Á Balkanskaganum geturðu heimsótt æðislegar tónlistarhátíðir, lagt nokkurn veginn þar sem þér hentar, skellt á þig bakpoka og farið í fallegar gönguferðir, skoðað fallegar strendur og á meðan þú gerir allt það, gera húsbílar það extra þægilegt fyrir þig þegar kemur að því að sofa og elda.
Ég vil vita meira
Reyndar er engin önnur leið til þess að ferðast um Balkanskaga sem gefur þér jafnmikið frelsi og möguleika á að sofa rétt frá Adríahafi eða ef þú vilt frekar, djúpt í grænum dölum Alpanna.
Litlir húsbílar eru ekki bara með litla eldsneytisnotkun heldur eru þeir einnig ódýrir kostir þegar kemur að ferjuverði og vegatollum (þegar borið er saman við stærri húsbíla). Litlir húsbílar geta einnig farið brattari og erfiðari vegi.
Með því að leigja húsbil getur þú klofið þig frá ferðamannastraumnum, komist nálægt náttúrunni, slappað af hvar sem þú ert og fundið raunveruleg ævintýri.
Húsbílar á Balkanskaganum
Húsbílarnir eru svipaðir á stærð og sendibílar og eru svipaðir og venjulegir bílar í keyrslu, svo það er auðvelt að keyra þá. Í flestum húsbílunum er svefnpláss fyrir 2 einstaklinga en í sumum gerðum er pláss fyrir 4 einstaklinga þar sem hægt er að velja um að hafa tjald á þakinu. Eldunaraðstaðan er hefðbundin og er oftast í skottinu á bílnum. Í öllum bílunum er að finna rafmagnkæli.
Stærri húsbílar
Það þarf ekki sérstakt bílpróf til þess að keyra stærri húsbílana sem við bjóðum upp á. Þrátt fyrir að vera stærri þá eru þeir samt auðveldir í keyrslu. Bílarnir eru með stofu, rúmeiningar, fullbúið eldhús, geymslupláss og fullt fleira.
Mikilvægar upplýsingar um ferðamannatímabilið á Balkanskaganum
Háannatími ferðamannatímabilsins á Balkanlöndum er frá byrjun maí til lok septembers. Því fyrr sem þú bókar því ódýrari verður leigan. Þegar að framboðið minnkar því dýrari verður leigan. Svo ekki bíða of lengi með að bóka ævintýrið þitt!
Fá fría ráðgjöf