KILROY leitar að flottum skapandi einstaklingi til að koma með okkur til Balí!
Elskar þú að skapa og búa til fallegt myndefni eða myndbönd? Elskar þú að deila þínu efni með fólki? Langar þig að ferðast til Balí með okkur og helstu áhrifavöldum norðurlandanna? Elskar þú að upplifa ný ævintýri og kynnast nýju fólki? Ertu á aldrinum 18-25 ára? Sendu okkur þá umsókn á [email protected].
Langar þig að koma með okkur til Balí og skapa flott efni í leiðinni?
Hvernig hljómar að taka dýfu við gullfallegan foss á Balí? En að snorkla í kristaltærum sjó? Hvað með að læra að surfa í hitabeltisloftslagi? En að upplifa allt þetta og meira til þér að kostnaðarlausu? Erum við búin að fanga athygli þína? Frábært!
Við hjá KILORY elskum að fara ótroðnar slóðir og þess vegna opnum við fyrir umsóknir er við leitum að flottum, skapandi einstaklingi til að koma með okkur og helstu áhrifavöldum norðurlandanna í 2. vikna ferð til Balí!
Einstaklingurinn mun taka þátt í skipulagðri ferð KILROY, skapa efni og eignast ógleymanlegar minningar og jafnvel nokkra nýja vini!
Efnið sem viðkomandi skapar mun einstaklingurinn birta á sínum miðlum ásamt því að KILORY áskilur sér rétt til að nota efnið í kynningar á sínum vegum hvort sem það er til dæmis á sínum samfélagsmiðlum eða á vefsíðu KILROY.
Farið verður í ferðina 25.ágúst næstkomandi og áætluð heimkoma er 7.september. Innifalið í ferðinni er:
- Flug
- Gisting
- Uppihald
- Surfbúðir
- Skipulagðar ferðir
Gerð er krafa á það að sá einstaklingur sem fer í ferðina taki þátt í öllum skipulögðum viðburðum KILROY.
Skilyrði sem þarf að uppfylla
Uppfylla þarf eftirfarandi skilyrði en einungis einstaklingar sem uppfylla þau verða teknir til skoðunar:
- Viðkomandi þarf að hafa að lágmarki 5.000 íslenska fylgjendur á Instagram.
- Viðkomandi þarf að vera á aldrinum 18-25 ára.
- Viðkomandi þarf að vera félagslyndur.
- Viðkomandi þarf að vera opinn fyrir nýjum reynslum - ævintýragjarn.
- Viðkomandi þarf að geta skapað fallegt myndefni/myndbönd.
- Viðkomandi þarf að vera sveigjanlegur í samvinnu.
Hvernig sæki ég um?
Til þess að sækja um þetta einstaka tækifæri sendir þú eftirfarandi upplýsingar á netfangið [email protected]:
- Kynning á þér - aldur þinn þarf að koma fram í kynningunni.
- Afhverju ert þú einstaklingurinn sem við eigum að taka með til Balí?
- Upplýsingar um samfélagsmiðla þína, eins og til dæmis Snapchat og Instagram.
- Sýnishorn af efni sem þú hefur unnið. T.d. myndir sem þú hefur tekið eða myndbönd sem þú hefur unnið.
Við hvetjum stelpur jafnt sem stráka að sækja um.
Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti sunnudaginn 22.júlí. Allar umsóknir skulu hafa borist á [email protected] fyrir þann tíma.
Ekki láta þetta einstaka tækifæri framhá þér fara! Sæktu um núna og komdu með okkur til Balí!