Road trip eftir Garden Route í Suður-Afríku


Höfðaborg séð úr lofti sem þú getur séð á road tripi eftir Garden Route

Lengd

2-3 vikur

Byrjar í / Endar í

Höfðaborg - Port Elizabeth

Áfangastaður

Suður-Afríka

Innifalið í verði

Flug, bílaleiga, gisting í 4 nætur í Höfðaborg

Verð frá 294,732 ISK
Hefur þig einhvern tíman langað að ferðast um Suður-Afríku? Þá er þetta fullkomin ferð fyrir þig! Fallegar strendur, lítil strandþorp, mögnuð náttúra og ótrúlegt dýralíf. Garden Route sýnir þér hápunkta Suður-Afríku.

Þessi ferðatillaga byrjar í Höfðaborg, þar sem þú getur skoðað þig um áður en þú sækir bílinn þinn. Næst tekur við þjóðvegur 2 alla leið til Port Elizabeth og áfram (ef þú vilt). Beygðu út af þjóðveginum til að skoða Hermanus, Oudtshoorn, Knysna, Jeffrey's Bay, Addo Elephant Park og Port Elizabeth.

Mundu að þetta er aðeins uppástunga og að þú getur sérsniðið þetta ævintýri að þínum þörfum og óskum. Kannski viltu bæta við sjálfboðaliðastarfi á meðan þú ert hér, eða kannski nennir þú ekki að keyra sjálf/ur? Við getum græjað fyrir þig hop on/hop off rútupassa í staðin, svo engar áhyggjur!

Hvernig eru KILROY road trip?

Við hvetjum alltaf KILROY ferðalanga til að vera forvitna. Ekki keyra bara til að keyra. Stoppaðu þar sem þú getur, farðu niður þröngu hliðargötuna og ekki festast bara í húsbílnum. Kynnstu nýju fólki og kynntu þér nýjar leiðir til að gera hlutina. Kannaðu og vertu opin/n fyrir breytingum - það er þá sem ævintýrin gerast

*Frá verð á mann, miðað við 2 einstaklinga sem ferðast saman eldri en 26 ára. Hafðu samband við okkur ef þú ert aðeins yngri en það - það er ekkert vandamál!

alt

Hannaðu þína eigin ferð

Vilt þú ferðast um heiminn á þinn eigin hátt? Svona gerir þú það:

  1. Þú setur upp draumaferðina þína.
  2. Við finnum bestu og hagstæðustu valmöguleikana.
  3. Þú færð persónulegt mat ferðasérfræðings.

Við sjáum til þess að ferðaplanið þitt sé ekki út í hött og að þú fáir sem mest út úr peningnum þínum er við deilum okkar ferðareynslu. Þetta er þér allt að kostnaðarlausu og því fylgir engin skuldbinding!

Byrjaðu að hanna þína ferð

Kilroy.OutdatedBrowserBox.Text Kilroy.OutdatedBrowserBox.LinkText

Úbbs - Síðan sem þú reyndir að opna er ekki til. Við vonum að þú finnir það sem þú ert að leita að hér.