Hvert á að fara?
Það getur oft reynst erfitt að setjast niður og byrja að skipuleggja bakpokaferðalag eða heimsreisu. Það eru mörg atriði sem þarf að skoða; hvað staði er ég spenntastur yfir og verð að sjá? Hvað er „budgetið“ mitt? Hvernig kemst ég frá A til B? Hvar er best að byrja? KILROY getur hjálpað að svara þessum spurningum.
Að búa til lista
Því er best að búa til lista yfir þá staði sem þú vilt sjá og senda á ferðaráðgjafa okkar. Á listanum geta verið lönd, borgir, kennileiti, hátíðir, náttúrufyrirbæri og svo framvegis. Skiptu svo listanum í:
1) Staði sem þú verður að sjá.
2) Staði sem þú vilt gjarnan sjá.
3) Staði sem gætu verið athyglisverðir ef þeir hækka ekki verðið á ferðinni allt of mikið.