Bólusetningar
Það þarf að íhuga bólusetningar nokkrum vikum áður en ferðalag hefst, ásamt tryggingum og vegabréfsáritunum. Við mælum alltaf með að hafa samband við ferðavernd eða heilsugæsluna þína með góðum fyrirvara. Þar mun fagfólk aðstoða þig og veita þér ráðgjöf er varðar hvaða bólusetning mun henta þér hverju sinni.
Hvaða bólusetningar á ég að fara í?
Smitsjúkdómar eru mismunandi eftir löndum og heimsálfum. Bólusetningar fara eftir hvað þú ert að fara að gera og hvert þú ert að fara. Einnig eru smitsjúkdómar mismunandi eftir árum og tímabilum og í raun síbreytanlegir.
Farðu í bólusetningar með góðum fyrirvara!
Það er mjög mikilvægt að hafa samband við ferðavernd eða heilsugæsluna þína með góðum fyrirvara (helst ekki minna en 2 mánuðir). Þetta er sérstaklega mikilvægt vegna þess að sumar sprautur þarf að endurtaka. Hins vegar eru sumar sprautur sem endast í tugi ára.
Við hverju er ég að sprauta mig gegn?
Algengir sjúkdómar sem þú ættir að bólusetja þig fyrir eru til dæmis stífkrampi, heilahimnubólga og lifrarbólga A og B. Einnig er þekkt að taka malaríulyf á svæðum þar sem hún er virk.
Farðu varlega með ráð til annarra er varðar bólusetningar og lyf
Ef þú ert ekki með menntun á þessu sviði skaltu fara varlega í að gefa öðrum ferðalöngum ráð er varðar bólusetningar eða vörn gegn smitsjúkdómum (t.d malaríu). Ástæðan er sú að ekki gildir það sama um alla og þó þú hafir þurft eitthvað ákveðið gæti önnur manneskja þurft öðruvísi meðferð. Bentu manneskjunni mun frekar á lækni eða ferðavernd. Og láttu sérfræðingana um að svara spurningum er varðar verndun á heilsu.