Hvernig ég eignaðist vini fyrir lífstíð um borð í Trans-Síberíu lestinni
Annelies frá Belgíu skellti sér um borð í Trans-Síberíu lestina og eignaðist þar vini fyrir lífstíð. Hér segir hún okkur aðeins frá ferðalaginu og sínum skemmtilegu upplifunum. Við gefum Annelies orðið.
Ferðin hófst í Sankti Pétursborg
Einhverra hluta vegna hef ég alltaf haft ákveðna staðalímynd af Rússum. Ég hélt alltaf að þeir væru frekar svartsýnir, óvingjarnlegir og alltaf að drekka vodka. Ókei, þetta síðasta er kannski satt, en Trans-Síberíu ævintýrið mitt kenndi mér að Rússar geta verið frábærir, vingjanlegir og fyndnasta fólk í heimi!
Hver er ég? Annelies from Belgíu
Hvað gerði ég? Ég ferðaðist með lest um Síberíu, óbyggðir Mongólíu og Kína með kærastanum mínum.
Hvenær ferðaðist ég? Sumarið 2017
Ferðin okkar hófst í Sankti Pétursborg. Eftir heilan langan ferðadag tók hópurinn okkar á móti okkur á hostelinu með breiðu brosi og skoti af vodka. Getur þú ímyndað þér betri byrjun á ferðalagi? Ekki við heldur!
Um borð Trans-Síberíu lestarinnar
Eftir að hafa upplifað allt það helsta sem að Sankti Pétursborg hafði upp á að bjóða hófst alvöru Trans-Síberíu lestarævintýrið í Moskvu. Það er auðvelt að rata um á lestarstöðinni ef þú leggur þig fram við að læra smá kyrillísku. Þá munt þú ekki vera í vandræðum með að skilja á hvaða braut lestin er og í hvaða vagni þú munt búa í á meðan lestarferðinni stendur. Þá hefst ævintýrið!
Um borð í vagninum eru klefar sem þú munt sofa í og þar inni er rúm sem er þitt. Við gistum á öðru farrými sem þýðir að þú deilir klefanum með 3 öðrum einstaklingum - ein koja sitthvoru megin í klefanum. Einn vagn samanstendur af sirka 6 klefum. Þú getur gengið á milli vagnanna en fólkið sem er í þínum vagni mun vera eins og fjölskylda þín næstu dagana. Þar er líka að finna höfuð fjölskyldunar; the provodnitsa sem er annað hvort kona eða karl sem tryggir það að vagninn sé hreinn og allir í fjölskyldunni hegði sér sómasamlega.
Ekki viss um hvað þú átt að taka með þér um borð í lestina? Litill bolli kemur sér vel, vasahnífur og heill hellingur af núðlum, vatni og tepokum ásamt súkkulaði fyrir the provodnitsa. Ekki síðan gleyma hleðslubankanum fyrir símann. Hinsvegar fellur allt þetta í skuggann af því allra mikilvægasta sem þú þarft að taka með þér um borð í Trans-Síberíu lestina: Vodka!
Ekki dæma flöskuna eftir miðanum
Ekki dæma flöskuna eftir miðanum en vertu samt viss um að þetta sé fín flaska af því að Rússar geta svo sannarlega verið vandlátir þegar kemur að Vodka. Við fórum til dæmis inn í eina verslun til þess að kaupa eina flösku, smá mat og vatn fyrir ferðina sem var framundan. Við dæmdum flöskuna eftir miðanum og völdum eina sem að okkur leist ágætlega á. Þegar að alvarlegur öryggisvörður sá okkur hinsvegar labba framhjá sér með þessa flösku brosti hann og sagði að við gætum ekki látið sjá okkur á almannafæri með svona sull. Sem betur fer hjálpaði hann okkur góðfúslega að velja aðra dýrðlega flösku. Lifesaver!
Sú flaska kom sér nefnilega vel þegar að nágrannaklefinn okkar bauð okkur yfir í drykk. Við þáðum að sjálfsögðu boðið en komumst fljótt að því að við skildum ekki eitt einasta orð í rússnesku og enskan þeirra var ekki upp á marga fiska. Þrátt fyrir það skemmtum við okkur konunglega! Að tala saman í gegnum Google Translate braut svo sannarlega ísinn og við vorum meira og minna í hláturskasti allan tímann þegar að appið gaf sína útgáfu af því sem við elskum, hvað við gerum og hvar við búum. Okkur tókst síðan að klára fyrstu flöskuna okkar á innan við tveimur tímum. Til allrar hamingju voru nýju félagar okkar einnig vel byrgjaðir. Þau sýndu okkur líka tillitsemi, í hvert einasta skipti sem þeir helltu hreinum vodka í glasið sitt fengum við að blanda djús út í okkar.
Eftir að hafa spilað saman allt kvöldið, þó við séum ennþá ekki alveg viss um hvaða leik við vorum að spila, þá get ég með sanni sagt að við skemmtum okkur konunglega! Þó að nýju vinir okkar höfðu gert sitt allra besta til að útskýra leikinn fyrir okkur þá í hvert skipti sem við héldum að við vorum að vinna, þá vorum við að tapa (og tapa mikið).
Því miður voru þessir nýju vinir okkar ekki að fara að vera með okkur alla fjóru dagana af fyrstu lestarferð okkar svo á degi tvö vöknuðum við klukkan þrjú um miðja nótt til þess að kveðja þau. Þá beið besti vinur þeirra eftir þeim á lestarstöðinni með fullt af minjagripum fyrir okkur. Þau báðu bara vin sinn um að vakna klukkan 3 um nóttina og koma með fullt af minjagripum fyrir okkur... hversu dásamlegt getur fólk verið!
Restin af ferðinni okkar
Fyrstu fjórir dagarnir okkar í lestinni voru æðislegir, útaf þessum þremur frábæru Rússum. Það tekur þó 7 daga að fara frá Moskvu til Beijing.
Á eftir Irkutsk sameinuðumst við Transmongolian lestinni með stoppi í Ulaanbataar sem endaði síðan í Beijing. Sú ferð tók 3 daga í viðbót en á þessum þremur dögum kynntumst við fólki allastaðar að úr heiminum. Þar sem að allir hafa nægan tíma á meðan ferðinni stendur muntu komast að því að allir eru meira en tilbúnir til þess að kynnast hvort öðrum, deila menningarvenjum sínum, fyndnum sögum og matnum sínum og drykk.
Að ferðast á öðru farrými
Til þess að fá reynsluna beint í æð þá mæli ég hiklaust með því að ferðast á öðru farrými. Þannig kynnist þú fullt af fólki, bæði þá sem eru með þér í klefa og þá sem eru með þér í sama vagni. Allir sem ferðast á öðru farrými gera það því þeir eru tilbúnir til að kynnast nýju fólki.
Við getum auðveldlega sagt að þetta var besta ferð lífs okkar og þá aðallega vegna þess að við eignuðumst vini fyrir lífstíð á leiðinni!
Ef þig langar að gera þetta ævintýri að þínu eigin og hoppa um borð í Trans-Síberíu eða Trans-Mongólíu lestina þá skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur. Við getum aðstoðað þig með öll smáatriðin. Bókaðu fund núna!