Spoiler alert: Malasía er einn af þessum stöðum sem hefur allt
Asía er heimili margra fallegra þjóða - allar einstakar og með mikla fjölbreytni bæði þegar kemur að náttúru og menningu. Malasía er eitt af þessum löndum. Ef þú ert að ferðast til að að upplifa eitthvað sérstakt, þá getur þú verið viss um að Malasía hafi það!
1. Kuala Lumpur
Í flestum Asíulöndum er inngöngustaðurinn ein af stórborgunum. Það sama á við um Malasíu, en ólíkt flestum öðrum asískum höfuðborgum, er auðvelt að rata í Kuala Lumpur. Borgin hýsir frábæra matarmarkaði og fullt af menningarviðburðum og sem bónus finnurðu þar einn af bestu börum Suðaustur-Asíu. Ef þú ert bara að leita að mat, þá er Limapulo í uppáhaldi hjá okkur - þar er ódýr en ótrúlegur matur (það er meira að segja minnst á þá í Michelin veitingastaðahandbókina!) og staðirnir þar eru elskaðir af heimamönnum. Prófaðu einkennisréttinn Laksa, eða fáðu þér Satay sem klikkar aldrei.
2. Fallegar strendur!
Frá stórborginni til fallegra stranda. Almennt séð státar Malasía af nokkrum alveg frábærum ströndum! Í norðurhluta Malasíu finnurðu Langkawi undan vesturströndinni og Perhentian-eyjar og Tioman undan austurströndinni. Og við lofum þér, sama hvað þú velur, þú verður ekki fyrir vonbrigðum. Kristaltær sjór, æðislegir snorklstaðir og heitur hvítur sandur á milli tánna. Hvað annað þarf maður?
3. Frumskógur Borneó
Þrátt fyrir stöðugar fyrirsagnir um eyðingu skóga á Borneó, státar eyjan enn af einu einstakasta og ríkasta dýralífi heims. Þökk sé mörgum verndarverkefnum er mestur hluti frumskógarins enn ósnortinn og algjörlega þess virði að heimsækja! Malasía deilir Borneó með Indónesíu, og sumir af hápunktum malasísku hliðarinnar eru köfun í Sipadan (á norðausturströndinni) og dýralífið, þar á meðal órangútarnir í einum af mörgum þjóðgörðunum. Síðan er magnað að ganga fjallið Kinabalu eða njóta einnar af mörgum hátíðum í Kuching.
4. Auðvelt að ferðast um
Það er mjög einfalt að komast um Malasíu, hvort sem þú ert að ferðast um borgina eða á leið á afskekktari staði. Stórborgir eins og Kuala Lumpur og Penang eru með nútímalegar almenningssamgöngur með lestum, rútum og öppum sem tæma ekki veskið þitt. En auðveld ferðalög stoppa ekki þar. Langar þig til að skoða út fyrir borgirnar? Ekkert mál! Malasía hefur umfangsmikið net langferðabíla og innanlandsflugs á viðráðanlegu verði, sem gerir það auðvelt að ferðast á milli eyja, strandbæja og hálendisins. Til dæmis geturðu tekið stutt flug til hinna töfrandi stranda Langkawi eða Borneo, hoppað í rútu til teplantekranna á Cameron hálendinu eða farið í ferju til Perhentian-eyja til að snorkla. Auk þess eru heimamenn einhverjir þeir vingjarnlegustu sem til eru - hvort sem þú þarft leiðbeiningar eða bara góðar ráðleggingar, þá mun einhver vera fús til að hjálpa.
5. Mt. Kinabulu ganga
Langar þig að njóta ótrúlegs útsýnis yfir Borneo? Við getum ábyrgst að þú munt sjá fallegustu sólarupprásina frá toppi Mount Kinabalu (4095 m yfir sjávarmáli). Jafnvel þó að gangan á toppinn taki á þá er hún á færi flestra - við þekkjum fólk sem er bara í "ágætis formi" sem hefur gengið fjallið tvisvar! Þegar þú ert komin(n) hálfa leið tekurðu pásu, borðar góðan mat og ferð jafnvel í sturtu. Um kl 2 heldurðu svo af stað ásamt fylgdarliði svo að þú náir upp á topp fyrir kl 5 þegar sólin byrjar að rísa. Um leið og fyrstu sólargeislarnir láta sjá sig gleymirðu gjörsamlega sárum löppum og þreytu.
6. Allan ársins hring
Suðrænt andrúmsloft Malasíu gerir það er gott að heimsækja landið allan ársins hring. Þar er hlýtt og sólríkt að mestu leyti, hiti í kringum 25°C til 35°C. Og það besta? Þú getur skipulagt ferð þína út frá árstíðunum til að fá sem mest út úr því sem Malasía hefur upp á að bjóða. Ef þú ert að ferðast á sumrin (apríl til september) er austurströndin og Borneó þar sem þú vilt vera. Þú munt fá að njóta kristaltærs sjós, epískra köfunarstaða og rólegra stranddaga á eyjum eins og Perhentians, Redang og Tioman. Þegar monsúninn rennur í garð frá nóvember til mars, skaltu bara fara yfir á vesturströndina. Staðir eins og Langkawi og Penang eru á besta stað, bjóða upp á þurrt veður og fullkomnar aðstæður til að skoða.
7. Bræðslupottur menningar, mats og trúarbragða
Malasía er eitt besta dæmið um að mismunandi menning og trúarbrögð lifi saman í sátt og samlyndi. Þar er blanda af malaískum, kínverskum, indverskum og frumbyggjum, sem hvert um sig bætir sínu við landið. Í George Town, Penang, er moska, kristin kirkja og búddistahof allt í innan við nokkur hundruð metra fjarlægð frá hvort öðru - það er normið hér, ekki undantekning. Og þegar kemur að hátíðum taka allir þátt í hasarnum. Frá Hari Raya til kínverska nýársins, Deepavali til jóla, það er nægu að fagna.
Þessi bræðslupottur þýðir líka að þú munt smakka einhvern ótrúlegasta mat sem þú finnur hvar sem er í Asíu. Matarsenan er blanda af kínversku, indversku og malasísku. Okkar ráð: prófaðu Curry Laksa, Maggi Goreng, Rendang eða Sambal Udung.
8. Mikið fyrir lítið!
Þrátt fyrir að verðbólga sé í Asíu alveg eins og á Vesturlöndum, þá er samt mjög ódýrt að ferðast um Malasíu. Ef þú ert með ákveðna kostnaðaráætlun, þá er þetta staðurinn fyrir þig! Þú getur fundið frekar ódýra gistingu, maturinn er á viðráðanlegu verði og samgöngur eru líka mjög vænar fyrir veskið. Auðvitað geturðu alltaf ferðast í meiri lúxus ef þú vilt, en hver þarf flott 5 stjörnu hótel, þegar þú getur vaknað í bambusstrandarkofa við hljóð fuglanna sem syngja og öldurnar á ströndina . Já, Perhentian-eyjar, við erum að tala um þig!