Wifi upplýsingar á flugvöllum
Við gerum það öll! Um leið og flugvélin lendir tökum við upp farsímann og reynum að finna opið Wi-Fi en það getur verið mjög mismunandi á milli flugvalla hvað sé í boði. Sumstaðar getur verið að þú þurfir að greiða fyrir netið eða færð frían aðgang í ákveðinn tíma á meðan á öðrum stöðum er það frítt og ótakmarkað. Og ekki má gleyma styrkleika tengingarinnar en hún getur verið mjög breytileg á milli svæða.
Það getur því stundum tekið nokkurn tíma í að finna út hvar og hvernig þú getur tengst fríu þráðlausu neti en nú hefur verið fundið laust á því. Anil Poalt ferðabloggari hefur kortlagt allar Wi-Fi tengingar á flugvöllum um allan heim.
Hvernig virkar það? Smelltu á þann flugvöll sem þú ert á leið til næst og náðu þér í upplýsingar um hvar og hvernig þú getur tengst þráðlausa netinu. Athugaðu að kortið hér er enn í vinnslu og því eru ekki allir flugvellir komnir þar inn.
Þá getur þú einnig sótt appið WiFox en athugaðu að fyrir það verður þú að greiða.