Útgjöld fyrir ferðina
Hér erum við að tala um bólusetningar, vegabréfsáritanir, útbúnað, flugmiða, ferðatryggingu og kostnað við mögulegar ævintýraferðir, málaskóla eða allskonar annarskonar hluti sem þig langar að gera. Það er betra að ljúka þessu áður en ferðin hefst.
Almennur kostnaður
Það er tiltölulega auðvelt að áætla þennan kostnað. Bólusetningarnar sem þú gætir þurft kosta mismunandi og betra er að hafa samband við næstu heilgæslustöð og fá meiri og ítarlegri upplýsingar um það. Það eru til dæmis til ýmsar tegundir malaríulyfja. Góðir gönguskór, góður bakpoki sem hentar þér, svefnpoki og regngalli kosta um 650 evrur. Þannig að með svona 900 evrur ættirðu að vera nokkuð góður.
Kostnaður við sveigjanlegan miða og heimsreisur
Kostnaður við flugmiða veltur algjörlega á því hvert þú vilt fara. Ef þú vilt aðeins ferðast um eina heimsálfu fyrir utan Evrópu, þá máttu búast við 75.000-180.000 kr. fyrir flugmiða. Ódýrustu heimsreisu flugmiðarnir eru á um það bil 200.000 - 250.000 kr. Auðvitað eru engin takmörk, því þú getur fengið ferð sem hæfir konungum með 5-8 stoppum á um það bil 300.000 - 450.000 kr.
En þessi verð geta verið sveigjanleg eftir árstíma, flugfélagi og tilboðum.