Þekkir þú áfangastaðina?
Við ætlum að taka Ellen á þetta og hafa 12 days of giveaway á Instagram þar sem við gefum gjafir til þáttakenda og endum tólfta daginn með hvelli! Spurningin er bara... þekkir þú áfangastaðina?
VINNINGSHAFI FERÐARINNAR TIL BALÍ
Það var hún Andrea sem vann Balíferðina fyrir sig og taggfélaga en hún var dregin úr yfir 22.000 þátttakendum. Hún kom og tók við vinningnum á þorláksmessu. Við óskum henni innilega til hamingju með vinninginn!
JÓLADAGATAL KILROY 2019
Við ætlum að taka spjallþáttastjórnandan Ellen okkur til fyrirmyndar og skella í eitt sjóðheitt jóladagatal næstu 12 daga. Í dagatalinu er hægt að vinna allt frá bíómiðum til ferðabóka, gjafabréfa upp í draumaferðina þína... eða bara draumaferðina þína sjálfa! Fylgstu með á Instagrami okkar, @kilroyiceland.
HVERNIG Á AÐ TAKA ÞÁTT?
Hvern dag munum við opna nýjan glugga á dagatalinu þar sem ný mynd af áfangastað birtist. Það eina sem þarf að gera er að fylgja okkur á Instagram (@kilroyiceland) og skrifa athugasemd við myndina þar sem þú segir okkur hvaða áfangastaður þetta er á myndinni. Næsta dag munum við síðan draga úr réttum svörum hjá þeim sem fylgja okkur og tagga vinningshafann undir myndina. Á 12 degi munu síðan birtast aðrar leiðbeiningar fyrir vinninginn þar🤐
LEIKREGLUR FYRSTU 11 DAGANA
- Dregið verður handahófskennt úr réttum svörum þátttakenda sem fylgja @kilroyiceland hvern dag.
- Einungis þeir einstaklingar sem fylgja @kilroyiceland og giska á réttan áfangastað fyrstu 11 dagana eiga möguleika á að vinna þann daginn.
- Starfsfólk KILROY getur ekki unnið.
- Hægt er að taka þátt í leiknum alla dagana, jafnvel þótt viðkomandi hafi unnið áður.
- Vinningshafinn verður taggaður í athugasemd við fyrstu 11 myndirnar daginn eftir.
- Hægt verður að sækja vinningana á skrifstofu KILROY til 31.janúar 2020. Lokað er á hátíðardögum en opnunartími er annars venjulegur.
LEIKREGLUR OG SKILMÁLAR FYRIR VINNINGINN 12 DAGINN
- Dregið verður handahófskennt úr þeim þátttakendum sem fylgja @kilroyiceland, tagga ferðafélaga í athugasemdum og deila myndbandinu sem birtist 12 daginn í story hjá sér og merkja @kilroyiceland þar.
- Einungis þeir sem fylgja öllum leikreglum sem finna má við myndbandið á Instagrami KILROY Iceland 12. daginn eiga möguleika á því að vinna ferðina til Balí.
- Starfsfólk KILROY getur ekki unnið.
- Einstaklingar sem hafa unnið eða tekið þátt hina 11 dagana geta einnig tekið þátt 12. daginn.
- Hægt er að taka þátt nokkrum sinnum með því að setja inn nokkrar athugasemdir með mismunandi einstaklingum en það er á ábyrgð vinningshafans að velja þann einstakling sem hann/hún vill taka með sér í ferðina.
- Opið verður fyrir leikinn til 23. desember þegar vinningshafinn verður dreginn handahófskennt og tilkynntur á Instagrami KILROY, @kilroyiceland.
- Vinningurinn 12 daginn, 12. desember er eftirfarandi:
- Ferð fyrir tvo í surfbúðir á Balí að verðmæti 500.000. Innifalið er:
- Flug fyrir tvo
- Gisting fyrir tvo
- Surfbúðir fyrir tvo
- Ferðin þarf að vera bókuð fyrir 15. febrúar 2020, annars fellur vinningurinn úr gildi.
- Ferðatímabilið er frá 1. maí til 30. júní 2020.
- Ef þetta ferðatímabil hentar ekki vinninghafanum er möguleiki á að framlengja það gegn því að vinningshafinn greiði þann aukakostnað sem því kann að fylgja.
- Ferð fyrir tvo í surfbúðir á Balí að verðmæti 500.000. Innifalið er: