Komdu með okkur í ferðalag um heiminn með daglegum vinningum!
Það er þessi tími ársins aftur: jólin eru handan við hornið og það er svo stutt í nýja árið að við finnum nánast bragðið af kampavíninu! Þetta þýðir að það er líka kominn tími til að ljúka skemmtilegu ferðaári, þar sem við fengum loksins að breiða út vængi okkar aftur til að fljúga út í heiminn. Ef þú ert eitthvað eins og við, geturðu ekki beðið eftir að sjá hvað 2023 hefur að geyma, en við veðjum á að það verði gott!
Til að koma þér í rétta ferðaskapið, leyfðu okkur þá að gera það sem við gerum best og fara með þig í ferðalag um heiminn! Fyrstu ellefu dagana í desember mun jóladagatalið okkar senda þig á nýjan áfangastað á hverjum degi. Giskaðu á staðinn í athugasemdum, og ef þú giskar rétt, gæti einn af frábæru vinningunum okkar fallið í þínar hendur! Við endum svo jóladagatalið með stæl á 12 degi... þú vilt ekki missa af því!
Þú vilt í raun ekki missa af neinu, svo vertu viss um að fylgja okkur á Instagram og kíktu til okkar á hverjum degi til að geta séð okkur opna nýjan glugga á jóladagatalinu.
Jóladagatal KILROY 2022 - Skilmálar
Hvernig virkar þetta?
Á hverjum degi frá 1. til 11. desember munum við hlaða upp nýrri færslu á Instagramið okkar frá áfangastað sem við viljum gjarnan heimsækja á ferð okkar umhverfis jörðina. Það er undir þér komið að giska á hvar í heiminum það er. Ef þú giskar rétt, áttu möguleika að vinna verðlaunin fyrir þann dag. Fyrir stóru verðlaunun 12. desember (þú verður að fylgjast með til að vita hver þau eru!) þá þarftu að deila myndbandinu í Instagram story hjá þér líka og merkja uppáhalds ferðafélaga þinn í athugasemd við færsluna okkar ásamt því að fylgja okkur að sjálfsögðu. Þú mátt kommenta og tagga eins marga vini og þú vilt, það eru engin takmörk!
Hver getur tekið þátt?
Jóladagatalið er opið fólki sem býr á Íslandi fyrstu 11. dagana. Á 12. degi er sameiginlegur vinningur hjá öllum mörkuðum KILROY svo 12 dagur er opinn fólki sem býr á Íslandi, í Belgíu, Hollandi, Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð að undanskildum starfsmönnum KILROY, fjölskyldum þeirra og öllum öðrum sem tengjast annað hvort fyrirtækinu eða keppninni. Þátttakendur verða að vera búsettir í einu af fyrrgreindum löndum. Þú mátt taka þátt einu sinni á hverjum degi, að undanskildum degi 12. Á 12. degi geta þátttakendur aukið vinningslíkur sínar með því að merkja ferðafélaga í athugasemd, það má merkja eins marga ferðafélaga og þú vilt.
Hversu margir vinningshafar eru?
Frá 1. til 11. desember eru aðeins veitt ein verðlaun á hverjum degi. Glæsileg verðlaunaafhending sem stendur yfir dagana 12. til 24. desember verður veitt einu sinni, sem þýðir að allir þátttakendur frá Belgíu, Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Hollandi, Noregi og Svíþjóð eiga möguleika á að vinna þessi verðlaun. Ekki er hægt að skipta vinningum út fyrir peningaverðmæti. Hver verðlaun eru einstaklingsbundin og ekki er hægt að framselja þau til annarra.
Hvernig veljum við vinningshafa?
Vinningshafarnir verða valdir af handahófi úr réttum svörum daginn eftir að hver gluggi er opnaður frá 1-11. desember. Fyrir vinninginn 12 desember mun sigurvegari vera dreginn af handahófi 24. desember og tilkynntur 27. desember. Vinningshafinn verður að hafa fylgt leikreglum.
Hvenær hefst gjafaleikurinn?
Gjafaleikurinn stendur yfir frá 1. desember 2022 til 24. desember 2022. Vinningshafar verða tilkynntir beint í gegnum Instagram í athugasemdum, daginn eftir að hver gluggi er opnaður. Haft verður samband við vinningshafa 12 dagsins, þann 27. desember næstkomandi. Ef vinningshafinn svarar ekki innan 7 daga mun vinningurinn fara til einhvers annars.
Með því að taka þátt samþykkir þú að Instagram notendanafnið þitt verði birt á miðlum KILROY sem og á vefsíðu í tengslum við tilkynningu um sigurvegara.
Samþykki á skilmálum og skilyrðum
Með því að taka þátt í Instagram gjafaleiknum samþykkja þátttakendur skilmálana eins og þeir eru sýndir á þessari síðu. Allur réttur áskilinn.
Þessi gjafaleikur er á engan hátt kostaður, stjórnaður af eða tengdur Instagram Inc.