ISIC námsmannakortið
ISIC gerir námsmönnum, hvar sem er í heiminum kleift að staðfesta stöðu sína sem námsmaður og njóta afslátta og fríðinda um allan heim. ISIC snýst um nemendur og það að bæta líf þeirra. ISIC kortið veitir fjölda afslátta og fríðinda bæði hér heima og erlendis. Afslættirnir eru allir valdir sérstaklega með þarfir nemenda í huga.
Alþjóðlega nemendatakortið (ISIC) veitir yfir 42.000 afslætti, bæði hér heima og þegar þú ferðast erlendis. Þú getur sótt um kortið ef þú hefur náð 12 ára aldri og ert námsmaður með yfir 15 kennslustundir á viku eða 18 ECT einingar á önn.
ISIC (The International Student Identity Card) gerir þér kleift, hvar sem er í heiminum, að staðfesta stöðu þína sem námsmaður og hefur kortið fengið viðurkenningu frá stofnunum eins og UNESCO og the European Council on Culture.
ISIC snýst um ÞIG og 5 milljónir annarra nemenda víðsvegar um heiminn sem nýta sér ár hvert ISIC kortið til að fá afslætti á yfir 125.000 stöðum í yfir 133 löndum. Þú getur keypt ISIC kortið og skoðað afslættina á heimasíðu ISIC á Íslandi.
ISIC kortið kostar 1.900 kr og gildir í 1 ár frá útgáfudegi.
Á Íslandi geta ISIC korthafar (ungt fólk allt að 25 ára og námsmenn allt að 33 ára) fengið sérstök stúdenta fargjöld hjá KILROY sem hafa eins árs gildistíma.
ISIC kortið veitir yfir 40.000 afslætti um allan heim á:
- söfnum og menningarstöðum
- rútum, lestum, ferjum og flugfélögum
- farfuglaheimilum og hótelum
- afþreyingum og upplifunum