Langar þig að vinna með einu alræmdasta rándýrinu?
Þetta hljómar kannski hættulegt en hér færð þú einstakt tækifæri til að vinna með einu hættulegasta en í senn áhugaverðasta sjávardýrinu - hvítháfum. Lestu allt um verkefnið hér og kíktu svo til okkar í fría ferðaráðgjöf.
Fá fría ferðaráðgjöf
Lengd: 17 dagar
Lágmarksaldur: 18. ára
Um verkefnið
Gansbaai er staðsett um tvo tíma frá Höfðaborg og þar munt þú lifa og vinna með líffræðingum og vísindamönnum á sama tíma og þú lærir um og vinnur með hvítháfa, mörgæsir og hvali. Sem sjálfboðaliði munt þú aðstoða við rannsóknir á dýrunum og lifnaðarháttum þeirra. Þú munt til dæmis hjálpa til við að merkja hákarlana og rekja slóð þeirra.
Auk þess að vinna með dýrunum munt þú einnig fræða fólk um þessar dýrategundir og auka skilning þeirra á þeim. Þú getur verið viss um að þetta sjálfboðastarf mun breyta sýn þinni á hvítáfum. Þú munt dvelja mestum tímanum um borð skips svo ef þú ert landkrabbi skaltu hafa það í huga.
"Everything we do, we aim to do in harmony with nature and the environment we are working in." - Verkefnastjórinn
Innifalið í verkefninu
Hvað er innifalið?
- Gisting með öðrum sjálfboðaliðum.
- Tveggja daga kynning í Höfðaborg.
- Samgöngur á milli Gansbaai og Höfðaborgar þegar þú lendir og þegar þú ferð aftur heim.
- Kennsla í líffræði, hegðunar rannsóknum, dýraverndun, hákarla árásum ásamt grunni í skipastjórn
- Daglegur morgunmatur ásamt hádegismat á vinnudögum.
- Öll pappírsvinna og samskipti við verkefnið.
- Framlag til verkefnisins.
ATH. Flug er ekki innifalið en engar áhyggjur, við getum hjálpað þér að finna flugmiða!
Viltu vita meira um verkefnið?
Langar þig að heyra meira um verkefnið. Hafðu þá samband við okkur og fáðu fría ráðgjöf.
Ég vil vita meira