðaráðgjöf