Samgöngur
Samgöngur geta verið skemmtilegar en einnig erfiðar! Það er gott að kynna sér vel hvernig samgöngur eru í hverju landi fyrir sig og hvað er mælt með.
Samgöngur eru mismunandi eins og þær eru margar, oft eru þær frábærar og auðvelda þér lífið til muna en það er líka til í dæminu að þær séu ekkert annað en erfiði og fyrirhöfn. Í flestum þróunarríkjunum eru rútur og lestar aðal ferðamátin og við mælum ekki með því að bóka "lókal" rútu eða lest að heiman, nema þú sért að ferðast um Ástralíu eða Nýja-Sjáland og nokkur önnur lönd. Ef þú ert með þéttskipaða ferðaáætlun og ætlar að halda þér við hana, þá er alls ekki vitlaust að bóka innanlandsflug að heiman og þá sem hluti af heildar flugpakka KILROY.