Vantar þig hugmyndir?
Veistu ekkert hvar þú átt að byrja en veist að þig langar að skoða heiminn? Við tókum saman nokkrar af okkar vinsælustu afþreyingum til að veita þér smá innblástur. Kíktu á þetta og skrifaðu okkur svo til að fá fría ferðaráðgjöf án skuldbindingar.
Fá fría ferðaráðgjöf
1. Inca trail til Machu Picchu
Það er allt annað en slæm hugmynd að bæta við einu af nýju undrum heimsins á ferðalistann þinn. Gangan sjálf til Machu Picchu er ekki bara ógleymanleg, heldur er sýnin sem blasir við þér þegar þú kemur á áfangastað óborganleg! Gönguslóðin sem þú ferð er leiðin sem Inkar fóru til hinnar fornu borgar. Aðstoðarmenn munu bera megnið af búnaðinum svo þú þarft aðeins að vera með lítinn dagpoka. Gangan er alls 4 dagar og á leiðinni verður tjaldað. Síðasta daginn hefst gangan fyrir sólarupprás til að ganga úr skugga um að þú og hópurinn þinn séu fyrst til að koma til Machu Picchu.
Byrjar í: Cuzco
Endar í: Cuzco
Lengd: 5 dagar
2. Það besta í Víetnam
Þessi ferð sýnir þér allt það besta í Víetnam. Í henni ferðastu frá iðandi höfuðborg Víetnam, Hanoi, og niður landið alla leiðina til Ho Chi Minh City. Á leiðinni munt þú ásamt öðrum bakpokaferðalöngum, skoða Halong Bay, heimsækja dásamlegu Hoi An, skoða Vinh Moc göngin sem voru gerðu í Víetnam stríðinu, slappa af á ströndinni, heimsækja götmarkaði, læra víetnamska matargerð, skoða hof og margt margt fleira.
Byrjar í: Hanoi
Endar í: Ho Chi Minh City
Lengd: 16 dagar
3. Kosta Ríka: Strendur og skógar
Kosta Ríka geymir hina fullkomnu blöndu af ótrúlegri náttúru og fjölbreyttri afþreyingu, og hana færðu að upplifa í þessari frábæru 14 daga ferð. Ferðin byrjar í San Jose þar sem þú fer ðí hringferð um landið þar til þú endar aftur í San Jose. Á leiðinni munt þú hafa nægan tíma til að njóta frábærra stranda, surfa og skoða náttúruna. Þú heimsækir til dæmis strandbærinn Puerto Viejo, ferðast til La Fortuna þar sem þú sérð Arenal eldfjallið og getur notið jarðhitans á svæðinu. Svo má ekki gleyma skýjaskóginum í Monteverde þar sem þú getur farið í zip-line.
Byrjar í: San Jose
Endar í: San Jose
Lengd: 14 dagar
4. Kannaðu Kúbu
Þessi hringferð um Kúbu byrjar og endar í Havana. Á leiðinni munt þú skoða Vinales dalinn þar sem þú upplifir fallegustu náttúruna á Kúbu, heimsækir Giron safnið, ferð til strandbæjarins Cienfuegos og tekur kannski nokkur salsaspor á leiðinni, svo eitthvað sé nefnt. Að sjálfsögðu munt þú líka kynnast Havana vel þar sem þú munt meðal annars keyra um í gömlum bíl. Ekki svo gleyma að fá þér einn Mojito á meðan þú ert í borginni en drykkurinn á uppruna sinn í Havana.
Byrjar í: Havana
Endar í: Havana
Lengd: 9 dagar
5. Surfbúðir á Balí
Balí er fræg fyrir heimsklassa öldur og fyrir þá sem hafa áhuga á að læra að surfa þá er þetta algjör paradís. Surfbúðirnar á Balí eru staðsettar í fallegu þorpi sem heitir Canggu þar sem þú finnur fullkomnar öldur fyrir bæði byrjendur og reynda surfara. Surfkennslan fer fram 5 daga vikunnar á þeim stað sem hentar best hverju sinni. Hver kennslustund er 1,5 - 2 tímar og er hver leiðbeinandi aðeins með tvo nemendur. Þess á milli er frjáls tími þar sem þú getur æft þig sjálf/ur. Með þessu getur þú eytt eins miklum tíma í sjónum og þú vilt.
Byrjar í: Denpasar
Endar í: Denpasar
Lengd: 1,2 eða 3 vikur