Forfallavernd
Forfallavernd tryggir endurgreiðslu ef:
Ferð afpöntuð – fyrir brottför frá Íslandi
Tryggingin bætir tjón:
- vegna veikinda, líkamsmeiðsla, innlagnar á sjúkrahús og vegna andláts.
- vegna þungunar.
- vegna bruna, flóðs, innbrots eða stormviðris á einkaheimili/einkafyrirtæki vátryggða.
- vegna verkfalls í einkafyrirtæki vátryggða, endurtektarprófs, óvæntrar starfsuppsagnar eða skilnaðar.
- ef forsendur ferðar bregðast.
Einstakir dagskrárliðir afpantaðir – eftir brottför frá Íslandi.
Tryggingin bætir tjón:
- vegna veikinda, líkamsmeiðsla, innlagnar á sjúkrahús og vegna andláts.
- vegna bruna, flóðs, innbrots eða stormviðris á einkaheimili/einkafyrirtæki vátryggða.
- vegna verkfalls í einkafyrirtæki vátryggða.
- ef forsendur ferðar bregðast.
Ef nauðsynlegt reynist að boða forföll: Í tjónstilviki þarf að tilkynna forföll beint til KILROY áður en ferð hefst/einstakur liður ferðar hefst. Tilkynna þarf forföll innan eins virksdags frá því að slíkt tilvik kemur upp. Tilkynna skal forföll fyrst símleiðis og síðan skriflega ásamt viðeigandi vottorðum og skýrslum. Sjá skilmála, lið 5. Ef haft er samband við KILROY með tölvupósti eða símbréfi er það á ábyrgð vátryggða að fá staðfestingu á afbókuninni.
Athugið að forfallavernd nær ekki yfir breytingagjöld, bókunargjöld sem og kostnað vegna forfallaverndar.
Hvernig virkar forfallavernd?
Til nánustu fjölskyldu telst foreldri, afi, amma, systkini, maki eða barn.
Vernd nær ekki yfir langvarandi sjúkdóma/veikindi né til veikinda sem voru til staðar þegar vernd var keypt.
Aðeins er hægt að kaupa forfallavernd við bókun. Ekki er hægt að kaupa vernd eftir á.
Sé óskað eftir endurgreiðslu vegna forfallaverndar þarf að senda KILROY eintak af læknisvottorði ásamt KILROY endurgreiðslu formi. Athugið að forfallavernd nær ekki yfir breytingagjöld.