Langar þig að læra nýtt tungumál? Hvernig hljómar þá að læra þýsku í Berlín? Eða kannski frönsku í París? Hvað með ítölsku í Róm?
Besta leiðin til að læra nýtt tungumál er að dveljast í því umhverfi sem tungumálið er talað. Þar munt þú heyra tungumálið allan daginn og fá fjölda tækifæra til að æfa tal. Þannig lærir þú tungumálið miklu hraðar en hérna heima. Hvort sem þú ert algjör byrjandi eða vilt bæta núverandi orðaforða þá erum við með það námskeið sem hentar þér. Þýskunámskeið í Berlín, frönskunámskeið í París eða ítölskunámskeið í Róm. Að fara í málaskóla er ekki bara frábær reynsla heldur einnig frábær skemmtun þar sem þú upplifir nýtt land, nýja menningu og kynnist nýju fólki allstaðar að úr heiminum.
Lestu áfram og kynntu þér eftirfarandi málaskóla í Berlín, París og Róm. Við getum síðan veitt þér fría ráðgjöf sértu með einhverjar spurningar.
Fá fría ráðgjöf
Bókaðu áhyggjulaus
Með "bókaðu áhyggjulaus" valmöguleikanum okkar getur þú bókað ferðina þína áhyggjulaus og breytt henni allt að 35 dögum fyrir brottför! Lestu meira um skilmálana hér.
ÞÝSKUNÁMSKEIÐ Í BERLÍN
Berlín er heillandi borg sem er á sér mikla og áhugaverða sögu og þar finnur þú frábært næturlíf, flottar verslanir og einstakt lista- og menningarlíf. Borgin er sterkur keppandi um titilinn „Flottasta borg Evrópu“ og það ekki af ástæðulausu. Það er því tilvalið að skella sér í málaskóla í Berlín ef þig langar að læra þýsku eða bæta þýskukunnáttuna þína.
Skólinn er staðsettur miðsvæðis í Berlin-Mitte en til að sækja um í hann þarftu að hafa náð 18.ára aldri. Þegar þú ert ekki í tíma að læra tungumálið er tilvalið að fara út, skoða borgina og nýta það sem þú hefur lært. Vinsælt er að fara í skipulagðar gönguferðir um borgina og sjá Berlínarmúrinn.
Gisting í Berlín
Nemendur geta valið á milli þess að gista hjá fjölskyldu eða á heimavist skólans þar sem þu gistir í einkaherbergi. Ef þú velur að gista hjá fjölskyldu er morgunmatur og kvöldmatur innifalinn alla virka daga, ásamt öllum máltíðum um helgar.
Hafðu samband við okkur til að fá frekari upplýsingar um málskólann í Berlín.
Fá meiri upplýsingar
FRÖNSKUNÁMSKEIÐ Í PARÍS
París er ein glæsilegasta borg í heimi. Borgin er oft kölluð höfuðborg Evrópu þegar kemur að hátísku sem iðar af lífi og menningu. Þú getur skoðað borgina frá Eiffel Turninum, farið í rómantíska siglingu á Signu, upplifað hönnuna og hátískuna eða æft frönskuna á götulistamönnunum í Montmartre.
Málaskólinn í París hentar bæði fyrir byrjendur og lengra komna, og er sérstaklega heillandi. Skólinn er ofarlega á Les Grand svæðinu í hjarta Franskrar menningar. Andrúmsloftið í skólanum er í anda stórborgarinnar og auðvelt er að skoða gersemar borgarinnar þar sem skólinn er nálægt lestarstöðinni. Þegar þú ert ekki að læra frönsku í tíma er tilvalið að nýta kunnáttuna sem þú hefur nú þegar aflað og skoðað borgina. Þú getur til dæmis farið á söfn eða skellt þér í Disneyland!
Gisting í París
Nemendur geta valið að búa hjá fjölskyldum sem eru sérstaklega valdar af starfsfólki málaskólans Þeir sem búa hjá fjölskyldu taka þátt í daglegu lífi fjölskyldunnar og kynnast þannig betur menningu landsins og þjóð. Hjá fjölskyldu er hægt að óska eftir því að vera einn í herbergi eða deila herbergi með öðrum nema. Þú getur einnig óskað eftir gistingu á stúdentagörðum, þar sem þú getur verið í eins manns herbergi eða deilt herbergi með öðrum nema. Nemar af sama þjóðerni gista ekki hjá sömu fjölskyldu eða í sama herbergi nema sérstaklega sé óskað eftir því. Nemar sem gista hjá fjölskyldu eru í hálfu fæði, morgunmat og kvöldmat alla virka daga en fullt fæði um helgar. Nemar sem gista á stúdentagörðum eru ekki í fæði.
Hafðu samband við okkur til að fá frekari upplýsingar um málaskólann í París.
Fá meiri upplýsingar
ÍTÖLSKUNÁMSKEIÐ Í RÓM
Róm má líkja við listasafn undir beru lofti en þar mætir gamli tíminn nútímanum. Leyndardóma Rómar er eingöngu hægt að uppgötva með því að búa um tíma í borginni. Töfrar borgarinnar draga þig á tálum og þú gleymir stað og stund. Málaskólinn í Róm er lítill, staðsettur í hjarta borgarinnar og býður upp á úrvalskennslu í ítölsku fyrir byrjendur sem og lengra komna. Flest námskeið byrja alla mánudaga og gisting er frá sunnudegi. Námskeiðin eru frá allt að 2 vikum og upp í 52 vikur. Þegar þú ert síðan ekki í tíma að læra ítölsku er tilvalið að fara út og nýta þá ítölskukunnáttu sem þú hefur nú þegar aflað. Hægt er til dæmis að fara í skipulagða skoðunarferð um Róm, dagsferð til Firenze og í heimsókn til Gelato verksmiðju.
Gisting í Róm
Nemendur geta valið að búa hjá fjölskyldum sem eru sérstaklega valdar af starfsfólki málaskólans. Þeir sem búa hjá fjölskyldu taka þátt í daglegu lífi fjölskyldunnar og kynnast þannig betur menningu landsins og þjóð. Hjá fjölskyldu er hægt að óska eftir því að vera einn í herbergi eða deila herbergi með öðrum nema. Þú getur einnig óskað eftir gistingu á stúdentagörðum, þar sem þú getur verið í eins manns herbergi eða deilt herbergi með öðrum nema. Nemar af sama þjóðerni gista ekki hjá sömu fjölskyldu eða í sama herbergi nema sérstaklega sé óskað eftir því. Nemar sem gista hjá fjölskyldu eru með morgunmat alla daga. Nemar sem gista á stúdentagörðum eru ekki í fæði. Flest námskeið byrja alla mánudaga og gisting er frá sunnudegi. Námskeiðin eru frá 2 vikum upp í 52 vikur.
Hafðu samband við okkur til að fá frekari upplýsingar um málaskólann í Róm.
Fá meiri upplýsingar