Nýtt ár, betri þú?
Nýtt ár, ný/r ég! Kannast þú ekki við þetta nýársheit? Við líka. Hvað með, á þessu ári ætla ég að ferðast meira? Við líka. Afhverju ekki að slá tveimur klassískum áramótaheitum saman? Við tókum saman nokkrar frábærar fitnessferðir sem við bjóðum upp á til þess að fylla þig af innblæstri.
Með því að fara í fitnessferð erlendis getur þú komið þér í betra form og upplifað heiminn í leiðinni er þú þjálfar í nýju og framandi umhverfi. Hljómar það ekki ágætlega?
Fitnessferðir til Balí
Balí er ekki bara drauma áfangastaður bakpokaferðalanga heldur einnig fyrir þá sem vilja sameina sólarlandaferðina við fitnessferð. Hér getur þú farið í fitnessbúðir og þjálfað í framandi umhverfi þar sem þú hefur meðal annars aðgang að líkamsrækt, hóptímum eins og til dæmis CrossFit, jóga, HIIT og surfkennslu. Fitnessbúðirnar eru staðsettar í Canggu þar sem er til dæmis að finna mörg frábær vegan veitingahús. Kynntu þér fitnessbúðirnar á Balí betur hér.
Fitnessferðir til Tælands
Rétt eins og á Balí, fara margir til Tælands, eða réttara sagt til Phuket, til að komast í form. Það skiptir ekki máli í hvaða formi þú ert, það geta allir stundað æfingar við sitt hæfi þar. Allt að 50-100 manns frá öllum heimshornum geta verið á sama tíma í búðunum svo það er aldrei að vita nema þú eignist nýja vini og kynnist ólíkum menningarheimum - og ekki skemmir umhverfið fyrir! Kynntu þér fitnessbúðirnar á Phuket betur hér.
Fitnessferðir til Suður-Afríku
Síðast en ekki síst erum við með Suður-Afríku! Byrjaðu árið með fitnessferð til Höfðaborgar. Fyrir þá sem elska adrenalín þá er þetta staðurinn til að heimsækja. Á milli æfinga getur þú prófað að surfa öldurnar í Suður-Afríku eða jafnvel skellt þér í fallhlífarstökk! Kynntu þér fitnessbúðirnar í Höfðaborg betur hér.
Ertu tilbúin/n að kanna heiminn og koma þér í betra form?
Frábært! Þú ert þá skrefi nær því að uppfylla áramótaheitin þín. Sendu okkur póst og bókaðu fund hjá reyndum ferðaráðgjafa þér að kostnaðarlausu og við hjálpum þér við allt bókunarferlið.
Fá fría ráðgjöf