Ert þú tilbúin/n fyrir ótrúlegt ævintýri á Galapagos?
Galapagos er eyjaklasi af eldfjallaeyjum sem eru þekktar fyrir einstakt dýralíf sem enginn annar en sjálfur Charles Darwin rannsakaði. Rannsóknarniðurstöðurnar sem Darwin komst að í ferð sinni árið 1835 lagði mikið af mörkum fyrir þróunarkenninguna og náttúruval. Í dag eru Galapagoseyjar töfrandi áfangastaður sem er fullur af litríkri náttúru, gömlum sögum og hefðum ásamt náttúru og dýrum sem þú sérð hvergi annarstaðar. Sem sjálfboðaliði munt þú dvelja á Galapagos, labba framhjá sofandi selum á bekkjum ásamt því að vinna og sóla þig við hliðina á þeim seinnipartinn. Þetta er sko allt annað en íslenski hversdagsleikinn!
Verndaðu fjársjóði náttúrunnar
Náttúruverndarverkefnið okkar á Galapagoseyjum er staðsett í fallega hálendinu á San Cristobal eyjunni þar sem útsýnið er ekkert annað en stórkostlegt. Verkefnið er sjálfbært og vinnur náið með yfirvöldum í þjóðgarði Galapagos ásamt skólum. Sem sjálfboðaliði munt þú nýta morgnana til þess að hreinsa þjóðgarðinn af óvelkomnum tegundum sem eiga ekki heima á svæðinu ásamt því að bæta búsvæði Galapgos skjaldbökunnar. Seinnipartinn ert þú síðan frjáls til þess að fara og kanna svæðið!
Sjálfboðastarf á Galapagoseyjum með börnum
Allir hugsa um dýr þegar þeir hugsa á annað borð um Galapagoseyjar en það búa um 26.000 manns á víð og dreif um eyjarnar. Ef þú hefur áhuga á að vinna fyrir samfélagið þeirra þá er tilvalið að fara í sjálfboðastarf hjá ríkisrekna skólanum á San Cristobal eyjunni. Skólinn sér um að mennta yfir 550 börn sem eru á aldrinum 6-15 ára. Í gegnum árin hefur skólinn stofnað lið sem stunda fótbolta, borðtennis, körfubolta og skák.
Þú munt vinna á morgnana og seinnipartinn en það fer eftir því hvort þú ert að kenna yngsta- eða miðstigi og hvort þú ert að aðstoða við enskukennslu eða íþróttakennslu.
Hvað er innifalið?
Öll sjálfboðaverkefnin okkar á Galapagoseyjum innihalda:
- Gistingu þegar þú kemur til Quito, Ekvador.
- Gistingu á Galapagoseyjum.
- Flug á milli Quito og Galapagoseyja.
- Samgöngur til og frá sjálfboðaverkefnisins.
- Einstaka upplifun!
Paradísin í Kyrrahafinu
Þegar þú ferð í eitt af sjálfboðaverkefnunum á Galapagoseyjum þá munt þú einnig hafa nægan frjálsan tíma til þess að skoða eyjurnar - og það er nóg að sjá! Þar er að finna yfirþyrmandi magn af framandi dýrum: sækembur - einu syndandi eðlur heimsins, fornar skjaldbökur, risastóra rauða krabba og hina heimsfrægu fugla - Blue Footed Boobies. Fyrir náttúruunendur og dýrafólk þá er þetta rétti staðurinn!
Vertu viss um að heimsækja Floreana sem er afskekkt og einstök eyja í Galapagoseyjaklasanum. Hér getur þú farið í göngu í gegnum hraungöng undir yfirborðinu, snorklað, farið í fuglaskoðun og séð risaskjaldbökur í návígi. Til þess að læra meira um líf sjaldbaka á eyjunum þá skaltu heimsækja verndarsvæði þeirra.
Heimsókn á póstmiðstöð Floreana er einnig ómissandi. Skildu þar eftir póstkort án frímerkis í þeirri von um að annar ferðalangur muni taka það og koma því áleiðis. Þetta er gömul sjómannahefð sem hefur virkað í meira en 200 ár!
Sjálfboðastarf á Galapagoseyjum
Hefur þú áhuga á að gerast sjálfboðaliði á Galapagoseyjum? Þú getur valið um að vera sjálfboðaliði sem aðstoðar við kennslu, íþróttakennslu og náttúruvernd. Öll þessi verkefni innihalda flug frá Quito í Ekvador til Galapagos og tilbaka. Ekki bíða lengur - nýtt ferðaævintýri bíður þín!