Vegabréfið
Vegabréfið þitt er einn mikilvægasti hluturinn í ferðinni og algjörlega mikilvægasta ferðaskjalið. Vegabréfið má ekki vera útrunnið og í sumum löndum má það ekki verða útrunnið næstu 6 mánuðina. Þegar þú ert að skrifa undir ferðaskjöl mundu þá að skrifa það alltaf nákvæmlega eins og það er skrifað í vegabréfinu þínu. Að taka afrit af vegabréfinu getur verið sniðugt en það er ekki tekið sem gild skilríki.
Gefðu því góðan tíma að fá visa
Þegar þú ert að sækja um visa, mundu að í flestum tilvikum verður þú að senda vegabréfið þitt til sendiráðs eða ræðimannsskrifstofu sem þú ert að sækja um visa hjá. Gefðu þessu dágóðan tíma þar sem sum lönd eru fræg fyrir að vera ekkert að drífa sig.