Flug
Þú getur valið á milli þó nokkrum möguleikum á flugmiðum fyrir ferðina þína. Við mælum sérstaklega með KILROY flugmiða, ef að þú uppfyllir kröfur hans. Við mælum með að þú bókir ekki staka miða fyrir mikilvægt ferðalag, þú gætir lent í miklu basli ef að fyrstu vélinni seinkar. Kynntu þér málið betur hér.
Venjulegur flugmiði
Venjulegir miðar er flugmiðar ætlaðir þeim sem þurfa aðeins að koma fram og til baka, t.d frá heimann til New York og til baka, ekkert merkilegra en það. Það er engin aldurtakmörk, engin krafa um IYTC Youth Card eða endurgreidda og ekki alltaf hægt að breyta.
KILROY flugmiði
KILROY flugmiði er fyrir ungt fólk að 26 ára aldri eða þá sem eru í fullu námi og eru 33 ára eða yngri. Þú verður að vera með gilt IYTC Youth Card eða ISIC International Student Identity Card (ISIC) til að geta keypt þessa miða. KILROY miðar eru sveigjanlegir og henta þeim sem vilja frelsi og sveigjaleika til að breyta miðanum, yfirleitt til að breyta dagsetningum á meðan ferð stendur. Á sumum KILROY flugmiðum er möguleiki að breyta ferðinni (t.d. hvaðan flogið er heim), bæði fyrir og á meðan ferð stendur. KILROY flugmiðar innihalda oft frí stopp og henta vel fyrir bakpokaferðalög, heimsreisur og þegar farið er í skiptinám. Vinsamlegast athugið að allar breytingar eru háðar því að laust sé í vélina. KILROY miðar eru oft verðlagðir líkt og venjulegir miðar en sumir eru jafnvel ódýrari.
Aðrir Flugmiðar
Ef þig langar til að fara til nokkra áfangastaða á sérstöku svæði eða heimsálfu, þá gæti flugpassi hentað þér. Nokkuð mörg flugfélög bjóða upp á svona miða.
Áhættan sem fylgir því að kaupa tvo eða fleiri aðskilda miða
Hafðu þó í huga að það fylgir því ákveðin áhætta að kaupa tvo eða fleiri aðskilda miða með mismunandi flugfélögum. Sé einhverju fluginu aflýst eða verði seinkun sem verður til þess að þú missir af öðru flugi er hvorugt flugfélagið ábyrgt fyrir því að endurgreiða þér flugið sem þú misstir af eða verða þér út um annan miða. En ef þú kaupir alla flugleiðina í einum miða í gegnum KILROY ertu tryggður ef þú skyldir verða fyrir töfum eða breytingum á flugi.
Forfallavernd
Mundu að kaupa forfallavernd er eitthvað skyldi koma upp á áður en ferð hefst.