Ferðast öruggt
Peningar, hvar áttu að geyma þá? Aldrei hafa greiðslukortin þín, ferðatékka og peninga á sama stað. Þannig kemurðu í veg fyrir að öllu sé stolið saman. Notaðu pung eða einhverskonar peningarbelti. Það kemur í allskonar stærðum og gerðum og eru í stuttu máli algjör snilld. Hafðu það nálægt líkamanum þar sem aðrir geta ekki náð til þess. Geymdu svo vegabréf þitt, plast kort og hluta af peningnum í pungnum þegar þú ert að ferðast.
Öruggasti staðurinn til að geyma pening
Öruggasti staðurinn fyrir ferðamenn að geyma peninginn sinn er á hótelinu, og ef hótelið er ekki með öryggishólf, þá gætu þau boðist til þess að geyma verðmæta hluti í umslagi í móttökunni. Næst öruggasti staðurinn þinn er í peningabeltinu. Þriðji öruggasta leiðin er falin í farangri herberginu þínu (við mælum samt ekki með því ef þú treystir ekki fólkinu sem er í herberginu). Fjórði öruggasti staðurinn er í tösku eða í vasanum þínum, vertu þá meðvitaður um að þú ertu að taka ágætis áhættu. Við ráðleggjum þér að vera ekki að taka með þér verðmæti þegar þú ert að ferðast um heiminn.
Spilaðu þetta öruggt
Margir ferðamenn hafa reynslu af þjófnaði og ránum á ferðalögum sínum. En þú þarft bara að hugsa smá og í mesta lagi að setja smá vinnu í þetta og þú orðið mun öruggari fyrir vikið.
- Vertu alltaf með litla upphæð af peningum í vasanum - aldrei meira en þú hefur efni á að tapa. Í þessu tilviki gæti þjófurinn sætt sig við peningana í vasanum og þú haldið öllu þeim verðmætum sem þú ert með í peningabeltinu.
- Ef þú lendir í því að vera rændur, skaltu alltaf gefa eftir og láta glæpamanninn fá það sem hann biður um og ekki reyna að leika einhverja hetju. Þetta er aðeins peningur og ekki þess virði að hætta lífi þínu fyrir.
- Fylgstu með öllum farangri og eigum þínum á meðan þú ert að ferðast með leigubíl, rútu, strætó, lest eða bát. Vertu með verðmæti nálægt líkama þínum og stærri verðmæti eiga að vera í minni bakpokanum sem þú skalt vera með á þér.
- Heimamenn eru ekki þeir einu sem stela. Sumir ferðamenn stela frá öðrum ferðamönnum, þannig ekki treysta neinum í blindni út af því að þeir eru líka með bakpoka.
- Vertu ávallt á verði ef hópur fólks safnast í kringum þig, það á einnig við um börn. Það er mjög þekkt að fólk er rænt þegar það er mikið af fólki í kring og mikið um að vera.
- Ekki ganga inn í dimm stræti að kveldi til, í hverfi sem þú þekkir ekki til.
- Ef þú lendir í því að vera rændur eða einhverju stolið frá þér, og þú vilt tilkynna þjófnaðinn til að fá greitt frá tryggingunum þá verðurðu að tilkynna það til lögreglu eða yfirvalda strax og fá lögregluna til þess að skrifa skýrslu fyrir þig (written police report). Sentu svo skýrsluna til tryggingafyrirtækisins.
Slakaðu samt á, það er engin ástæða til þess að hræðast á meðan ferðinni stendur. Ef þú hugsar, notar almenna skynsemi og gerir ekki eitthvað heimskt þá mun allt ganga upp.