Byrjendur í bakpokaferðalögum: Við sjáum um þig
Ertu ekki viss um hvert fyrsta bakpokaferðalagið þitt ætti að vera? Ferðaráðgjafarnir okkar tóku saman lista yfir uppáhalds áfangastaðina þeirra fyrir bakpokaferöalög út um allan heim.
Mörg stopp eða kafa á einn áfangastað?
Þegar kemur að fyrsta bakpokaævintýrinu þínu, þá er um milljón staði að velja. Tvær stærstu spurningarnar eru líklega ''hversu langt vil ég fara'' og ''hvert er ég að fara''. Sú fyrri fer algjörlega eftir tímanum sem þú hefur, hvað þú vilt og hvaða budget þú ert með, en önnur spurningin er eitthvað sem við getum svo sannarlega hjálpað þér með!
Í þessu bloggi leggjum við áherslu á uppáhalds staðina okkar fyrir byrjendur í bakpokaferðalögum. En mundu, þeir eru ekki í neinni sérstakri röð!
Malasía
Kannski ekki fyrsta landið sem þú hugsaðir um, en Malasía er eitt af þeim löndum í Asíu sem minnir okkur hvað mest á hinn vestræna heim, bæði hvað varðar tungumál og lífsstíl. Flestir heimamenn tala ensku frekar vel en ástæðan er líklega sú að Malasía var bresk nýlenda allt til ársins 1957. Þrátt fyrir miklar mætur á vestrænum lífsmáta þá hefur landið einnig sína sérstöðu. Það er algert skilyrði að smakka á matseld heimamanna ef þú ferð í ferð til Malasíu! Þá sérstaklega hinum frábæra Malay Chicken Satay - sterkur kjúklingur þræddur upp á steikartein framreiddur með sætri hnetusósu.
Perú
Perú er einn af skyldu-áfangastöðunum í Suður-Ameríku. Aðal aðdráttaraflið er án efa Machu Picchu og töfrandi saga Inkanna, ævintýri sem allir ferðalangar ættu að upplifa. Á ferð þinni um landið muntu heyra alls staðar um stórkostlega sögu Inkanna og stjórnartíð þeirra í Andesfjöllunum fyrir mörg hundruð árum síðan. Sagan, umhverfið og menningin er svo stórkostleg að við mælum með að þú dveljir hér í að minnsta kosti tvær vikur.
Tæland
Ferðir til Tælands bjóða upp á allt sem ævintýraþyrst hjarta girnist, alveg frá hinu villta norðri til paradísareyja í suðri. Á Tælandi finnur þú fallegar hvítar strendur, einstaka köfunarstaði, flott kóralrif iðandi af litríku lífi, ævintýralega regnskóga, ótrúlega góðan og fjölbreyttan mat, skemmtilegt dýralíf, forn hof, framandi menningu og sögu, og vingjarnlegt og gestrisið fólk. Þar er einnig ódýrt að lifa og ferðast um - enda er góð ástæða fyrir því að Tæland er kallað land brosanna!
Nýja Sjáland
Á korti má sjá að Nýja Sjáland saman stendur af tveim megin eyjum, norður og suður. Ef þú ert mikill náttúruunnandi geturðu valið úr mörgu. Norðureyjan býður uppá fjölmarga jökla og þú getur einnig kynnst upprunalegri Maori menningu. Farðu í bátsferð um Milford Sound, sem er fjörður á suður eyjunni, skoðaðu klettana sem umkringja fjörðinn því margir hverjir líkjast einhverjum dulrænum verum. Landið býður einnig upp á gullfalleg eldfjöll, eyjar og þjóðgarða. Svo er nóg af göngusvæðum og tjaldsvæðum.
Kambódía
Í höfuðborg Kambódíu, Phnom Penh, býr yfir ein milljón manns. Það er margt að sjá og gera í ferð til Kambodíu þar sem landið býður meðal annars upp á magnaðar strendur, náttúru og menningu. Hér er að finna fjölmörg hof sem eiga stóran þátt í sögu Kambódíu og það frægasta þeirra er Angkor Wat. Uppbygging er hröð og það er ótrúlegt að ímynda sér að fyrir aðeins nokkrum áratugum átti sér stað hrikalega hörmung, þjóðarmorð sem framkvæmd voru af rauðu khmerunum. Það eru að finna mörg áhugaverð minnismerki um þjóðarmorðin.
Indónesía
Þú ert heppin/n ef þú átt ferð til Indónesíu í vændum en Indónesía er mikið ævintýraland fyrir ferðamenn þar sem landið býður uppá ógrynni spennandi staða til að kanna og upplifa. Balí er vel þekktur áfangastaður en Sumatra, Lombok og Kalimantan eru einnig frábærir og ævintýralegir staðir sem eiga skilið að vera heimsóttir. Þú ættir að ferðast til Kelimutu vatnanna, sem eru staðsett í gígum nálægt bænum Moni. Prófaðu líka frumskógagöngu um Lombok regnskóg, kafaðu í tæru vötnum Sumantra og sökktu þér í Kalimantan óbyggðirnar!
Kosta Ríka
Kosta Ríka bíður uppá ótrúlega fjölbreytilegt landslag þrátt fyrir að vera aðeins 51.000 km2. Í þessu fallega landi eru 35 þjóðgarðar sem samtals þekja 11% af landinu. Enginn annar staður getur stært sig af jafn mörgum dýrategundum á svona litlu svæði! Hægt er að finna yfir 850 mismunandi fuglategundir í þessari litlu paradís. Kosta Ríka er svo sannkallað draumaland náttúru- og dýralífsunnenda! En einnig þá sem elska að sörfa og liggja á störndinni í yndislegu andrúmslofti.
Víetnam
Gróskumiklir hrísgrjónaakrar, Ótrúleg saga lands, stórbrotin fjallasýn, bátsferðir um stórfenglega kalksteinskletta, hvítar fallegar sandstrendur, asískur hágæðamatur. Í ferð þinni um Víetnam geturðu upplifað allt þetta og meira til.
Fyrir reynslumikla ferðalanga þá er Víetnam afar einstakt land því í landinu eru þessir sérstöku staðir sem margir leita eftir. Hér eru vinsæl ferðamannasvæði en einnig faldar perlur sem fyrir marga ferðalanga er raunverulega ferðaupplifunin - en ferðamannastaðina verður maður að sjálfsögðu einnig að skoða.
Ástralía
Í Ástralíu finnurðu nánast allt sem þér girnist. Hér er endalaust af gullfallegum ströndum, sörfið er magnað, ómissandi er að kafa eða snorkla í kóralrifinu, þar er einstakt landslag sem innniheldur bæði eyðimerkur og regnskóga og svo er hægt að skíða á veturna! Svo eru ástralar svo frábærir að þeir munu láta þér líða eins og þú viljir aldrei fara heim frá þessari paradís. Ástralía er algjörlega ómissandi á tékklista allra!
Sri Lanka
Sri Lanka er stórkostleg eyja í Suður-Asíu. Smaragðsgrænir regnskógar, stórglæsilegar strendur og dásamlega fallegt landslag í bland við áhugaverða menningu og ríka arfleifð er brot af því sem hefur dregið ferðamenn til Sri Lanka árum saman og ferðamannaiðnaður landsins blómstrar. Heimurinn nýtur afurða frá Sri Lanka á borð við te, kaffi, kanil og kókoshneta í frábærum gæðaflokki.
Örlítið til þess að hugsa um...
Fannstu innblástur og langar að ferðast? Hafðu samband við ferðaráðgjafanaa okkar sem geta leiðbeint þér í fyrsta stóra bakpokaævintýrinu þínu. Líttu á okkur sem öryggisnetið þitt. Jafnvel ef þú veist ekki ennþá hvert þú átt að fara, getum við hjálpað þér með ánægju að finna út úr hlutunum!
Sendu okkur línu!