Við tölum eflaust fyrir alla þegar við segjum að seinustu tímar hafi ekki alveg verið eins og við höfðum ætlað okkur! Í stað þess að ferðast um heiminn og upplifa nýja hluti og staði höfum við ferðast um landið og borðað take away í stað bao baos í Víetnam. En þetta er allt að koma! Nú mæla stjórnvöld ekki lengur gegn ferðalögum ef þú ert fullbólusett/ur svo loksins loksins getum við farið að ferðast aftur!
Ferðalög tilheyra nefnilega ekki fortíðinni, jafnvel þótt þau verða kannski aðeins öðruvísi en þau voru. Frá auknum ráðstöfunum varðandi heilsu og öryggi til áherslu á aðra áfangastaði er enginn vafi á því að ferðalög eru orðin aðeins erfiðari en áður. En hafðu ekki áhyggjur - þess vegna erum við hér og við trúum því eindregið að þú þarft góðan ferðaráðgjafa til að hjálpa þér að finna leiðir til að uppfylla ferðadrauma þína þrátt fyrir áskoranirnar í dag.
Hér eru upplýsingarnar sem þú þarft til að byrja að skipuleggja ferðalagið sem þú bíður eftir.
1. Ég er fullbólusett/ur. Get ég ennþá ferðast?
Þú getur það, en í bili eru nokkrar takmarkanir á því hvert þú getur ferðast. Við vitum að það getur verið svolítið frumskógur að fylgjast með hvað er leyfilegt og hvað ekki þar sem heilbrigðisyfirvöld breyta oft tilmælum um hvert þú getur eða getur ekki farið, og hvenær, þótt að nú sé ekki lengur mælt gegn ferðalögum fyrir fullbólusetta! Þess vegna höfum við stofnað sérstakt teymi hjá KILROY til að fylgjast náið með aðstæðum í yfir 80 löndum. Við horfum ekki aðeins til erlendra ráðuneyta og heilbrigðisyfirvalda, heldur erum við líka í nánu sambandi við samstarfsaðila og birgja um allan heim til að fá meiri upplýsingar um ástandið og til þess að tryggja að áfangastaðurinn sé ekki aðeins opinn fyrir gesti, heldur er líka gaman að heimsækja hann. Það þýðir að barir, veitingastaðir, strendur og aðdráttaröfl eru opin, svo að þú ferðist ekki til einskis.
2. Ætti ég samt að skipuleggja mig fram í tímann, þ.e.a.s. fyrir ferðir 2022 eða 2023?
Já klárlega! Við erum nú þegar byrjuð að aðstoða ferðalanga sem vilja ferðast á næsta ári eða í framtíðinni. Það er aldrei of snemmt að byrja að skipuleggja.
Okkur finnst að þú eigir ekki að setja ferðaplanið þitt og drauma þína á bið endalaust. Ferðaráðgjafar okkar eru sérfræðingar um efnið og geta hjálpað þér að finna öruggt val sem samt hefur þennan KILROY brag yfir sér sem ferðalangar okkar þekkja vel.
Til þess að þú getir skipulagt ferð með öryggið í huga höfum við kynnt nýja sveigjanlega bókunarþjónustu sem þýðir að þú getur skipulagt og bókað ævintýrið þitt í dag og hætt við 35 dögum fyrir brottför.
Það þýðir að þú þarft ekki að bíða þar til það er orðið of seint að hefja skipulagningu fyrir næsta ferðalag. Við viljum gjarnan ræða ferðadrauma og hugmyndir við þig og veita þér ný sjónarmið á skipulagið. Ferðaspjall er alltaf ókeypis og án skuldbindinga.
Lestu meira um nýju sveigjanlegu bókunar- og afbókunarskilmálana okkar "bókaðu áhyggjulaus" hér:
3. Hvernig getur KILROY aðstoðaða mig?
Meira að segja undir venjulegum kringumstæðum getur verið flókið að skipuleggja draumaferðina sína og það eru alltaf margar spurningar sem geta komið upp við það ferli. Þetta er einmitt ástæðan fyrir því að við erum hér!
Við getum leiðbeint þér hvert þú átt að fara, hvenær þú átt að fara til að forðast fjöldann, og hvernig þú getur ferðast á öruggan hátt. Þar að auki erum við til staðar þegar þú ert að ferðast og erum til í að hjálpa þér með þær spurningar sem þú gætir haft.
Ekkert ævintýri er eins. Þess vegna sérsníðum við hverja ferðaáætlun út frá því hvert þú vilt fara, hvað þú vilt sjá og gera og hvernig þú vilt ferðast. Við höfum verið alls staðar í heiminum og erum sérfræðingar í að skapa einstök ævintýri sem henta þér svo þú fáir sem mest út úr peningnum þínum. Við erum stolt af því að búa til ferðir sem ögra þér og umbreyta þér, hvetjum þig til að ferðast hægt, vera á staðnum, eyða tíma í að melta og velta fyrir þér ferð þinni, en síðast en ekki síst að skemmta þér á meðan þú gerir það. Við köllum það að ferðast KILROY-lega.
Við auðveldum þér líka að hætta við allt ef þú ákveður að fara ekki eftir allt saman. Það þýðir að þú getur leyft þér að byrja að skipuleggja draumaferðina þína fyrir næsta ár.
Fá fría ferðaráðgjöf