Samskipti
Internetið, GSM eða Smart símar hafa gert heiminn að mun minni stað, en það er þó enn til staðir í þróunarríkjunum þar sem það tekur endalausan tíma að hlaða niður eða senda tölvupóst eða tengjast við þínar uppáhalds vefsíður. Hér eru leiðbeiningar hvernig skal snúa sér í samskiptum á meðan ferð stendur.
Snjallsímar - Sviss army hnífur dagsins í dag
Harðkjarna ferðamenn (hardcore travelers) skoða heiminn án þess að fara með nokkurs konar tæki sem heldur sambandi við umheiminn, vini og vandamenn. Þeir láta póstkort nægja. Kostirnir við að ferðast "án samkipta" eru þeir að þú þarf ekki að stressa þig á neinu áreiti og getur einbeitt þér að því að ferðast.
Hinsvegar eru smartsímar gagnleg tól fyrir allar upplýsingar og tengsl sem og að geyma gögn og gefa möguleika á því að segja ástvinum þínum og öðrum hvernig þér líður. Þú ættir að geta fundið þráðlaust símasamband næstum hvar sem er og það sama gildir um WiFi. Snjallsíminn þinn getur verið mjög gagnlegur þegar kemur að því að geyma gögn eins og reiknivél, dagbók, orðabók eða myndavél. Nú er meira segja hægt að hlaða niður leiðsögubókum í gegnum smáforrit, sem er nokkuð góð leið til þess að spara þyngd og pláss.
Að hringja
Ef þú hringir í vin eða fjölskyldu, sem er heima, þá munt þú átta þig á því (þegar reikningurinn kemur) að það er mjög dýrt. Því skaltu alltaf vera meðvituð/aður um hversu mikið það kostar að hringja og jafnvel frekar kaupa þér International simkort. Ódýrasti kosturinn í dag er þó að hringja í gegnum Skype, Facebook eða Facetime. Mundu að nota WiFi tenginguna en ekki 3g!
Fartölva
Við mælum ekki með því að fólk taki með sér fartölvu nema ef þeir hafa eitthvað sérstakt not fyrir hana. Mundu að henni gæti verið stolið, hún getur brotnað og svo eru þær oft frekar þungar. Ef þú verður að taka hana eða önnur þung raftæki í ferðalagið vertu þá viss um að það sé ekki of plássfrekt, þungt eða eyðir of miklu batteríi. Vertu viss um að mikilvægustu skjölin (myndir, myndbönd og persónuleg skjöl) eru vistuð reglulega á USB og/eða sett á internetið.
Dagbók
Það skiptir engu hvað þú ert að gera eða hver plön þín eru, þetta á eftir að vera einn mest spennandi tíminn í lífi þínu. Ævintýri, nýjir staðir, nýtt fólk og nýjir vinir, skemmtun, lífsreynsla, ferðir, landslag. Hverjar sem aðstæðurnar eru þá munt þú vilja geyma þessar minningar að eilífu. Einn af göllum þess að ferðast er að þú skilur eftir vini og vandamenn. Þau munu sakna þín, og þú munt sakna þeirra, og þau munu vilja fá að fylgjast með þér og ferðalaginu eins mikið og mögulegt er. Og þó svo að símar og tölvupóstar eru til staðar, þá er það oft erfiðara en maður heldur að vera sambandi.
Það sem þú þarft er hlutur sem mun hjálpa þér við það að hafa samband við fólk heima, leyfa vinum og vandamönnum að sjá hvernig gengur og einnig skrá allt niður svo það mun vara að eilífu. Að halda dagbók/blogg á netinu er því góð hugmynd.