Ferðastu í gegnum tímann á þessum magnaða áfangastað
Japan er land andstæðna. Annars vegar er þetta hátæknilegt, samfélag, með glitrandi skýjakljúfa. Hins vegar, það er líka heimili margra fornra hofa, helgidóma og hefðbundinna garða, sem veita innsýn í langa og sögulega fortíð landsins. Þessi andstæða á milli hins gamla og nýja má sjá í daglegu lífi í Japan, þar sem hefðbundnir siðir og venjur eru samhliða nýjustu nýjungum. Með öðrum orðum, Japan er fullkominn áfangastaður fyrir alla sem vilja upplifa það besta af báðum heimum.
Á krossgötum sögu og módernisma - bókstaflega
Mögulega stærsti heiti reitur Tókýó er Shibuya Crossing, fjölförnustu gatnamótin í heiminum! Gleymdu Place Charles de Gaulle eða Times Square: Shibuya Crossing er á öðru leveli. Standandi hér undir skínandi stafrænu auglýsingaskiltunum og skýjakljúfum gæti ekki verið nútímalegra. Eitt af áhrifamestu afrekum Japans er áhersla þess á nýstárlega tækni. Hvert sem þú ferð muntu sjá nýjustu og bestu græjurnar til sýnis. Allt frá háhraðalestum til nýjustu vélmenna, Japan er griðastaður fyrir tækniunnendur. Fá lönd eru jafn þekkt og elskuð fyrir framlag sitt til stafrænna miðla og Japan, með frægu teiknimyndatökufólki frá Studio Ghibli og meistara leikjahönnunar hjá Nintendo sem dæmi.
En tæknin er ekki það eina sem gerir Japan sérstakt. Öll þessi nútímatækni varpar ljósi á algjöra andstæðu við hina ríku og heillandi sögu sem einnig er bundin við landið. Með sögulegan bakgrunn sem spannar þúsundir ára, Japan er heimkynni ótal fornra hofa, helgidóma og kastala, sem veita innsýn í fortíð landsins. Frá háum hliðum Fushimi Inari helgidómsins í Kyoto til hins tilkomumikla Himeji-kastala, það eru ótal sögustaðir til að skoða sem hafa verið til í mörg hundruð ár. Og í Tókýó geturðu séð blöndu af gömlu og nýju með hefðbundnum musterum sem standa við hlið nútímalegra skýjakljúfa, stóra auglýsingaskilti og veitingahúsa með vélmenni.
Matgæðingar, búið ykkur undir sannkallaða veislu!
STÓR ástæða til að ferðast til Japans er maturinn. Japönsk matargerð er heimsþekkt fyrir ferskleika, bragð og framsetningu, og allir sem heimsækja landið verða að prófa. Allt frá sashimi til óvenjulegra góðgætis eins og natto (gerjaðar sojabaunir), það er eitthvað fyrir alla braglauka í Japan. Svo við tölum nú ekki um dýrindis eftirrétti, nammi og snakk sem þú getur fundið á mörgum götumörkuðum, hornbúðum og mörkuðum sem eru dreifðir um landið.
Eitt af því fyrsta sem þú munt taka eftir við japanskan mat er áherslan á ferskleika og árstíðabundin breytni. Japanskir matreiðslumenn leggja metnað sinn í að nota ferskasta hráefnið og margir réttir eru hannaðir til að sýna bragði tímabilsins. Þetta þýðir að það er sama hvenær þú heimsækir Japan, þú munt geta notið fjölbreytts úrvals rétta. Kannski er frægasti japanski rétturinn sushi, og ekki að ástæðulausu. Sushi er búið til með hrísgrjónum og margs konar áleggi, þar á meðal hráum fiski, og er bæði bragðgott og fallegt. Hvort sem þú ert sushi-áhugamaður eða nýgræðingur í heimi hráfisks muntu örugglega finna sushi-veitingastað sem hentar þínum smekk í Japan.
Ef þú fílar ekki hráan fisk, ekki hafa áhyggjur - það er fullt af öðrum ótrúlegum mat til að prófa í Japan. Ramen, til dæmis, er matarmikil núðlusúpa sem kemur í ýmsum bragðtegundum. Og ef þú ert aðdáandi grillmatar, vertu viss um að prófa yakitori, sem er grillað kjúklingaspjót sem oft er borið fram með sojasósu. Annar réttur sem þú vilt ekki missa af er tempura, sem er sjávarfang eða grænmeti sem er velt um í léttu deigi og djúpsteikt. Og ef þú ert að leita að einhverju aðeins meira, ekki missa af tækifærinu til að prófa tonkatsu, sem er brauðhjúpuð og steikt svínakótiletta borið fram með bragðmikilli sósu.
Og auðvitað er engin ferð til lands hækkandi sólar fullkomin án þess að prófa eitthvað af dýrindis græna tei landsins. Fyrst við erum að tala um te, þá ættir þú að íhuga að taka þátt í teathöfn. Japanska teathöfnin er virt menningarhefð sem felur í sér undirbúning og framsetningu á matcha, fínmöluðu grænu tedufti. Þessi helgisiður, þekktur sem "way of tea", leggur áherslu á sátt, virðingu, hreinleika og ró. Þátttakendur fylgja ströngum reglum og samskiptareglum í litlu, innilegu umhverfi, oft teherbergi eða garði. Teathöfnin er tækifæri til að slaka á og meta líðandi stund, tengjast öðrum og finna frið. Þetta er einstök menningarupplifun sem ekki má missa af.
Spennandi borgarlíf: allt frá iðandi götum til friðsælra garða og hofa
Þar sem það er líklegast að þú kemur til Japan í gegnum eina af stærstu borgum landsins, skulum við klára að kanna þær. Þær eru allar þess virði að heimsækja, svo þessi upptalning er handahófskennd. Kyoto, staðsett í miðhluta landsins, er þekkt fyrir ríka sögu og hefðbundna menningu. Borgin var höfuðborg Japans í yfir 1.000 ár og þar af leiðandi eru mörg söguleg musteri, helgidómar og fleiri menningarstaðir þar. Sumir af vinsælustu aðdráttaröflum Kyoto eru Kinkakuji-hofið, Gion-hverfið og Fushimi Inari-helgidómurinn.
Tókýó, höfuðborg Japans, er iðandi stórborg sem er þekkt fyrir nútíma og tækni. Auk þess að vera miðstöð viðskipta og fjármála, er borgin einnig heimili margra menningarlegra aðdráttarafla, þar á meðal Tokyo Skytree, Meiji-helgidómurinn og Tsukiji fiskmarkaðurinn. Tókýó hefur mörg mismunandi hverfi, hvert og eitt er með sinn einstaka karakter og sjarma, og að ráfa um þau er frábær leið til að fá tilfinningu fyrir borginni. Allt frá iðandi lífi í Shibuya (fræg fyrir Shibuya gatnamótin, fjölförnustu gatnamót í heimi) til töfra keisarahallarinnar í miðborginni. Funky Harajuku með litríkum kaffihúsum, cosplay verslunum og vintage fataverslunum á skilið að vera nefnt sérstaklega. Engin ferð til Tókýó væri fullkomin án þess að heimsækja einn af mörgum almenningsgörðum og görðum borgarinnar. Shinjuku Gyoen þjóðgarðurinn, Rikugien garðurinn og Hama-rikyu garðurinn eru aðeins nokkrir af mörgum fallegum grænum svæðum borgarinnar sem eru vinsæl meðal heimamanna og gesta, sérstaklega á kirsuberjablómatímabilinu í apríl og en líka í september, þegar blöðin verða skær appelsínugul og virðast næstum því glóa í haustsólskininu.
Osaka, sem staðsett er í vesturhluta Japans, er þekkt fyrir mat og skemmtun. Borgin er fræg fyrir líflegt andrúmsloft og marga veitingastaði, bari og klúbba. Sumir af vinsælustu aðdráttaröflum í Osaka eru Universal Studios Japan skemmtigarðurinn, Osaka kastalinn og Dotonbori svæðið, sem er skemmtihverfi borgarinnar. Á daginn lítur það kannski ekki út fyrir það, en þegar myrkra tekur lifnar það við með ótrúlegri birtu af skærum ljósum og litum. Það er nóg að sjá og gera hér, eins og að fara í siglingu niður ána, heimsækja ROR comedy klúbbinn og tæma veskið á Shinsaibashi-suji verslunargötunni. Endaðu daginn svo með frábærum mat frá einum af mörgum götublásum eða veitingastöðum EÐA heimsækja Konamon safnið fyrir ekta takoyaki. Þetta er frábær staður til að eyða kvöldi eða tveimur í Osaka.
Síðast en ekki síst munum við kynna ykkur fyrir Hiroshima, borg sem er stútfull af sögu og hörmulegri fortíð. Eins og þú kannski veist var Hiroshima staður fyrstu kjarnorkusprengjunnar í sögunni sem eyðilagði allan miðbæinn. Til að tryggja að sorgleg fortíð hennar muni aldrei gleymast, er Hiroshima heimili friðarminningargarðsins og friðarminningarsafnsins sem eru bæði vinsælir staðir til að fræðast um Japan í seinni heimsstyrjöldinni og örlög Hiroshima. Það er samt ekki allt sorglegt í Hiroshima! Þrátt fyrir þessa myrku sögu hefur borgin endurreist sig og er nú blómleg stórborg með mörgum aðdráttaröflum, þar á meðal Atomic Bomb Dome, Shukkei-en Garden og Itsukushima Shrine á hinni kyrrlátu og fallegu Miyajima eyju. Reyndu líka að hoppa á einn af strætisvögnunum sem rúlla um götur Hiroshima. Það er ekki fljótlegasta leiðin til að komast á milli staða, en strætisvagnarnir eru hluti af almenningssamgöngum Hiroshima og hafa verið það í langan tíma. Áhugaverð staðreynd: eftir sprengjuárásina árið 1945 liðu ekki nema þrír dagar þar til fyrstu strætisvagnarnir fóru að keyra aftur. Það eru nokkrir frá þessu tímabili enn í þjónustu, öllum þessum árum síðar!
Náttúruundur Japans - Upplifðu fegurð náttúrunnar í Japan
Japan snýst ekki bara um borgir og mat - náttúrufegurð landsins er líka mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Allt frá snævi þöktum tindum japönsku Alpanna til friðsælra skóga og garða Kyoto, það eru óteljandi töfrandi landslög til að skoða í Japan. Og ef þú ert aðdáandi útivistar, muntu vera ánægð/ur/t að vita að Japan býður upp á bestu gönguferðir, skíða- og snjóbrettaferðir í heimi.
Fyrir allae þær vetraríþróttir þarftu að heimsækja Japan á milli lok desember og byrjun apríl og fara til japönsku Alpanna, einnig kallaðir Nihon Arupusu. Þar er mikið úrval af skíðasvæðum í kring, þar sem bærinn Hakuba er meðal þeirra. Þessi bær var staður vetrarólympíuleikanna í skíum árið 1998, svo þú munt vera í góðum höndum hér. Ef þú vilt fara í brekkurnar annars staðar mælum við með Myoko Kogen eða Minakami, tveimur frábærum stöðum fyrir útivistarævintýri bæði um sumar og vetur.
Japan er land fullt af náttúruundrum, sem mörg hver eru enn tiltölulega óþekkt fyrir umheiminn. Eitt það stærsta er Fuji-fjall, hæsta fjall Japans og helgimynda tákn landsins. Staðsett um 100 kílómetra suðvestur af Tókýó, Mount Fuji er virkt eldfjall sem gaus síðast árið 1707. Það stendur hátt í 3.776 metra hæð, sem gerir það að einu hæsta fjalli í heimi. Fjallið er á heimsminjaskrá UNESCO og það er talið eitt af þremur heilögu fjöllum Japans.
Annað náttúruundur Japans er Jigokudani apagarðurinn, staðsettur í fjöllunum í Nagano héraðinu. Þessi garður er heimkynni stórs stofns japanskra makaka, einnig þekktir sem snjóapar. Þessir apar eru frægir fyrir ást sína á hverum og oft má sjá þá liggja í baði í náttúrulegum hverum garðsins yfir köldu vetrarmánuðina.
Japan er einnig heimili nokkurra töfrandi fossa, þar á meðal Nachi-fossins í Wakayama-héraði. Þessi foss er sá hæsti í Japan, 133 metrar á hæð. Hann er staðsettur nálægt Nachi-jinja helgidóminum, sem er einn elsti helgidómur Japans.
Langar þig að fara KILROY leiðina og fara af alfaraleið? Jú þú getur það! Tveir af uppáhaldsstöðum okkar eru í raun ekki nálægt neinum af stóru hápunktunum í Japan en eru engu síðari! Fyrstur er Akan Mashu þjóðgarðurinn, sem er heimili nokkurra af fallegustu vötnum í heimi. Við höfum séð fáa staði rólega og þennan. Gallinn er sá að Akan Mashu er ekki á Honshu, heldur á norðureyjunni Hokkaido. Þú getur komist þangað með almenningssamgöngum, en það mun taka smá skipulagningu og auka tíma. Ef þér langar ekki að yfirgefa Honshu, gæti Shirakami-Sanchi fjallgarðurinn hentað þér betur. Staðsett fyrir norðan á aðaleyju Japans. Hér geturðu týnst í töfrandi gróðurlendi. Gróðursælt, skærgræn lauf og fjölbreytt plöntu- og dýralíf eru tryllt sjón.
Langar þig að upplifa eitthvað einstakt en aðeins nær stórborgunum, þá eru Tottori sandöldurnar fyrir þig. Ekki hluti af vinsælustu leiðunum í Japan, en alveg þess að taka smá útidúr. Þessar 50 metra háu sandöldur eru hluti af Sanin Kaigan þjóðgarðinum og hafa tekið á sig mynd í þúsundir ára. Sandurinn var settur í hafið við nærliggjandi Sendaigawa-á og sópaðist inn á ströndina með hafstraumum. Forðastu úlfaldaferðir þær geta verið ferðamannagildra, en klifraðu upp hæstu sandöldurnar til að fá ótrúlegt útsýni.
Fjórar skemmtilegar leiðir til að upplifa japanska menningu
Japanir eru stolt þjóð og taka hefðir sínar mjög alvarlega. Þess vegna muntu geta séð geisur á götum Kyoto, heimsótt súmóglímumót eða keypt hefðbundna kimono (ekki bara fyrir ferðamenn!). Ef þú vilt koma þér inn í einhverjar hefðir sjálf/ur/t, þá eru margar leiðir til að taka þátt. Hér eru nokkrar:
- Farðu að versla kimono! Í mörgum japönskum borgum finnurðu klæðskera sem búa til sérsniðinn kimono sem hentar þínum líkama og þínum smekk. Þetta er ekki bara frábær minjagripur heldur geturðu líka klæðst honum ef þú vilt prófa #2 á listanum okkar.
- Æfðu listina að bera sverð: Samúræarnir voru færir í listinni að berjast og margir skólar í Japan bjóða upp á námskeið um hefðbundna sverðbardagastíl samúræjanna. Þessir tímar geta verið frábær leið til að fræðast um sögu samúræjanna og fá smá hreyfingu á sama tíma.
- Heimsæktu Súmóhús: Súmó glímumenn, eða rikishi, búa og þjálfa í sameiginlegum húsum, þekkt sem heya. Sum þessara húsa bjóða upp á ferðir þar sem hægt er að fræðast um daglegt líf glímumanna og sjá æfingaaðstöðuna í návígi. Sum hús bjóða jafnvel upp á tækifæri til að prófa glímuna sjálfu/r/t!
- Prófaðu mawashi súmóglímukappans: Mörg söfn og menningarmiðstöðvar í Japan bjóða upp á tækifæri til að prófa hefðbundna flík súmóglímukappans, þekkt sem mawashi. Þetta getur verið skemmtileg og einstök leið til að læra um sumo menningu og fá tilfinningu fyrir því hvernig það er að vera glímukappi.
Bullet lestir: fullkominn leið til að þjóta yfir landið
Allt í lagi, við skulum halda aftur til nútímans hér. Ef þú ert að skipuleggja ferð til Japans er ein besta leiðin til að sjá landið með lest. Með heimsklassa lestarkerfi sínu býður Japan upp á fallegustu og skemmtilegustu lestarferðirnar á jörðinni. Hér eru aðeins nokkrar af bestu lestarferðunum í Japan og hvers vegna þú ættir að íhuga að ferðast með lest í heimsókn þinni.
Fyrst af öllu, er það Shinkansen, einnig þekkt sem bullet lest. Þessi háhraðalest ferðast á allt að 320 km/klst hraða, sem gerir hana að einni hröðustu lest í heimi. Með þægilegum sætum, stórum gluggum og veitingastöðum um borð er Shinkansen frábær leið til að ferðast á milli helstu borga Japans, þar á meðal Tókýó, Kyoto og Osaka.
Ef þú vilt upplifa eitthvað aðeins hægara mælum við með fallegri lestarferð í gegnum japönsku Alpana. Þessi leið tekur þig í gegnum töfrandi fjallalandslag Hida-svæðisins, með yfirgripsmiklu útsýni yfir snævi þakta tinda, skóga og dali. Þessi ferð felur í sér nokkur stopp á leiðinni, sem gerir þér kleift að fara frá borði og skoða svæðið gangandi, eða heimsækja nokkra af hefðbundnum onsen (hverum) svæðisins.
Ef þú ert aðdáandi japanskrar menningar ættir þú að íhuga að taka Aso Boy! lest, sem fer um fagra sveit Kumamoto héraðsins. Lestin er skreytt í stíl við hefðbundið japanskt heimili, með rennihurðum úr pappír, tatami mottum og öðrum hefðbundnum atriðum. Á leiðinni stoppar lestin við nokkra menningarlega og sögulega staði, þar á meðal Aso helgidóminn og rústir Kumamoto kastalans.
Allt þetta er frekar einstakt, en einkareknasta lestarferðin í Japan er hin einstaka Kyushu Seven Stars lest. Þessi lúxus lest býður upp á einstaka leið til að skoða eyjuna Kyushu, með rúmgóðum klefum, sælkeraveitingastöðum og stórum gluggum. Lestin fer í gegnum fallegasta landslag Japans, þar á meðal Kirishima fjöll og sögulegu borgina Nagasaki. Þetta er nokkuð óviðráðanlegt fyrir okkur venjulega fólkið, en maður getur leyft sér að dreyma ekki satt?!
Tilbúin/n/t að fara til Japans?
Þetta var bara stutt innsýn í það sem Japan hefur upp á að bjóða, en það er svo margt fleira að til að skoða. Of mikið fyrir eitt blogg í raun og veru, þannig að ef þú vilt vita meira um að búa til þitt eigið ævintýri í landi hækkandi sólar erum við hér fyrir þig! Deildu spennu þinni með ferðasérfræðingum okkar og þeir munu sjá til þess að hjálpa þér að skipuleggja ógleymanlega ferð.
Fá fría ferðaráðgjöf